Heima er bezt - 01.01.1954, Side 25

Heima er bezt - 01.01.1954, Side 25
Nr. 1 Heima er bezt 21 á fyrr en árið 1700 og var þá kölluð „Nýi stíU“. 8. Páskar. Páskar eru ein af hinum svo- nefndu hreyfanlegu hátíðum ársins. Það er að skilja, að þeir bera ekki alltaf upp á sama dag ár eftir ár. Páskar verða ætíð á 35 daga tímabili, eða frá 21. marz, vorjafndægri, til 25. apríl, næsta sunnudag eftir tunglfyll- ingu innan þessa tímabils. Komi fyrir að tunglið verði fullt t. d. á laugardag 21. marz, er páska- dagur að morgni næsta dags. Einfaldast er fyrir þá, sem vilja vita nær páskar verða á hverju ári, að fara eftir töflum, sem fróðir menn hafa reiknað út, og sem segja til, hvenær páskar eru í marga áratugi. Sá, sem vill finna út, á hvaða mánaðardegi páskar eru eitt- hvert ár, verður meðal annars að vita, hvað gyllinitalið er það ár, sem um er að ræða. Eftirfarandi tafla sýnir tungl- fyllingu eftir gyllinitali frá 1900 —2199. J2 '«3 •+-> +» ot 1 - "5 t s rO u C — lo bo o b. 3 Q o £ 3 Q 1 14. apríl f 10 5. apríl d 2 3. apríl b 11 25. marz g 3 23. marz e 12 13. apríl e 4 11. apríl c 13 2. apríl a 5 31. marz f 14 22. marz d 6 18. apríl c 15 10. apríl b 7 8. apríl g 16 30. marz e 8 28. marz c 17 17. apríl b 9 16. apríl a 18 7. apríl f 19 27. marz b Árið 1953 er gyllinitalið 16. Undan 16 í töflunni stendur 30. marz. Þá er fullt tungl. Næsta sunnudag á eftir eru páskar. Ár- ið 1946 var gyllinitalið 9 og tunglfylling, samkvæmt töfl- unni, 16. apríl. Páskar urðu þá næsta sunnudag eftir (21. ap- ■ríl). 9. Mánaðaheiti og daganöfn. Mánaðarheitin fornu voru sem hér segir: Þorri byrjar föstudag- inn 23. jan. á þessu ári (1953), Góa, sunnud. 22. febrúar, Ein- mánuður þriðjudaginn 24. marz, Harpa, fimmtudaginn 23. apríl, Skerpla, laugardaginn 23. maí, Sólmánuður, mánudaginn 22. júní, Heyannir (miðsumar), sunnudaginn 26. júli, Tvímánuð- ur, þriðjudaginn 25. ágúst, Haustmánuður (Garðlagsmán- uður), fimmtudaginn 24. sept- ember, Gormánuður, laugardag- inn 24. október, Ýlir, (Frermán- uður), mánudaginn 23. nóvem- ber, Mörsugur (Hrútmánuður), miðvikudaginn 23. desember. Mánuðirnir byrja ætíð árlega á sama vikudegi. Merking þessara mánaðar- nafna eru flestum auðskilin. Þó ber ekki öllum saman um af hverju nafnið Ýlir eða Jýlir er dregið. Sumir telja það dregið af jól, en aðrir af gotneska heit- inu á nóvembermánuði, sem var Jiuleis. Nafnið Gormánuður verður ekki misskilið. Það er slátursmánuður eða blóðmán- uður. Mörsugur er skammdegis- mánuður og mun merkja, að þá eru farin að grennast hold á skepnum og mörinn að rýrna. Harpa var líka nefnd gaukmán- uður og merkir sennilega, að þá fara farfuglarnir að koma til landsins og heilsa þá landinu með söng og kvaki. Skerpla mun vera mánaðarheiti, sem erfiðast er að geta sér til um rétta merk- ingu. Sumir halda að nafnið sé dregið af að skorpna, eða þerra, mun það hæpið. Mætti gizka á, að það væri dregið af skerpa, hvetja, herða á, t. d. grasvext- inum, gróðrinum. Því að Skerpla er vormánuður. Þorri og Góa munu vera sömu mannanöfn og getið er um í Fundinn Noregur í Fornaldarsögum Norðurlanda. Forn-íslenzku daganöfnin eru að nokkru leyti önnur en þau, sem tíðkuðust um og eftir Land- námsöld, bæði hér á landi og á Norðurlöndum. Daganöfnin bár- ust hingað til lands með land- námsmönnum. Þá var skiptingu vikunnar komið í fast horf. í fornum norskum lögum var tal- að um tvennskonar viku, 5 daga viku er nefndist Fimt og 7 daga viku, er var nefnd Sjöund. Gildir hún enn í dag. Rómverjar gáfu vikudögunum nöfn eftir j arðstjörnunum 7, er þá voru þekktar ásamt sól og mána. Fyrsti dagur vikunnar var helgaður sólunni og nefndur sunnudagur. Hér á landi var hann líka nefndur sólardagur, eða drottinsdagur. Annar viku- dagurinn var kallaður mánadag- ur, nú mánudagur. Þriðji marz- dagur, týrsdagur. Fjórði merk- úríusdagur, sami og Óðinsdagur. Fimmti júpitersdagur, sem varð Þórsdagur, Sjötti Venusdagur, sami og Freyjudagur. Sjöundi Satúrnusdagur, þvottadagur. Eins og kunnugt er, lét Jón biskup Ögmundsson á Hólum breyta fornu dagaheitunum eins og þau eru nú. Þótti honum fornu goðanöfnin minna of mik- ið á heiðinn sið. En aðrar þjóðir á Norðurlöndum halda enn í dag gömlu goðaheitunum á dögunum og hefur ekki komið að sök. í heiðnum sið hér á landi var árið talið 360 dagar, þ. e. 12 mánuðir þrítugnættir. Um mið- sumarsleytið var 4 dögum bætt við ártalið, er nefndir voru auka- nætur. Eru þær enn, sem sjá má í almanakinu. Ekki var þó árinu gerð full skil með þessu. Þá var 7. hvert ár bætt einni viku við ártalið, hinum svo nefnda sum- arauka, var það gert eftir tíllög- um Þorsteins Surts. Þá var búið að fá 365 daga ár. En það var ekki nóg. Löngu síðar, í Kristn- um sið, var einum degi bætt við ártalið 4. hvert ár, sem þá er nefnt hlaupár. Sumarið byrjar alltaf á fimmtudag, en veturinn á laugardag. II. í framangreindum köflum er gerð tilraun til að útskýra ein- stök atriði í almanakinu, einkum þau, sem eru ráðgáta sumum notendum þess. Hverju atriði, út af fyrir sig, þyrfti þó að gera betri skil en hér er gert. Hér vantar tilfinnanlega rit á ís- lenzku um efni, sem almanakið er byggt úr. Að vísu er til gam- alt fingrarím, en aðferðir, sem það kennir, þykja flóknar og að ýmsu leyti úreltar, ef bornar eru saman við þær, sem nú tíðkast. Flest almúgafólk er miður vel að sér í tímatali, eða rími, enda þó að almanök séu til á hverju heimili á landinu. En það hefur ekki allt af verið svo. Fyrir rúmlega 60 árum, í þeirri sveit, sem ég þekkti bezt, var undravert hvað sumt eldra fólk — konur jafnt sem karlar — var vel heima í ýmsum atriðum í almanaki. Það gat sagt upp á

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.