Heima er bezt - 01.01.1954, Page 27

Heima er bezt - 01.01.1954, Page 27
Kr. 1 Heima er bezt 23 á í upphafi þessa máls, er borg- in færðist í kaf í ösku, heitum vikri, en hamförunum fylgdi eitruð gufa og loks jarðskjálfti. Þegar gosinu lauk var farið að grafa, og er talið að verðmæt- ustu hlutum og miklu af reiðu fé hafi verið komið undan í fornöld. Hin grafna og gleymda borg huldist smám saman moldarlagi. — Þessi válegi attaurður hafði mikil áhrif á samtíðarmennina, en á miðöldum gleymdist hin horfna taorg með öllu. Um 1700 var byrjað að grafa í taorgar- rústunum, en tæpri hálfri öld síðar hófst uppgröftur eftir fastri áætlun. Á síðari hluta 19. aldar var mönnum orðin Ijós öll lega borgarinnar, borgar- múrarnir fundust og opinberar byggingar ýmsar. Er nú búið að hreinsa 2/3 hluta borgarinn- ar og áætlað er, að þessu mikla verki verði að fullu lokið árið 2000. í rústunum hefur fundist geysi mikið af allskonar munum, svo sem húsgögn, búsáhöld, vopn, skartgripir og fjöldi listaverka, sem varðveitt er í söfnum í Neapel. Ennfremur hefur fund- ist fjöldi tilkynninga, t. d. um nautaöt, kjör borgarstjóra o. fl. Þá hafa fundist vaxtöflur með kvittunum frá banka, og þykir merkilegt. Er þetta flest á latínu. Vér skulum nú skyggnast í bréf Pliniusar. Segir þar fyrst frá athugunum Pliniusar eldra, en hann fórst, er hann gerði til- raun til bjargar nauðstöddum íbúum Pompei. „Hinn 25. nóv. (24. ágúst?) um kl. 1 e. h. vakti móðir mín at- hygli hans (Pliniusar eldra) á undarlega stóru skýi og óvenju- legu í lögun. Hann hafði þá fyrir skömmu tekið sér sólbað, þá kalt bað, og að loknum létt- um málsverði lagt sig með bók í hönd. Hann bað þegar um sandala sína og gekk upp á hæð eina, þar sem hann gat hugað að þessu fyrirbrigði. Fjarlægðin var of mikil til þess að geta ákveðið frá hvaða fjalli skýið kom; seinna varð ljóst að þetta kom frá Vesúvíusi. Það er erfitt að lýsa því nákvæmlega, því skaut hátt á loft eins og risa- vöxnu tré, er breiddi út ótal greinar í toppinn. Skýið var ým- ist ljóst eða dökkt, með blett- um eins og það væri meira og minna blandað mold 'Og ösku. Frænda mínum, er jafnan hafði áhuga á hverskonar vísindum, þótti rétt að athuga þetta nán- ar. Hann skipaði að gera skip sjóklárt, og bauð mér far, en ég kvaðst heldur vilja nota tím- ann til náms. Um leið og hann gekk út, barst honum boð frá Rectino, konu Bassus, sem var mjög óttaslegin vegna hinnar yfirvofandi hættu, því að hús hennar stóð rétt við rætur Vesúvíusar, svo að undankomu- leið var aðeins til sjávar. Hún bað hann ákaflega, að bjarga sér frá þessum ógnum. Hann breytti frá sinni upphaflegu á- ætlun, að athuga fyrirbæri þetta vísindalega, en hætti nú lífi sínu til bjargar nauðstöddum. Hann bauð, að galeiðurnar skyldu láta úr höfn og fór með sjálfur, ekki aðeins til þess að bjarga Rectinu, heldur og öllum hinum, sem áttu heima á hinni sólgylltu strönd. Hann hraðaði nú sem mest hann mátti för sinni til þessa staðar, er aðrir flýðu unnvörpum. Hann var hinn rólegasti og gerði athug- anir um þennan hræðilega at- burð. Nú fór aska að falla á þilför skipanna, og hún varð þéttari og heitari eftir því sem nær dró, þá féll vikur og steinar, svartir, sjóðheitir og sprengdir af eldi. Útfall varð geysimikið, stóreflis stykki klofnuðu úr björgunum og ultu niður á ströndina. Eftir augnabliks umhugsun, hvort hætta skyldi á frekari til- raunir, mælti Plinius til kap- teinsins, sem hafði ráðið frá landgöngu: „Hamingjan fylgir þeim hug- rakka, farið með mig til Pomp- ejanus“. Hann var viss um, að hann gæti fjarlægst hættustað- inn, ef mótvindin lægði. Frændi minn gekk nú á land hjá vini sínum, faðmaði hann að sér og hughreysti á allan hátt, tók sér bað, til þess að vinna bug á ótta hans með eigin rósemi. Eftir baðið settist hann að snæðingi og var hinn kátasti, eða lést vera það. í þessu taili gaus upp mikið eldhaf, eldsúl- ur þutu hátt á loft úr Vesúvíusi á ýmsum stöðum, og nætur- myrkrið, sem var að skella á, gerði skin eldsins enn áhrifa- meira. Til þess að róa vin sinn, fullyrti frændi minn, að bálið stafaði af yfirgefnum bænda- býlum, er væru að brenna. Hann gekk nú til sængur og féll brátt í fastan svefn; heyrðist þungur andardráttur hans og hrotur í næsta herbergi. Garðurinn um- hverfis húsið fylltist nú svo mj ög af ösku og vikursteini, að honum mundi alls ekki und- ankomu auðið, ef hann hyrfi ekki úr herbergi sínu tafarlaust. Var nú hrópað á hann, og fór hann þegar til Pomejanusar og fólks hans, er ekki hafði komið blundur á brá. Þeir ræddu um það, hvort hyggilegra mundi að hafast við í húsinu eða flýja út á víðavangi, því að nú tók hús- ið að hristast ákaflega af hin- um tíðu og hörðu jarðskjálfta- kippum. Skókst það fram, og aftur, eins og það væri að losna af grunninum. Hins vegar stóð mörgum ógn af vikurregninu úti, en hann tók þó síðari kost- inn, sem hinn skárri af tvennu illu. Var þetta tillaga frænda míns, eftir rólega athugun, en óttinn einn réði afstöðu hinna. Fólkið batt nú púða um höfuð sín með léreftsræmum, til varn- ar gegn steinfallinu. Var nú dag- ur runninn, en myrkrið var svo svart sem um nótt væri, en menn lýstu sér með blysum og öðrum ljósum. Var ákveðið að halda niður til strandarinnar og ganga úr skugga um, hvort tiltækilegt væri að halda til hafs, en svo var eigi því hol- skeflur féllu án afláts að strönd- inni. Frændi minn lagðist fyrir á gamalt segl, og bað hvað eftir annað um kallt vatn að drekka. Brátt kom þar, að óþolandi brennisteinslykt og eldtungur rak fólkið á flótta enn um sinn, og neyddi frænda minn til að rísa á fætur. Hann reyndi að fara að dæmi hinna, með hjálp tveggja þræla, en allt í einu féll hann dauður til jarðar •— ég held, að eiturloftið hafi riöið honum að fullu, því brjóstið var veikt. Lík hans fannst daginn eftir, óskaddað með öllu.“ Næst koma nokkrir kaflar úr bréfum Pliniusar, er fjalla um

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.