Heima er bezt - 01.01.1954, Síða 24

Heima er bezt - 01.01.1954, Síða 24
20 Heima jsk bezt Nr. 1 jafnlangt (52 vikur, 1 dagur), yröu sunnudagsbókstafirnir hin- ir sömu 7. hvert ár. En nú er þessu ekki þann veg háttað. 4. hvert ár er hlaupár, er þá árið 366 dagar (52 v. 2 d.). Hlaupár- ið fær því 2 sunnudagsbókstafi. Sá fyrri gildir til hlaupársdags- ins, sem jafnan er látinn vera 29. febrúar, en síðari látinn gilda þaðan til ársloka. Einföld aðferð er að finna sunnudagsbókstafi á árunum 1900—2000. Fyrst skyldi athuga vel, hvernig tölum og bókstöf- um er raðað niður í sirkil þann, sem hér er sýndur. £ Bókstöfunum er raðað öfugt við tölustafina. Þegar liðin eru 28 ár — ein sólaröld, eða sem líka er kallað sunnudagsbók- stafstímabilið, byrjar ný umferð. Sunnudagsbókstafur fyrir árið 1953 er fundinn þannig: Frá ár- talinu er dregið 1801, eftir verða 152. í þá tölu er deilt með 4. Út- komunni 38 er bætt við 152, sem þá verður 190. í þá tölu er síðan deilt með 7. Afgangurinn er 1. Undan tölunni 1 í sirklinum stendur D og er það sunnudags- bókstafurinn 1953. Hver var sunnudagsbókstafur 1944? En þá var hlaupár, sem ætíð er 4. hvert ár. Frá ártalinu er dregið 1801. Afgangurinn er 143. 4. hluti hans er 35, sem bæt- ist við 143 og verður þá 178. í þá tölu er deilt 7. Afgangurinn verður 3. Undan 3 stendur B í sirklinum. Af því að árið 1944 er hlaupár, verða tveir sunnudags- bókstafir fyrir það ár. Næsti bók- stafur við B er A. Verður þá sunnudagsbókstafurinn árið 1944 BA. Árið 1956 verður hlaupár. Þar verður afgangur 4. Undan þeim í sirklinum stendur A og næsti bókstafur G. Verður þá sunnudagsbókstafur 1956 AG. Hefur nú verið sýnd aðferð við að finna sunnudagsbókstafi á hlaupárum, sem eru 7 í hverri sólaröld. Er það mjög einföld að- ferð. 5. SumarauJci. í fornum norrænum sið 'var árið talið 364 dagar, eða réttar 52 vikur. Einn dag vantaði þá upp á heilt ár og að auki 2 daga 4. hvert ár, er hlaupár skyldi vera. 24. hvert ár vantaði þann- ig heilan mánuð upp á árið, ef ekki er lagfært. Og eftir heila öld vantaði rúmlega 4 mánuði upp á árið. Hvaða aðferð Norð- urlandabúar höfðu til að lag- færa ártalið, áður en Þorsteinn Surtur kom til sögunnar, verð- ur ekki vitað. Tímatal forfeðra vorra mun hafa byggst á því, sem tíðkaðist hjá ýmsum þjóðflokkum í Asíu, og borist frá þeim vestur á bóg- inn með Ásum. Hvað skekkja ársins var orðin mikil, á dögum Þorsteins Surts, má gera sé nokk- urnveginn hugmynd um. Hann ákvað, að 7. hvert ár skyldi bæta við ártalið, í lok sumarmissiris- ins, 1 viku, er nefndist sumar- auki, þó svo, að viðbótin skyldi verða 6. hvert ár, ef svo stæði á, að 2 hlaupár yrðu á þessum ár- um. Við þetta vannst nálega upp aftur það, sem vantaði upp á heilt ár. Bendir þetta á, að menn hafi þekkt rómversk-kristna tímatalið. Þessa fornu skiptingu sannar eldgamalt tímatal, er segir þannig frá: „Sumarið byrjaði Þórsdaginn fyrsta mánuðinn. Annan mánuð á laugardag, hinn þriðja á mánu- dag.“ Því næst koma 4 nætur, sem benda á að sumarið er lengra en veturinn. Fjórði mánuðurinn byrjar á sunnudegi. Tvímánuður byrjar á Týsdag. Sjötti mánuð- ur á Þórsdag. (Þetta er fyrra missirið). Veturinn og gormán- uður byrja á laugardegi, ýlir á mánudag, mörsugur á Óðinsdag, Þorri á föstudag, Góa á sunnu- dag, einmánuður á Týsdag. 6. Hlaupár. Árið er 365 dagar 5 klt. 48 mín. 48 sek. Það, sem er umfram 365 daga, er ekki alveg nóg í heil- an dag fjórða hvert ár, því að 4 sinnum 5 klt. 48 mín. 48 sek. gera aðeins 23 klt. 15 mín. og 12 sek. Vanta þá 11 mín. 12 sek. til að fylla sólarhringinn, en er samt gert að heilum degi — hlaupársdegi, og bætt við ártal- ið 4. hvert ár, síðasta febrúar, sem þá verður 29 dagar. Hlaup- ár er, þegar 4 ganga upp í ártal- ið. Síðast var það 1952 og verð- ur næst 1956. Undantekning frá þessu eru sum aldarárin. Árið 1900 var ekki hlaupár, sem þó hefði átt að vera samkvæmt reglunni (var því ekkert hlaupár frá 1896—1904). Þegar 44 mín. og 48 sek., sem bætt er við árið, til að fylla hlaupársdaginn, er kominn heill dagur (24 klt.), er hlaupár látið falla niður, (eða réttara sagt skilað aftur), ber það upp á sum aldarárin. Ald- arárið 2000 verður hlaupár og næsta aldarárið 2400, en ekki hin aldarárin þar á milli. 7. Gamli stíll og nýi still. í almennu ári eru taldir 365 dagar og 4. hvert ár 366 dagar; er þá miðað við að árið sé 365 dagar og 6 klt. Þetta var Júlí- anska tímatalið, þ. e. „gamli stíll“ svokallaði og kenndur við Júlíus Cæsar, sem í samráði við egipzka spekinginn Sosigenes kom þessum tímareikningi á, 45 árum fyrir Krist. En í raun og veru er árið 365 dagar 5 klt. 48 mín. 48 sek. eins og áður er sagt. Júlíanska árið verður því 11 mín. og 12 sek. of langt. Á 128 árum er mijsmunurinn orðinn heill dagur. Árin 1582—1700 var tíma- talið orðið 10 daga á eftir. Gre- goríus páfi 13. lét því endurbæta tímatalið með því að fella úr ár- inu 10 daga í októbermánuði. Eftir 4. október skyldu menn rita 15. okt. og hlaupa þannig yfir 10 daga. Til þess að komast hjá slíkri villu framvegis ákvað hann, að á hverjum 100 árum skyldi fella úr einn hlaupársdag, að undanskildu 4. skipti, þannig að 4. hvert „secular-ár“ (þ. e. síðasta árið í annarri hvorri öld) skyldi vera hlaupár. Þessi um- bót á tímatalinu er kennd við höfund hennar, Gregoríus páfa 13. Henni var þegar komið á i öllum rómversk-kaþólskum ríkj- um í Evrópu. f Danmörku, ís- landi og Noregi komst hún ekki

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.