Heima er bezt - 01.01.1954, Síða 8

Heima er bezt - 01.01.1954, Síða 8
4 Heima er bezt Nr. 1 hægt var að draga niður yfir eyrun. Tókum við, ég og fylgdarmað- urinn, nú snæðing. Þá var Bleik- ur minn kominn í hlað og hnakk- ur á hann og taskan reyrð með leðurólum bak við hnakkinn og olíukápa mín þar yfir. Var nú stigið á bak, ég með vettlinga á höndum og silfurrekna svipu í hendi. Fylgdarmaðurinn var eins vel búinn og ég, þó nokkuð á annan veg væri. Eitt var það, er okkur greindi nokkuð á um, en það var vopnaburðurinn. Þar sem ég hafði væna svipu að vopni, hafði hann mannhæðar- langan og digran broddstaf, og kom þar síðar í ljós forsjálni mannsins. Var nú lagt af stað. Riðum við nú fram Skj aldfannardal með Selá á hægri hönd. Voru þarna sæmilega greiðfærar götuslóðir, en þegar komið var framhjá Skjaldfönn, hurfu all- ar götur og allt, er gæti vísað veg, og varð nú að treysta ein- vörðungu á hyggjuvit og kunn- ugleik fylgdarmanns. Hækkaði nú smátt og smátt undir fæti, en hvergi varð þó mjög bratt, en landið varð mjög ógreiðfært og hrikalegt, stórgrýttar urðir og melholt, og urðum við oft að fara af baki, teyma hestana og krækja úr leið. Sóttist ferðin seint; sjónum okkar hvarf brátt dalurinn og áin, eftir því sem hærra kom. Eftir á að gizka tveggja stunda ferð, komum við að djúpu gili, um það bil fimmt- án metra breiðu, þar sem við komum að því. Lá þar snjóbrú yfir, en til beggja hliða var autt og opið, svo langt sem séð varð, en langt undir niðri fossaði á í botni gilsins og mun hafa verið kvísl úr Selá, sem við hittum þarna hátt uppi undir jökli. Snjóbrúin líktist mest í laginu gríðarstóru saumhöggi eða hús- þaki með bröttum síðum. Urð- um við nú að fara eftir mæni hennar til þess að komast yfir gilið. Fórum við nú báðir af baki hestunum, og lagði fylgdar- maðurinn fyrst út á brúna með broddstafinn hinn mikla í hendi. Pjakkaði hann rækilega í mæn- inn og reyndi fýrir sér, og sljóvg- aðist við það saumhöggið. Kom hann svo aftur og sótti hest sinn og teymdi yfir, og gekk það slysalaust. Meðan þessu fór fram, stóð ég á gilbarminum hjá Bleik og leizt ekki á. Ekki var hægt að þverfóta á snjó- mæninum, og ef eitthvað út af bar, var opið gilið báða vegu. Hins vegar var ekki um annað að gera en að leggja út á þessa heljarbrú með hestinn í eftir- dragi. Gætti ég þess aöeins að horfa hvorki til hægri né vinstri, en aðeins niður í spor þeirra, sem á undan voru farnir, enda komumst við Bleikur yfir heilu og höldnu. Héðan var ekkert útsýni, hvorki sást neitt til ísa- fjarðardjúpsins né jökulsins, en þegar við eftir skamma stund komumst upp á melbakka nokk- urn, blasti Drangajökull við sjónum, og að vörmu spori riðum við inn á jökulinn. Þegar hér var komið, var skammt liðið á dag, en um nóttina hafði fennt nokkuð á jökulinn, og var hann ein snjóhvít flatneskja, og sá hvergi á dökkan díl. Fylgdarmaðurinn trúði mér nú fyrir því, að nokkur vandi væri að rata á jöklinum, því að víða væru sprungur í hann, sem óvanir sæju ekki, meðan snjó- flóðið hyldi þær sýn. Sté hann því af baki hesti sínum og teymdi hann, en ég reið á eftir í slóð hans. Urðum við að fara í ýmsa króka og tafði það ferð- ina, en það sýndi sig nú, að broddstafurinn hafði ekki verið tekinn með að ófyrirsynju. Allan þennan dag var logn og glaðasólskin, og sá ekki ský- hnoðra á lofti. Var því útsýni hið ákj ósanlegasta af hájöklin- um. Við fórum yfir hann aust- anvert við miðju, og hækkaði hann því nokkuð til vesturs frá því að við fórum og huldi okk- ur sýn Jökulfirðina og allt land- ið og hafið til vesturs. Aftur á móti sáum við, ekki langt frá okkur til vinstri handar, rísa upp yfir hájökulinn klettabelti upp úr jökulbreiðunni; var það svo- nefnd Hrolleifsborg og Hljóða- bunga. Annars var allur jökull- inn ein samfelld snjóbreiða, er ekki sá dökkan díl á. Til austurs var fremur óvistlegt að sjá, eink- um næst jöklinum, gróðurlaus auðn, holt og melar með tjörn- um á milli. Fjær sáust Stranda- fjöll, Húnaflói og Skagastrand- arfjöll og enn fjær sáust Norð- urlandsfjöllin ógreinilega í blá- móðu. Mér hafði verið kennt í skóla, að á Vestfjörðum væru tveir miklir jöklar, Glámujökull og Drangajökull, og var lítið gert upp á milli þeirra að hæð og stærð. Bj óst ég því við að Gláma myndi skarta sinum fegursta skrúða þennan blíðviðris sumar- dag, og varð mér títt þangað lit- ið, er hennar var von, en þrátt fyrir þetta ágæta skyggni gat ég hvergi komið auga á frúna. En þar sem Glámujökuls var von, mátti sjá snjóskafla, suma litla, aðra stærri, en alls staðar auð jörð á milli. Ályktaði ég því þá þegar, að Glámujökull á Vest- fjörðum væri ekki lengur til sem jökull. í norðri blasti Norður-íshafið við sjónum okkar í kyrrð og tign. Engan bát, ekkert eimskip eða seglskip sáum við, svo langt sem augað eygði, rista þenna mikla slétta flöt. Brim braut þó á skerjum nokkrum, er ofan úr hæðunum virtust liggja alveg upp að jöklinum, og bar það vitni um, að ekki væri allt hreyf- ingarlaust þar neðra. Þessi sker voru Selsker og Drangasker. Þegar við vorum komnir af jöklinum og nálguðumst sjóinn, sá ég, að þau liggja langt frá landi. Varð nú leiðin miklu greiðfærari og fylgdarmaðiirinn stiginn á bak hesti sínum og landið miklu sléttara en sunnan jökulsins. Komum við brátt ofan í dal einn, Bjarnardal, er gengur niður að Bjarnarfirði. Voru þar víða sléttar grundir, og mátti spretta úr spori meðfram firðin- um, og voru þarna komnar greiðfærar götuslóðir, sem beygðu til austurs og yfir Meyj- arnes. Meðfram sjónum var alls staðar krökt af rekavið. Lítið var þar um unnið timbur, en mikið af stórum og smáum trjábolum, sem sumir voru mikið grafnir niður í fjörusandinn, en aðrir alveg ofan jarðar. Á Dröngum var reisulegur bær á allstóru túni, en útihús hing- að og þangað um túnið. Inni í bænum var allt með kyrrð og spekt, því að sjúklingurinn var orðinn laus við höfuðveikina og svaf rólega, er við komum. Við nánari athugun, er dreng- urinn vaknaði, kom í ljós, að

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.