Heima er bezt - 01.01.1954, Page 32
28
Heíma er bezt
Nr. 1
fara í heimsókn inn í Selj adalinn einn góðan veður-
dag, þegar hann væri ekki heima. Á veiðar, sögðu
þeir. Þegar þeir voru áreiðanlega vissir um að hann
væri ekki heima.
— Það eru nú ekki öll villidýr, sem þora alveg
heim á bæina, sagði Þorleifur gamli.
Þá sló Geirmundur með hnefanum á skófluskapt
Þorleifs gamla. Hann var náfölur í andliti og var
órótt um andarrdráttinn. —- Hvern fjandann áttu
við? spurði hann.
—- Nei — nei — kæri vinur--------sagði Þorleifur
og leit hræðslulega í kring um sig.
— Veiztu eitthvað? spurði Geirmundur.
— Þei, sagði Eysteinn. Þið eruð þó fullorðnir
menn!
En Geirmundur gafst ekki upp. Þessi orð Þor-
leifs gamla höfðu ýft upp sár í huga hans. Því að
Geirþrúður var eitthvað einkennileg um þessar
mundir. Hún hafði ýmislegt að sýsla, sem hann
hafði enga hugmynd um. Og einkennilegt var það,
að hún veiddi meira af rjúpum nú en áður. Og
þessar þrjár rjúpur, sem hún sagðist hafa „gleymt“
niðri við lækinn.-----Þú verður að svara og það
strax, sagði hann við þann gamla.
— Ég — ég — veit — ekki — neitt, stamaði
öldungurinn.
— Varið ykkur, sagði Eysteinn. Nú kemur hús-
bóndinn!
Geirmundur sleppti takinu á skólfu Þorleifs og
þeir héldu áfram að stinga upp.
--------En úr því að fólk í sveitinni hefur séð
þennan mann á fjöllunum, hvíslaði Þorleifur gamli,
— já, þá — þá væri það merkilegt, ef kona þín
hefði aldrei hitt hann.
— Hættu þessu! sagði Eysteinn í hálfum hljóð-
um. Og svo var ekki talað meira í langan tíma.
Bóndinn var ekki langt frá þeim. En nú fór hann
Þá þorðu mennirnir að líta upp. Þegar hann var
horfinn, rétti Geirmundur úr sér. — Ég ætla bara
að skjótast inn á milli runnanna, sagði hann og
fór frá þeim.
En skólfan hans Geirmundar stóð óhreifð allan
þennan dag. Hann kom ekki aftur út úr runnan-
um.
Þorleifur gamli skyggði hönd fyrir auga og leit
upp í hlíðina. Hann botnaði ekkert í þessu. —
Líður honum svona illa út af þessu?
Eysteinn svaraði ekki. Hann langaði mest af
öllu að flengja gamla skarfinn með skólfuskaftinu.
En burtveru Geirmundar skýrði hann fyrir hús-
bóndanum á þann hátt, að Geirþrúður hefði orðið
veik og sent eftir honum.
Þennan sama dag var Geirþrúður að stinga upp
skurðurinn heima við býlið þeirra. Undanfarna daga
hafði Geirmundur verið að líta eftir, hvort jörðin
væri orðin nógu þíð til þess. Og þegar loks var hægt
að hefja vorverkin, sendi Oddabóndinn eftir hon-
um. Hann hafði verið þar á hverjum einasta degi.
En heima var allt vanrækt. Geirþrúður var glöð
yfir því að geta hjálpað honum.
Áður en hún fór út, hafði hún hrært deig í flat-
kökur. Strax, þegar stóra járnplatan var orðin nógu
heit, ætlaði hún að fara að baka. Hún hlakkaði til
þess. Geirmundur hafði komið með mélið daginn
áður. Barkarmél með ofurlitlu af byggi saman við.
En það var hægt að baka brauð úr því, og það var
aðalatriðið. Og vel bakað flatbrauð var það bezta,
sem hún gat gefið Geirmundi. Ef drottinn hagaði
því svo þannig, að silungurinn komi í netið, já,
þá yrði veizla. Þá mundu þau geta stungið upp
akurinn fyrir miðnætti.
Hún vann af öllum kröftum. Það var ekki hægt
að hugsa við slíka vinnu. Þetta var karlmanna-
vinna, sem krafði bæði krafta og þolinmæði. Já,
og svo að manni væri ekki illt í bakinu.
En nú hlaut platan að vera orðin nógu heit..
Hún stakk skóflunni í moldina og ætlaði að flýta sér
inn, en nam allt í einu staðar og horfði upp 1
skógarhlíðina. Það var, sem hún heyrði drengja-
rödd. Og svo birtust þeir Jens og Ingólfur allt í einu.
Þeir höfðu sennilega verið niðri við ána að veiða,
því að þeir báru hvor sína kippu af silungi.
— Þú þarft ekki að hætta að vinna, þó að við'
komum, sagði Jens.
Hún sagði, að hún ætlaði að fara að baka. Og
flatbrauð og fiskur átti vel saman.
Ingólfur varð glaðlegur á svipinn. — Sagði ég
það ekki? Ég sagði að þú ættir að eiga stærsta
fiskinn.
— Þið eigið ekki að gefa veiðina ykkar.
— Smámunir! — Núna um hásumarið er enginrr
skortur á urriða, sagði Jens. En við skulum ekki
trufla þig við baksturinn.
Hún fékk aðra silungakippuna, þó að hún veigr-
aði sér við að taka á móti slíkri gjöf. Síðan skildu
þau. En um leið og hún var að fara inn, spurði
Jens hana, hvenær hún vonaðist eftir Geirmundi
heim.
— Ekki fyrr en seinast í kvöld, svaraði hún.
— Gerum við nokkuð illt með því, þó að við
stingum upp akurinn fyrir þig? spurði hann. Að
minnsta kosti á meðan maðurinn þinn er ekki
heima?
Hún varð himinglöð og lofaði þeim kynstrum af
flatbrauði að launum.
Hún var alltaf dálítið hikandi, þegar hún átti
að baka flatbrauð, en í þetta sinn var hún blátt
áfram óróleg. Það var allt annað en gaman að
baka brauð úr barkarmj öli. En allt gekk þó vel.
Hún gekk vel frá öllu áður en hún byrjaði og var
svo hátíðleg, þegar hún bjó til fyrstu kökuna úr
mélinu, að hana langaði mest til að hafa yfir
sálma. En þá heyrði hún í skóflu á akrinum og
vaknaði til veruleikans. Hún stóð hálfboginn yfir
eldstæðinu og bakaði af miklum ákafa.
Hún setti nýja köku á plötuna. Þegar hún virt-
ist vera orðin nægilega brún, stakk hún hnífnum
gætilega undir hana til þess að snúa henni við,
en þá brotnaði kakan, Geirþrúður svitnaði.
Hún reyndi aftur. Undur hægt og gætilega reyndi
hún að snúa kökunni við, en aftur brotnaði hún í
marga parta. Og þannig fór um margar fleiri.
Deigið varð að brúnum mulningum, sem voru al-
gjörlega óætir.
Drottinn minn, var hún að eyðileggja allt mélið .
Hún þurrkaði tár af augum sér. Hvað skyldi Geir-
mundur segja? Hann hlaut að halda, að húin