Heima er bezt - 01.01.1954, Side 20

Heima er bezt - 01.01.1954, Side 20
16 Heima er bezt Nr. 1 Heima er bezt 17 „— Aldar á morgni vöknum til að vinna, vöknum og týgjumst, nóg er til að sinna. Hátt ber að stefna, von við traust að tvinna, takmark og heit og efndir saman þrinna. Sé ég í anda knör og vagna knúða krafti, sem vannst úr fossa þinna skrúða, stritandi vélar, starfsmenn glaða og grúða, stjórúfrjálsa þjóð, með verzlun eigin búða. Starfið er margt, en eitt er brœðra bandið, boðorðið, hvar sem þér í fylking standið, hvernig sem striðið þá og þá er blandið, það er: Að elska, byggja og treysta á landið.“ Hannes Hafstein Erindi þessi eru tekin úr alda- mótakvæði Hannesar Hafstein. Þau mega án efa teljast sam- nefnari þeirra skoðana og vona, sem flestir yngri framfarasinn- aðir menn létu í ljós kringum aldamótin síðustu. Sterk fram- faraalda fór þá yfir landið og trúin á land og þjóð birtist á ýmsan hátt. Menn voru orðnir þreyttir á hinu langvinna stjórn- málaþrefi við Dani, sem lítinn árangur hafði borið síðustu ára- tugina, eða frá því er Jón Sig- urðsson leið. Að vísu var deilt harkalega á þingi og í blöðum um stjórnfrelsismálið, en menn tóku nú líka að beina áhuga sínum í aðrar áttir. Nokkuð er vikið að stjórnmáladeilum þeirra tíma í grein Kristjáns Jónsson- ar frá Garðsstöðum hér í heft- inu, og verður því ekki farið út í þá hlið málsins í þessum línum. Áhuginn fyrir ræktun landsins jókst hröðum skrefum, og sam- göngumálin urðu umræðuefni blaða og tímarita. Fimm árum fyrir aldamótin stofnaði dr. Val- týr Guðmundsson tímaritið Eimreiðina í Kaupmannahöfn. Voru margar greinar í henni helgaðar járnbrautarmálinu, en þá hafði hann, ásamt fleirum, mikinn áhuga á að leggja járn- brautir hér á landi. Töldu marg- ir málsmetandi menn, að eigi væri nóg að munnhöggvast við Dani í það óendanlega um rétt- arstöðu landsins, heldur yrðu menn að beina áhuganum að því, að efla framfarir innanlands eftir mætti, og sýna Dönum með því að íslendingar væru færir um að ráða málum sínum sjálfir. Danska stjórnin hafði í hendi sinni að hefta framfaraviðleitni landsmanna, með því að íslend- ingar urðu að sækja flest til hennar. Var það því fyrsta kraf- an, að fá stjórn hinna innlendu mála inn í landið sjálft. Danir höfðu löngum haft lítinn skiln- ing á málefnum íslendinga og enn minni þekkingu, en eigi að síður stóðu þeir fast gegn kröfum íslendinga um aukið sjálfsforræði. Fór þeim þar líkt og flestum stærri þjóð- um, sem ráða yfir öðrum, og má sjá þess mörg dæmi enn í dag, þrátt fyrir allt gum um lýðræði úr ólíkleg- ustu áttum. — Rétt eftir aldamótin varð stjórnarbreyting í Dan- mörku. Við völd höfðu set- ið hægrimannastjórnir í áratugi, en nú varð breyt- ing á. Vinstri flokkurinn, sem nú tók við stjórnar- taumunum, var frjálslynd- ari, enda voru ýmsir helztu forystumenn hans fylgis- menn Georgs Brandesar í menningarmálum, en bar- átta hans fyrir frjálslyndi og víðsýni hafði borið ríkan ávöxt í Danmörku. Þessi stjórnarskipti mörkuðu tímamót í sjálfstæðisbar- áttu íslenzku þjóðarinnar. Nú voru forystumenn Dana fúsir til viðræðna við full- trúa íslendinga, og í Kon- ungsboðskapnum í ársbyrj- Fyrsta íslenzka stjórnin og Hannes Hafstein 1904-1954 un 1902, var gefið til kynna, að lagt mundi verða fyrir Alþingi frumvarp um flutning stjórnar allra íslenzkra sérmála heim til landsins, og íslenzkan ráðherra, sem búsetu ætti í Reykjavík. Fór svo, að þetta frumvarp dönsku stjórnarinnar var lagt fyrir Al- þingi að afstöðnum kosningum um það, og stjórnarskipunin nýja var samþykkt. Eftir aðrar kosningar var svo nýja stjórnar- skráin samþykkt og hlaut sam- þykki konungs. Gekk hun í gildi 1. febrúar 1904. Eru því rétt fimmtíu ár síðan, að fyrsta innlenda stjórnin settist að völdum í höfuðstaðnum. Ráð- herra varð Hannes Hafstein, sem fram að því hafði gegnt sýslu- mannsembætti í Isafjarðarsýslu. Hið nýja stjórnarráð íslands fékk aðsetur í Landshöfðingja- húsinu á Arnarhóli, gamalli byggingu, . sem upprunalega hafði verið byggð sem fangahús, eins og kunnugt er. Hinn nýi ráðherra var liðlega fertugur að aldri, þegar hann tók að sér að fara með æðstu völd landsins. Hann var fyrir löngu þjóðkunnur sem skáld. Var hann í hópi hinna efnilegu „Verðandi“-manna, sem urðu boðberar realismans á íslandi í skáldskap sínum. í þeim hópi voru þeir Gestur Pálsson, Einar Hjörleifsson (Kvaran) og Bertel E. Ó. Þorleifsson. Hafði þessi nýja skáldskaparstefna valdið %> .. .. . j *t ■ ' * . v\ , ^ ■ Lœjkjartorg 1874 (þjrðhátiðardagana). StjórnarráÖshúðið til vinstri. talsverðum deilum í blöðum og á mann- fundum á sínum tíma. Hannes var kornungur, þegar hann hlaut við- urkenningu sem eitt helzta ljóðskáld þjóð- arinnar. Ekki lá mikið eftir hann, en kvæði hans voru þrungin af bjartsýni og karl- mennskuþrótti og trú á landið og þjóðina, einmitt á þeim tíma, þegar harðæri þjakaði og margir tóku þann kost að flýja land til Vesturheims. Hannes Hafstein var fæddur á Möðruvöllum í Hörgárdal 4. des. 1861. Foreldrar hans voru Pétur Havstein amt- maður og Kristjana Gunnarsdóttir frá Laufási, systir Tryggva Gunnarssoanr. Hannes lauk háskólanámi í lögum við Khafnarhá- skóla árið 1886 og var eftir það settur sýslu- maður í Dalasýslu. Varð hann síðan málaflutningsmaður i Reykjavík og landritari í nokk- ur ár, unz hann varð sýslu- maður í ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á ísafirði árið 1895. Ráðherra var hann frá 1904 til 1909 og aftur 1912 —1914, er hann fékk lausn vegna heilsubrests. Kvænt- ur var hann Ragnheiði Thordersen, en missti hana 1913. Hannes átti við mikla vanheilsu að striða síðustu ár ævinnar og andaðist í Reykjavík árið 1922. Kvæði hans komu út í þremur út- gáfum. Auk þess annaðist hann útgáfu á ljóðum Jón- asar Hallgrímssonar og Bólu-Hjálmars, og ritaði ævisögur þeirra. Útgáfa hans á Hjálmarskvæðum og ritgerðin um skáldið varð til þess, að Hjálmari hlotnað- ist sá sess meðal merkustu íslenzkra skálda, sem hon- um bar. Það er að mörgu leyti táknrænt, að einn af bjart- sýnustu hugsjónamönnum • aldamótakynslóðarinnar • skyldi verða fyrsti forstöðu- Iíannes Hafstein, ráðherra. maður hinnar innlendu stjórn- ar. Það kom í hans hlut að vinna að því úr valdasessi, að undirbúa það, að draumsýnir hans úr aldamótakvæðinu skyldu rætast. Að vísu átti það langt í land, og Hannes lifði það ekki, en hinar öru framfarir á fyrsta áratug aldarinnar sýndu, hvað hægt var að komast. Hannes Hafstein hafði ekki tekið mikinn þátt í stjórnmál- um áður en hann varð ráðherra. Þorsteinn Gíslason skáld og rit- stjóri hefur ritað minningar frá þessum árum, og verða hér tekn- ar upp nokkrar setningar úr þeim, þar eð þar er brugðið skýru ljósi yfir viðhorfin hér á landi um þetta leyti, en Þorsteinn var allra manna hlutlausastur og sanngjarnastur, þegar um var að ræða að leggja dóm á stjórn- málabaráttuna. Hann segir svo: „Hitt er það, að hann (c. Hannes) hafði lengi verið mjög dáður sem ljóðskáld' og fyrir gáfur og glæsimennsku .... Hann reyndist hinn mesti starfs- maður og áhugasamur um breyt- ingar og framfarir á öllum svið- um. í fyrstu hafði hann allan hugann á verklegum framförum og varð framkvæmd símamáls-

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.