Heima er bezt - 01.01.1954, Side 16

Heima er bezt - 01.01.1954, Side 16
12 Heima er bezt Nr. 1 Úr heimsskoðun miðalda vængjablak er lofgerð um vorið og sólina. Sá, sem kemst ungur í samfélag við saklausu dúfurn- ar, hlýtur að verða gæfusamur í lífinu, góður og göfugur. Þannig hugsar einmana út- lendingur, sem dvaldist um stund og batt skóþveng sinn á Catalina. Hann gengur um breiðgötur, undir trjákrónum. Það er svalt í skugganum, þó að sólin sé heit á strönd Miðjarðar- hafsins. Hann stefnir niður að höfninni. Þar er minnisvarði Colóns. Risahá súla rís upp í bláan himininn. Ofan á turni hennar stendur maðurinn, sem fann landið týnda í vesturvegi. Skip- ið hans liggur við hafnargarð- inn. Það er með rá og reiða. Gamli sæfarinn skimar út yfir hafflötinn. Og hann lítur niður á dagleg- an eril fólksins í stórborginni. Hann hefur horft með kulda- legu kæruleysi á bræðravíg. F r æ g u r landvinningamaður, sem haslaði sér völl í mannkyns- sögunni, hvorki bliknar eða blánar, né telur það til nokk- urra tíðinda, þó að bóli á blóð- ugu ofbeldi. En hann fylgist af ódulinni forvitni með ferðamanninum, sem nú þrammar þarna niðri á götunni. Hvaða ósköp! Þetta er frændi Leifs heppna, þess er fann Vínland hið góða. Ekki er kauði kempulegur! Það vottar fyrir ilikvittnislegu glotti á á- sjónu Colóns. Ung stúlka gengur á móti út- lendingnum. Hún er dökkhærð. Augabrúnir dökkar. Augun dökk og heit. Litarafið dásamlegt Barmurinn með æsandi boglínu. Germaninn hrífst af þessum suðræna yndisþokka. Colón veit allt, sem gerist í Barcelona. Hann veit, að lítil stúlka gekk oft um Cataluúa- torgið, með afa og ömmu. Þar gaf hún dúfum korn úr litlum hnefa. Og hún skríkti af ánægju í dúfnahópnum. Gömlu hjónin brostu og tóku þátt í hamingju barnsins. En nú leggur hún hönd á arm íslendingsins. Það minnir á saklausa dúfu, sem biður um brauð á Cataluúa. Ferðamaðurinn norðan úr höf- um skilur ekki mál hennar. En augu hans sjá, að hún er ekki Skoðanirnar um undirheima eru mismunandi hjá þjóðunum. Myrkrahöfðinginn og aðseturs- staður hans, Helvíti, er ekki eins allsstaðar. Það skiptir miklu máli, hvort þeir, sem um þetta rituðu, áttu heima undir nor- rænum himni eða brennandi sólskini Suðurlanda. Suður- landabúar voru hjátrúarfullir, en hjátrúin leiddi sjaldan til slíkra atburða, sem galdra- brenna. Þær voru algengastar í svalara loftslagi. Sama máli gegnir um trúna á myrkrahöfð- ingjann. Virðast norrænir menn hafa trúað meira á hann en Suðurlandabúar. En án Kölska og ára hans var ekki unnt að hugsa sér Helvíti. Hann var konungur í ríki sínu, alveg eins og hinir jarðnesku konungar. En ástæðan til þess að helvít- istrúin hefur dofnað og víða al- veg horfið, er fyrst og fremst vísindunum að þakka. Nýguð- fræðingarnir gerðu einnig sitt til, til þess að hreinsa kristin- dóminn af þessum hugmyndum. En þjóðtrúnni hefur jafnan þótt mikið koma til refsinganna í kvalastaðnum. Prestarnir hafa án efa oft verið áhyggjufullir vegna þess. í samband við trúna á Helvíti hefur þjóðtrúin sett margt annað, sem ekkert á skylt við kristna kenningu. Meira að segja á dögum hinna fyrstu safnaða var margt í þjóðtrúnni, sem kristnir menn töldu hreina hjátrú og vantrú. hamingjusöm. Rúnaristur óham- ingjunnar eru alþjóðamál. Það eru skuggar í fagra andlitinu, ógæfa í dökku augunum. Hún er þróttmikil og létt í spori, gengur hnarreist við hlið hans. Klæðnaður hennar er fá- tæklegur, en hreinn og snyrti- legur. Orðin streyma af vörum hennar. Og þar fylgir hugur máli. í lófa henanr liggur fagur hringur. Hann er stór og þung- ur, fornlegur, alsettur litfögrum steinum. Hún vill selja honum dýrgripinn. Þau nálgast skipakvíaranr. Vopnaðir varðmenn eru þar í fyrstu ritum Gamla Testa- mentisins er lítið um tortíming- arstaðinn. Það er eiginlega ekki fyrr en nokkrum öldum fyrir fæðingu Krists, að menn taka að útmála dómsdag og eilífan dauða. Þessa verður og vart í guðspjöllunum, nema Jóhann- esarguðspjalli, sem talar lítið um þessa hluti. En Origenes kirkju- faðir, sem uppi var á þriðju öld- inni tekur afstöðu gegn helvítis- kvölum og refsingu í eldi. Og enn liðu tvær aldir, áður en kirkjan gerði helvítistrúna að trúaratriði. Og þó var helvítis- kenningin ekki eins áberandi á miðöldum og vænta mátti. Kirkjan lagði mikla áherzlu á hreinsunareldinn, og það, að ef menn kæmu sér vel við kirkj- una, gætu þeir sloppið við að lenda í kvalastaðnum. Þetta gerbreyttist á siðskipta- tímanum. Mótmælendur lögðu ríka áherzlu á ábyrgð hvers ein- staklings fyrir sálarheill sinni. Þar gat kirkjan ekkert miðlað. Árangurinn varð sá, að djöfla- trúin komst í algleyming. Sjálf- ur Lúther var ekki laus við hana. Hann var í samræmi við skoðan- ir alþýðunnar. Hann trúði meira að segja á, að hann hefði flog- izt á við ára andskotans. Einnig trúði hann á töfra og galdra- nornir. Kaþólska kirkjan hafði rannsóknarréttinn í þjónustu sinni, en mótmælendur komu á stað galdrabrennum. Hvort- tveggja þetta er einhver svart- vakkandi. Maðurinn á súlunni kímir hæðnislega: Þessir íslend- ingar! Einu sinni týndu þeir heilli heimsálfu. Það kemur hik á stúlkuna, fagureygu, með suðræna hitann í blóðinu. Hún nemur staðar, döpur í bragði og verður þegj- andaleg. íslendingurinn á litinn gjald- eyri. Hann getur ekki keypt spanska bauginn, sem sennilega er gamall ættargripur. Því mið- ur, yndislega senorita! Hann laumar hundrað peset- um í lófa hennar. „Thank you, senjor!“ hvíslar dóttir Spánar.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.