Heima er bezt - 01.01.1954, Side 9

Heima er bezt - 01.01.1954, Side 9
Nr. 1 Heima er bezt 5 Hraðkvæð skáld orsök verkjarins og sálarangist- arinnar hafði verið hálflaus, skemmd barnatönn. Þarna hélt ég kyrru fyrir í góðu yfirlæti heilan dag, og komu nokkrir sjúklingar til mín af næstu bæjum, en þarna var langt á milli bæja. Húsbóndinn fylgdi mér aftur til baka, og fengum við allgott veður og fórum svipaða leið og norður, en ekki fórum við þó aftur yfir heljarbrúna, og varð gilið ekki aftur á leið okkar. Enginn nýfallinn snjór lá nú á jöklinum, og sáust því allar sprungur opnar, og gat því fylgdarmaðurinn riðið yfir jök- ulinn, og gekk því ferðin greiðar. Vorum við nú um tvær klukku- stundir á jökli, en milli bæja sex. Frá hverjum bæjanna Dröngum og Ármúla tvær stundir upp að jökli. Þegar heim kom, fór fylgdar- maðurinn aftur inn til húsfreyju og gerði sér gott af kaffi og öðr- um góðgerðum, en ég varð að púla í fleiri klukkustundir við að taka til og útbúa alls konar lyf handa sjúklingunum, sem ég kom frá, áður en ég gæti svo míkið sem tyllt mér niður, að ég ekki tali um að fá sér neina hressingu, því að fylgdarmaður- inn þurfti að komast sem fyrst af stað. Skrítlur „Pabbi, hvernig vita vísinda- mennirnir, hvenær sólmyrkvi verður?“ „Þeir sjá það sjálfsagt í blöð- unum eins og aðrir, drengur minn“. —o— „Hafið þér fylgt reglunum, sem ég lét yður fá?“ spurði læknirinn. „Nei, sem betur fer, því að þá hefði ég hálsbrotnáð“, svaraði sjúklingurinn, „því að blaðið, sem þær voru skrifaðar á, fauk út um gluggann á þriðju hæð“. -O-- Það var einu sinni betlari, sem hringdi dyrabjöllunni hjá prestsekkju nokkurri, og sagði: „Afsakið frú, en ég hef misst annan fótinn“. „Nú, en hann er alls ekki hérna“, sagði konan og skellti hurðinni í lás. Það hefur lengi þótt snjöll í- þrótt að vera hraðkvæður. Oft er það lítt vandað, sem er í skyndi kveðið, en þó má furða kallast, hvað menn gátu ort á skömmum tíma mikið af sæmi- legum kveðskap. Sagan segir, að Egill kvæði Höfuðlausn á einni nóttu, og má það satt vera. Guðmundur Bergþórsson orti Olgeirsrímur á einu ári; þær eru rúmlega tuttugu þúsund ljóðlín- ur og margar undir dýrum hátt- um. Hallgrímur Pétursson orti heila sléttubandarímu á einu dægri; hún er 52 erindi. Snorri á Húsafelli orti Jóhönnuraunir á viku, það eru rímur út af þýzkri sögu, sem hann þýddi á þennan hátt. Rímurnar eru nær 200 er- indi og sumir hættirnir firna- dýrir. Séra Hannes Bjarnason á Ríp orti Hálfdánarrímur gamla á tæpu ári. Þær eru um tíu þús- und Ijóðlínur. Fimmtándu rím- una orti hann á einum degi og er þó bragurinn nokkuð þungur. Síðustu rímur Sigurðar Breið- fjörðs eru Líkafrómsrímur. Tvær rímur í þeim orti hann á einum degi. Þær eru samtals 119 erindi. Sigurður orti líka sléttubanda- rímu á einum degi. Sigurður Bjarnason, höfundur Hjálmars- kviðu, var mjög hraðkvæður og orti Sörlarímur á hálfum mán- uði; þær eru 12 að tölu. En þó hefur að líkindum enginn fslend ingur verið eins afkastamikill við kveðskap og Símon Dala- skáld. Um það mætti nefna ó- trúleg dæmi, sem flest eru þó sönn. Hiðbjarnarrímu orti hann á einni klukkustund; hún er 37 erindi, öll hringhend. Gunn- laugsrímur orti hann á þremur dögum; þær eru nærri sjö hundr uð erindi undir dýrum háttum. Vísur orti Símon eins hratt og aðrir menn tala óbundið mál. Þannig mætti lengi rekja þennan söguþráð. Enn eru marg- ir fljótir að koma fyrir sig orði í stuðluðu máli, og mætti nefna því til sönnunar mörg dæmi. Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum er mjög snaryrtur maður, eins og fleiri Húnvetningar. Norð- lenzkur vísnamaður hefur sagt mér, að hraðkvæðasti maður, sem hann þekkti, væri Þórarinn Þorleifsson á Skúfi í Húnaþingi. Nú vil ég biðja þá, er mál mitt sjá, að senda mér frásagnir af slíkum íþróttamönnum. Þótt vandvirkni sé höfuðdyggð í ljóða gerð, þá er þó mikil list í því að kveða hratt og halda samt uppi fyllstu bragreglu. Sveinbjörn Benteinsson, Draghálsi. í kennslustund Það er kennslustund í biblíu- sögu. Kennarinn segir: „Jæja, Sigga, geturðu sagt mér eitthvað um Móse?“ „Móses var sonur prinsessunn- ar í Egyptalandi". „Nei, barnið mitt, það var hann ekki. Dóttir Faraós gekk niður að ánni og þar fann hún Móse í körfu“. „Já, það sagði hún“.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.