Heima er bezt - 01.01.1954, Side 36
32
Heima er bezt
Nr. 1
l
Mér er ljóst, að tilgangslaust er að reyna
að berjasl á móti straumnum. Ég tek nú
á því, sem ég á til og syndi undan straumi
í þcirri vciku von, að ég komist upp hin-
urn megin við bryggjuna. Kraflar mínir
eru á þrotum . . .
Þegar ég er í þann veginn að gcfa upp
alla von, birtir mér skyndilega fyrir aug-
um, og mér til undrunar og gleði skýtur
mcr upp. Straumurinn hefur borið mig og
„grcifann" undan ljryggjunni.
Eg dreg djúpt andann og mér vcx afl á
nýjan lcik. Með krafti örvæntingarinnar
syndi ég til lands. Mér tekst að ná taki á
járnhring, sem festur cr í staur skatnmt
frá landi.
£g hrópa eins hátt og ég get á hjálp.
Innan skamms hefur okkur báðum verið
bjargað í land, og lífgunartilraunir eru
gerðar á „greifanum".
„Greifinn" jafnar sig vonum bráðar.
Hann er fluttur inn í sjúkraherbcrgið og
hátlaður niður í rúm. Þegar hann fær að
vita, að það er ég, sem bjargaði iionum,
meðgengur hann allt, sem hann liefur gert
á liluta minn.
í viðurvist alls fólksins er mér hátíðlega
veitt uppreisn. Auk þess mælir forstöðu-
maðurinn hlýlegum orðutn til mín og hrós-
ar mcr fyrir afrck mitt.
Forstöðumaðurinn vill veita mér einhver
laun og spyr mig, hvort ég óski eftir ein-
hverju sérstöku. „Eina ósk mín er að kom-
ast héðan burt,“ svara ég. „Það get ég þvi
miður ekki veitt þér, en þú skalt sleppa við
eldhúsverkin," svarar hann.
Mér finnast launin fremur lítil, en Villi
hefur lag á að hressa mig upp með glað-
lyndi sínu. Hann stingur upp á, að við
skulutn flýja. Og mér finnst uppástungan
freistandi.
„Mig er farið að langa til að sjá mommu,'
segir Villi. „Hún er hreinasta afbragð . . .
Þú skalt koma líka og búa hjá okkur. Það
verður nú gaman, vertu viss . . . .“