Heima er bezt - 01.01.1954, Page 13
Heima er bezt
9
Nr. 1
inn framfaraöldu þeirri, er reis
kringum aldamótin, og jafn-
framt ríkur einstaklingshyggju-
maður. Hann virtist lítið hafa
hugsað um, hvaðan fé kom til
framkvæmda, eða hvernig arð-
inum af vaxandi veltufé yrði
jafnað. — Afskipti hans af járn-
brautarmálinu, sem var fálm-
kennd samgöngubótatilraun, og
ekki síður íslandsbankamálinu,
þar sem íslendingum var ætlað
að afsala sér seðlaútgáfuréttin-
um, bera þessu að nokkru vott,
en þar voru raunar fleiri sam-
sekir. Hannes Hafstein var í
sumum þessum efnum svip-
aðrar skoðunar og Valtýr. En
í hópi Heimastjórnarmanna
voru félagshyggjumenn, undir-
staða samvinnumannaflokks,
sem löngu síðan efldist með nýj-
um mönnum á sjálfstæðum
grundvelli.
Símamálið átti í dr. Valtý ein-
dreginn fylgismann. Hefur Val-
týr, í bréfi til Þorsteins Gísla-
sonar, sem birt er í Óðni 1926,
lýst aðgerðum sínum og stuðn-
ingi við það mál.
Þess undarlegra var það, er dr.
Valtýr reis öndverður gegn rit-
símasamningi Hannesar Haf-
steins, er einmitt uppfyllti það
skilyrði, sem Valtýr lagði áherzlu
á, lagning sæsímans til Seyðis-
fjarðar og landssíma norður um
land. Flokkshyggjan hafði þá
þegar náð ríkum tökum á stjórn-
málamönnum vorum.
Sambandsdeilan hefði að sjálf-
sögðu vakizt upp hvort sem ráð-
herrann lenti í bili í Kaup-
mannahöfn eða Reykjavík. Þar
hefði Valtýr staðið illa að vígi.
Skoðanir hans voru víst mjög i
anda þeirra danskra manna, er
að vísu vildu íslendingum á
margan hátt vel og voru fúsir að
styðj a að framf araviðleitni
þeirra, en höfðu engan eða lít-
inn skilning í ríkisréttarkenn-
ingum þeirra og fullveldiskröf-
um.
Ef Sambandsmálið hefði kom-
ið til kasta dr. Valtýs á þessum
árum, er öll ástæða til að ætla,
að hann hefði reynzt kröfulinari
en Hannes Hafstein ög fylgis-
menn hans í millilandanefnd-
inni 1907—’08.
Næsta stóra varðan á sjálf-
stjórnarvegi þjóðarinnar er
millilandafrumvarpið 1908.
Merkilegt má það heita, að
ekkert hefur verið skrifað af
fræðimönnum um störf milli-
landanefndarinnar ennþá. Ég
tel ekki flokkspólitískar ádeilu-
greinar.
Ýmsir virðast imynda sér,
hinir yngri manna, að frumvarp
millilandanefndarinnar hafi
Skúli Thoroddsen,
stefnt að innlimun í danska rík-
ið. Hér var þó greinilega losað
um tengslin, ísland talið frjálst
og fullvalda ríki í sambandi við
Danmörku og þau mál, sem sam-
eiginleg voru talin, utanríkismál
og hervarnir, voru óuppsegjan-
leg, meðan sáttmálinn var í
gildi, svo og sameiginlegur þegn-
réttur, sem þó var uppsegjan-
legur. — Skýrum orðum var tek-
ið fram, að enginn utanríkis-
samningur, sem ísland varðaði,
skyldi gildur fyrr en íslenzk
stjórnarvöld hefðu samþykkt
hann. Þessu virðist jafnan hafa
verið hlaupið frá í árásunum á
„uppkastið" (svo var frumvarp
miililandanefndarinnar nefnt í
kosningabaráttunni sumarið
1908), en því slegið föstu af
frumvarpsandstæðingum.að her-
mál og utanríkismál væru með
uppkastinu afheht Dönum um
aldur og ævi. — Þó var skýrum
orðum ákveðið, að sáttmálinn
væri uppsegjanlegur, og gæti
hvort ríkið um sig krafist end-
urskoðunar á honum að 25 ár-
um liðnum, en Danir vildu þó
undanskilja hermál og utanrík-
ismál frá uppsegjanlegu málun-
um.
Breytingartillögur Skúla Thor-
oddsen lutu að því, að öll mál
væru uppsegjanleg nema kon-
ungssambandið.
Hvernig sem á mál þetta er
litið, þá er það víst, að „uppkast-
ið“ markaði tímamót í stjórn-
málasögu landsins. Danir höfðu
með tilboði sínu fallið frá gildi
stöðulaganna og viðurkennt rík-
isréttindi íslands. En nefndar-
mennirnir dönsku höfðu tekið
fyrir hreint konungssamband,
látið í ljós, að þeir kysu þá held-
ur hreinan skilnað.
Skúli kom með breytingartil-
lögur sínar eftir að fullreynt var
um þessi atriði í nefndinni, og
hinir íslenzku nefndarmennirnir
létu það óspart uppi, að hann
hefði áður gengið inn á grund-
völl „uppkastsins" á nefndar-
fundi. Þau deilumál verða ekki
rakin hér. En vel má ímynda sér,
eftir það, sem á undan var geng-
ið, að Skúli hafi þá ekki hugs-
að sér, að breytingartillögur sín-
ar myndu sigra við væntanleg-
ar alþingiskosningar, heldur
gerðar í því skyni fyrst og
fremst, að halda opinni leið og
skapa andstöðuflokk, sem berð-
ist fyrir breytingum á hinni
nýju ríkjaskipun, máske sem
hreinn skilnaðarflokkur, og væri
sífelt á verði gegn ásælni sam-
bandsríkisins. Það var líka rétt-
mætt sjónarmið, og jafnvel
nauðsynlegt að koma fótum
undir slíkan flokk, því að búast
mátti við, að þeir stjórnmála-
menn, sem töldu sig hafa unnið
mikinn sigur með millilanda-
frumvarpinu, myndu síður færir
um að standa nógu fast í ístað-
inu gagnvart Dönum að þessu
leyti. En hafi Skúli hugsað á
þessa leið, þá þurfti hann ekki
að gera ráð fyrir slíkum atburð-
um.
Meirihluti millilandanefndar-
innar virðist hafa verið örugg-
ur um, að sinn málstaður myndi
sigra, er þeir félagar lögðu af
stað frá Kaupmannahöfn með
frumvarp sitt upp á vasann.
En Hannes Hafstein og þing-