Heima er bezt - 01.01.1954, Síða 19

Heima er bezt - 01.01.1954, Síða 19
Nr. 1 Heima er bezt 15 var þar, heyjuðust um þúsund hestar. Var það í þá daga talið mjög mikið.Þurfti að ætla ferða- mannahestum mikið hey, einnig pósthestfunum, en pósturinn gisti alltaf í Fornahvammi, bæði á suður- og norðurleið. Gekk hann frá Reykjavík að Stað í Hrúta- firði. Var hann jafnan með marga hesta, einkum þó á vetr- um. VI. Á ein er Hvassá nefnist, rennur við túnið í Fornahvammi. Þetta mun hafa verið um viku eftir krossmessuna. Ég hafði skroppið norður til foreldra minna aðal- lega þeirra erinda, að fá hest hjá föður mínum í ferð, er ég ætlaði að takast á hendur ofan í Norð- urárdal, því að þar átti unnusta mín heima. Ég kom í Forna- hvamm að norðan að kvöldi og var þá Hvassá mjög illfær. Morguninn eftir, er ég ætlaði að leggja af stað, sáust tveir menn koma ríðandi að neðan upp með ánni. Vildi ég gjarnan sjá hvernig þeim reiddi af yfir ána. Hafði hún minnkað mikið um nóttina. Gekk ég út að ánni og teymdi hest minn. Heimilisfólkið fylgdi mér niður að ánni. Hún var kolmórauð af leysingarvatni. Er hún mjög óhrein í botni og stórgrýtt og straumhörð. Nú sá ég, að ferðamennirnir handan við ána voru karlmaður og kven- maður. Þekktum við þau ekki. Strax, er þau komu að ánni, reið stúlkan út í á undan föru- naut sínum. Hún reið stórum og fallegum hesti, en maðurinn var á fremur lítilfjörlegum reið- skjóta, að því er okkur virtist, og getur varla hafa treyst hon- um. Þegar stúlkan kom út í ána miðja, hrasaði hesturinn og hún féll af baki í vatnið. Áin var þarna á miðjar síð- ur. Stúlkan kom standandi nið- ur en straumurinn skellti henni strax um koll. Hún hélt með vinstri hendi um tauminn á hest inum þegar hún féll úr söðlin- um. Straumurinn hreif hana með sér en hesturinn óð til baka til sama lands, en hún hélt enn í tauminn og dróst því með hestinum. Hesturinn fór beina leið til mannsins, sem var í ánni skammt frá bakk- anum hinumegin. Þegar mað- urinn nær til stúlkunnar, gríp- ur hann í hendi hennar og hún tekur á móti. Áin var þarna í kvið. Um stund leit helzt út fyrir að allt myndi fara í ána, því að maðurinn gat ekki neytt sín til að bjarga stúlkunni þar sem hún hélt um aðra hönd hans, en með hinni hélt hann við hest sinn. Þegar stúlkan náði í hönd félaga síns, sleppti hún takinu á taumnum. Þannig mun hún hafa hangið í um það bil tíu mínútur. Beljaði ískaldur straumurinn um hana og hún hafði ekki orku til að halda sér lengur og féll því í ána. Hún rak upp sárt angist- aróp, og fólkið sem stóð hinu megin ásamt mér, var utan við sig af skelfingu. Ég hugsaði mér að gera tilraun til að bjarga stúlkunni, ef nokkur tök væru á að koma björgunartilraunum við. Straumurinn bar hana út í miðja ána. Ég setti hest minn út í ána tuttugu til þrjátíu metr- um neðar. Lengra niður eftir var ekki unnt að fara, því að þar var hylur í ánni. Tvær hestlengdir fyrir ofan hylinn beið ég þess, að hún ræki þangað sem ég stóð. Áin var þarna í bóghnútu. Vegna þess hve vatnið var gruggugt, sá ég illa hvað stúlkunni leið. Þegar hana hafði rekið vel hálfa leið til mín, lenti hún á stórum steini er þar stóð upp úr ánni. Festist pils hennar við steininn. Ég sá, að öll björgunarvon var úti, ef hún yrði þar föst. En straumur^- inn sneri henni við, og losnaði hún þá við steininn. Var hún í mjög víðum reiðfötum, eins og tízka var í þá daga. Á reiðtreyj- unni voru stórir pokar á öxlun- um. Sá ég þá upp úr vatninu. Ég óttaðist mest, að hesturinn minn myndi verða hræddur, þegar hana ræki að okkur. Ég stillti svo til að hún kæmi fram- an við bóginn á hestinum, og svo varð: Náði ég þá í öxlina á henni og kippti henni lítið eitt upp. Ég beygði mig niður og gat lyft henni upp undir kverkina á hestinum, því að ég þorði ekki að snúa honum undan straumn- um með stúlkuna. Þá er ég hafði komið henni í hlé við hestinn, kippti ég henni upp úr vatninu, svo að höfuð hennar varð frjálst. Síðan sneri ég hestinum upp í strauminn og hélt stúlkunni upp að hliðinni á honum. Gerðist þetta allt á skemmri tíma en það tekur að segja frá því. Hélt ég svo til lands. En þegar ég sá að stúlkan náði niðri, renndi ég mér af hestinum og í ána. Tók vatnið mér í mitti. Ég óð til lands með stúlkuna í fanginu. Varð ég að neyta allra krafta, því að stúlkan var þung og áin ströng. Þegar ég kom á þurrt land, lagði ég stúlkuna niður á grúfu. Komu þá fleiri að. Stúlkan var búin að drekka mikið vatn, en þó var hún með rænu. Tókst okkur að láta renna mikið vatn upp úr henni. Smám saman færðist líf í hana. Lyftum við henni þá á hestbak. Var hún studd á hestin- um og teymt undir henni heim. Ég fór mína leið, sem ákveðið hafði verið, en lét fólkið fara heim með stúlkuna. Ekki hafði ég þá hugmynd um, hver þessi stúlka var. En seinna frétti ég, að hún hét Kristín Guðmunds- dóttir. Faðir hennar bjó á Þor- kelshóli í Vesturhópi í Húna- vatnssýslu. Var það efnað heim- ili. Seinna varð Kristín kona Bjarna Bjarnhéðissonar, en hann var bróðir Bríetar, móður Héðins Valdimarssonar. Þegar þetta gerðist var Bjarni verzlun- armaður á Hvammstanga. Björgun þessi þótti mikið af- rek af unglingi, en hvergi mun þess hafa verið getið opinber- lega. Vert er að geta þess, að mér var sagt, að hún hefði aldrei viljað minnast á slys þetta, og ég hef aldrei séð hana síðan. í kirkjunni Rétt áður en guðsþjónustan átti að byrja í kirkjunni í smá- bæ einum á Þýzkalandi, sunnu- dag einn að vorinu, komu hjóna- leysi ein til prestsins og báðu hann um að gefa þau saman. „Þið hefðuð átt að koma dá- lítið fyrr til mín“, sagði prest- urinn, „en bíðið samt þangað til messunni er lokið, þá skal ég sjá hvað ég get gert“. Eftir prédikun sagði prestur- inn yfir söfnuðinn: „Þá, sem ætla að ganga í hjónaband, bið ég um að koma hingað“. Einn karlmaður og fjórtán ungar stúlkur gengu fram fyrir prestinn.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.