Heima er bezt - 01.01.1954, Side 10
6
Heima er bezt
Nr. 1
Kristján Jónsson frá Garðsstöðum:
Ur stjórnmálasögu Islands
Nokkrar hugleiðingar
Mannlegt líf er jafnan háð
meiri og minni tilviljun. ■— Þótt
frjálsræðið sé í orði kveðnu
viðurkennt og viljinn til að
velja og hafna látinn óheftur í
etnkamálum manna, að því er
iýtur að makavali, sem jafnan
verður einna afdrifaríkastur
þáttur í lífi velflestra, og einnig
ákvörðun um starf eða stöðu,
svo tveir mikilvægir þættir úr
einkalífinu Séu nefndir, þá ræð-
ur fríviljinn ekki ávallt.
í þessum efnum og ótalmörg-
um öðrum, er það oft tilviljun
eln, aðra stundina utanaðkom-
andi atvik eða jafnvel óskiljan-
leg öfl, sem skipa mannskepn-
unni allt aðra stefnu en hún
haföi sjálfri sér fyrirhugað.
Hvort sem menn aðhyllast svo-
nefnda forlagakenningu, að
meira eða minna leyti, þá verður
ekki gengið fram hjá þessum
staðreyndum.
Saga þjóðanna er háð svip-
uðum tilviljunum. Örsmá atvik
geta þar stundum ráðið geysi-
miklu um örlög heillar þjóðar, og
einatt án þess fyrirsvarsmenn
þeirra fái þar við ráðið. Mörg
dæmi úr veraldarsögunni stað-
festa þetta, og ekki síður úr
sögu þjóðar vorrar.
Hinir fyrri sagnaritarar vorir
og skáld voru flestir rammir
forlagatrúarmenn; leggja þeir
einatt áherzlu á að gera þær
sögur að uppistöðu frásagnar
sinnar, þar sem óafvitandi at-
vik, stundum smá, leiða til ör-
lagaríkra atburða.
Segja má, að sex atburðir séu
afdrifamestir í stjórnmálasögu
íslands síðastliðna öld. Allir
marka þeir tímamót. Þeir eru:
Þjóðfundurinn 1851.
Stjórnarskráin 1874.
Heimast j órnin 1904.
Millilandanefndin og uppkast-
ið 1908.
Síðari millilandanefndin í
Reykjavík, 1918, fæddi af sér
fullveldið.
Síðast kemur svo lýðveldið
siglandi 1944, að vísu eftir pönt-
un, en ekki vorum við þó að
öllu sjálfráðir um þann mikla
atburð.
Aðrar þjóðir skópu oss hér ör-
lögin.
Fyrst er að nefna þjóðfundinn
1851, Hversu hefði sjálfstjórnar-
mál vort skipazt, ef Jón Sigurðs-
son hefði eigi á réttum tíma bor-
ið fram hin djörfu mótmæli sín?
Að vísu höfðu ýmsir þjóðfuhd-
arfulltrúa lýst andúð sinni á
innlimunarfrumvarpi dönsku
stj órnarinnar, og svar konungs-
fulltrúa við þeim aðfinnslum var
fyrirvaralaus tilkynning um, að
þjóðfundinum yrði slitið, og
hann lét forseta slíta fundinum
tafarlaust. En þá heyrðist hið sí-
gilda og snjalla svar Jóns Sig-
urðssonar, er honum hafði ver-
ið meinað að taka til máls: „Ég
mótmæli í nafni konungs og
þjóðarinnar þeirri lögleysu, sem
hér er höfð í frammi.“
Við þetta þokaðist fylking
hinna þjóðræknu og sóknharð-
ari fulltrúa saman í þéttan varn-
armúr og þeir tóku einum
munni undir mótmæli foringj-
ans: „Vér mótmælum allir.“
Þótt árangur yrði enginn í bili
af mótmælum þjóðfundarfull-
trúanna, þá var hér skorin upp
herör, sem entist þjóðinni í ára-
tugi, minnti forystumenn þjóð-
arinnar á að ganga aldrei að
neinni svikasætt við Dani, halda
fast við forn réttindi landsins,
sem líka voru túlkuð af slíkum
lærdómi, ritsnilld og skörungs-
skap næstu áratugina af Jóni
Sigurðssyni, að slíks munu ekki
dæmi í sögu neinnar þjóðar ann-
arrar.
Þá er það stjórnarskráin 1874.
Hún kom nokkuð óvænt og í
öðru formi en þjóðarforingjar
vorir höfðu hugsað sér. Mestum
óhug olli, að tilvitnunin í stöðu-
lögin frá 1871, sem ríkisþing
Dana hafði sett gegn mótmælum
Alþingis og íslendinga yfirleitt
var tekin upp í stjórnarskrána.
En er stjórnarskráin kom til
framkvæmda, sannfærðist þó
meginþorri landsmanna um, að
hér var betur farið en heima
setið, þrátt fyrir ýmsar ávant-
anir. Löggjafarvald, þótt tak-
markað væri, sem landið öðlað-
ist, og fjárveitingarvald ennþá
mikiisverðara, skapaði þjóðinni
aiveg ný stjórnmálaviðhorf.
Með þessari stjórnarskrá var
vísir að sérríki sett á stofn, þótt
vanmáttugt væri og bundið í
báða skó af yfirdrottnan Dana.
Næsta skrefið var innlenda
ráðherrastjórnin, er sett var á
laggirnar í ársbyrjun 1904, 30
árum eftir þjóðhátíðarstjórnar-
skrána. — Hún fæddist eftir
langa hríð og harða.
Upp úr 1880 var þegar farið að
hreyfa breytingum á stjórnar-
skránni, enda hafði í rauninni
verið gefið fyrirheit um það af
dönsku stjórninni, að stjórnar-
skráin frá 1874 skyldi endur-
skoðuð um það áratug frá setn-
ingu hennar. Sú stefna, sem
lengstum er haldið fram á þess-
um baráttuárum, var svonefnd
landsstjóra-hugmynd,sem Bene-
dikt Sveinsson var frumkvöðull
að. — Stj órnarskrárfrumvörp
um þetta efni voru samþykkt af
Alþingi fjórum eða fimm sinn-
um árin 1885—94, en ávallt
synjað staðfestingar af konungi.
— Þetta var ákaflega þreytandi
barátta.
Þegar til baka er litið, má
raunar þykja betur að Benedizk-
an varð ekki að lögum. — Það
var gert ráð fyrir landsstjóra
konungs eða jarli, sem hefði ráð-
gjafa, tvo til þrjá, sér við hlið,
en lítt eða ekki var greitt úr á-
greiningnum um sameiginlegu
málin. Það kom líka í ljós af um-
mælum ýmissa þingmanna síð-
ari árin, að þeir greiddu stjórn-
arskrárfrumv. (Benedizkunni)
atkvæði, þótt þeir væru óánægð-
ir með frumvarpið, í því skyni að
knýja íslandsráðherrann til að
koma að einhverju á móts við
Alþingi með nýtt frumvarp. —
Dráttur varð þó á því. Danska