Heima er bezt - 01.03.1955, Page 2
66
Heima er bezt
Nr. 3
(wlbmH
HEIMA ER BEZT . Heimilisblað með mjndum . Kemur út mánaðar-
legra . Áskriftagjald kr. 67.00 . Útgefandi: Bókaútgáfan Norðri .
Heimilisfang: blaðsins: Pósthólf 101 Rcykjavík . Prentsm. Edda h.f.
i Abyrgðarmaður: Albert J. Finnbogason . Ritstjóri: Jón Björnsson .
Efnisyfirlit
Bls. 67 Einn á jaka norður í Dumbshaf, eftir Kristmund Bjarnason.
— 69 Móðurminning, eftir Jón Skíða.
— 71 Ást og hatur, eftir Olaf Gunnarsson.
— 75 Þjóð í hátíðarskapi, eftir Jóhann Bjarnason.
— 80 Knútsbylur, eftir Jórunni Ólafsd., Sörlastöðum.
— 81 Bernskuminning, eftir Guðrúnu Auðunsdóttur.
— 82 Blindur skáld, eftir Sveinbj. Beinteinsson.
— 83 Lítið eitt af börnum Rögnvalds halta.
— 89 Sniðugur þjófur.
— 91 Maðurinn konunnar sinnar, smásaga eftir Huld.
— 96 Myndasagan: Óli segir sjálfur frá. Skrítlur og margt feíra.
F or sí ðumyndin
VIÐEY
Víða er fagurt 1 umhverfi Reykjavikur. Margir
hafa lýst fegurð eyja og sunda í bundnu, sem ó-
bundnu máli, og verður ekki nánar farið út í það
hér. Af eyjunum er Viðey stærst og merkust. Þar var
stórhöfðingj asetur lengi, og af þeim, er þar gerðu
garðinn frægan, ber mest á þeim Ólafi Stephensen
stiftamtmanni og syni hans, Magnúsi konferenz-
ráði. Heimili Ólafs mun hafa verið mesta rausnar-
heimili landsins kringum aldamótin 1800. Brezkur
ferðalangur, Hooker að nafni, var hér á ferð 1809,
ásamt Jörundi hundadagakóngi. Var hann boðinn
til Ólafs stiftamtmanns í Viðey. Verða hér teknar
nokkrar glepsur úr ferðabók hans um heimsókn
þessa. Ásamt Hooker fóru þeir Jörundur og Phelps
skipstjóri í heimboð stiftamtmanns. Hooker segir
svo frá:
„27. júní 1809. Þriðjudagur. Þessi dagur var ætl-
aður til að heilsa upp á gamla stiftamtmanninn,
Ólaf Stephensen, sem hefur geheimeetatsráðs nafn-
bót og var áður landstjóri á ey þessari. Herra
Phelps, herra Jörgensen og ég stigum á hádegi í ís-
lenzkan siglingabát með átta manns undir árum.
Það voru hérumbil fjórar mílur (enskar) þangað,
sem stiftamtmaðurinn bjó, en það er á yndislegri
eyju, sem heitir Viðey. Þegar við nálgúðumst eyna,
sáum við húsið. Það stendur all-lágt milli tveggja
hæða. Þegar allskammt var vegarins, leit það út
sem mikið aðsetur, og var það stærra hús og að
ytra áliti nokkru tígulegra en nokkurt annað hús,
er ég hafði enn séð (á íslandi). Það er úr sement-
límdum steini og fjalaþak á, og er með fjölmörgum
glergluggum. Þegar við lentum og komum nær, sá-
um við samt að hér var sorglegur skortur á tré-
smiðum, múrurum og glermeisturum. Glerið í þeim
gluggum, sem annars voru ennþá heilir, var eins og
almennast gerist, en flestar rúðurnar voru brotn-
ar, þó að það væri að utan breitt yfir það með tré-
hlerum, svo að það sæist ekki. Útidyr voru á miðju
húsinu. Það var ofboð lélegur súlnagangur úr tré og
voru dyr út beggja vegna. Hefði súlnagangur þessi
verið í betra standi, þá mátti hann vel vera til
skjóls fyrir köldum vindum, en nú var hann svo
hrörlegur, að hann er hvorki til gagns né prýði. Ég
get ekki líkt súlnaganginum við annað en svína-
stíu setta þarna við vegginn, heldur i hærra lagi.
En þótt það væri ekki neitt meistarahandbragð á
húsinu, þá bjó eigandi þar, sem tók oss svo vel og
veitti oss svo frábærlega, að slíkt vekti traust á for-
stjóra hvers lands, sem enn væri í embætti og því
meira á þeim, er lagt hefði niður völdin."
Af þessari lýsingu hins erlenda ferðamanns sézt,
að þetta æðsta embættismannssetur á landinu hef-
ur verið all-hrörlegt. Mun því frekar hafa valdið al-
mennt hirðuleysi landans, heldur en efnaleysi hús-
ráðenda. Húsið í Viðey og kirkjan eru hvorttveggja
frá átjándu öld, og því merkar, þjóðlegar minjar.
Síðan lýsir Hooker nákvæmlega viðtökunum hjá
stiftamtmanni. Voru þær stórmannlegar og góður
vottur hinnar íslenzku gestrisni, en hér fór nú svo,
að nærri lá að gestirnir færust úr ofáti. „Fyrst feng-
um við súpu,“ segir hann, og urðu þeir að borða tvo
diska af henni. En á eftir súpunni voru bornir inn
tveir miklir laxar, soðnir, með „brísméri“, ediki og
pipar, „en það var samt gott, og rembdumst við við
að klára af diskunum og vonuðum að alhuga, að þar
með væri miðdegisverðinum lokið,“ en það var nú
öðru nær, því að þá áttu þeir að borða tólf kríuegg
með ídýfu, „höfðum við skál mikla með sykruðum
rjóma, er sett var á mitt borð, voru fjórir spænir í
og átum við allir úr sama fatinu.“ Þegar þeir kváð-
ust ekki geta dorgað meiru, var ekki við það kom-
andi, urðu þeir að dorga eggjunum og héldu þá að
allt væri búið, en svo var ekki, því að nú var heilt
sauðarkrof borið á borð og síðan brauð, kaffi og
romm. Loks sluppu þeir, en voru all þrekaðir er þeir
komu í land.
Af frásögn hins enska ferðalangs er auðsætt, að
vel var tekið á móti gestum á þessu merka höfð-
ingjasetri.
Viðey er einn af fegurstu og gróðursælustu blett-
unum í nágrenni bæjarins. Þar eru merkar, þjóð-
legar minjar, en ekki hefur þeim verið mjög mikill
sómi sýndur, en til tals hefur komið, að bærinn
keypti hana og gerði að skemmtistað bæjarbúa.
Viðey gæti, sem skemmtistaður, hæglega keppt við
samskonar staði annarra höfuðborga.