Heima er bezt - 01.03.1955, Qupperneq 4
68
Heima er bezt
Nr. 3
enda er nú Vigfús fæddur. Árið
1844 fær hún vitnisburðinn:
„Ekki merkileg í hegðun.“ Að
honum mun hún svo hafa búið.
Hinn fjórða sept. árið 1833 á
Guðrún enn dreng, er hlýtur
nafnið Jón. Illa gekk henni að
feðra dreng þenna. Kenndi hún
hann Bergþóri bónda Jónssyni á
Sauðá í Borgarsveit, síðar á
Veðramóti, en hann þrætti harð-
lega fyrir. Kom það fyrir ekki,
því að Guðrún sór á hann svein-
inn. Barn kenndi hún og Hall-
grími skáldi Jónssyni, er „lækn-
ir“ var kallaður, en hann kom í
Fannlaugarstaði. Sendi hún
strangann til Gunnars hrepp-
stjóra á Skíðastöðum og bað láta
skíra. Þótti honum móðurinni
kynlega fara, en lét þó gera það.
Hallgrími var síðan stefnt um
framburð Guðrúnar, og sór hann
fyrir að eiga barnið, en altalað
var, að faðir að því væri hús-
bóndi Guðrúnar, Sigurður trölli.
— Alls mun hún hafa átt fimm
börn og gekk jafnan illa að finna
föður að. — Hér verður aðeins
sagt nokkuð frá Jóni, syni henn-
ar. Hann ólst upp á hrakningi,
eins og títt var um börn, sem slíkt
höfðu veganestið sem hann, að
vera ómerkingur, sem enginn
vildi draga sér.
Jón varð snemma frægur og
það að endemum. Hann þótti í
meira lagi baldinn og erfiður
viðurskiptis. Ekki þótti tiltæki-
legt að koma á hann fermingu,
þá er hann hafði aldur til, því
að illa gekk að kenna honum
kristin fræði; þótti hann þó ekki
heimskur, en fullur af þverúð,
kvaðst enda hafa gert samning
við kölska sjálfan og væri því
fær í flestan sjó. Sáu nú yfirboð-
arar drengsins, prestur og
hreppstjóri, að við svo búið mátti
ekki standa. Þótti lítið hafa ver-
ið hirt um hann til þessa og þótt
hann aldrei væri nema óskila-
barn, varð hann að nema sinn
kristindóm.
í vandræðum sínum leituðu
þeir til Sigurðar bónda á Heiði
Guðmundssonar, en orð fór af,
hve laginn hann væri að kenna
börnum og hve gott lag hann
hefði á böldnum unglingum. Átti
nú Sigurður að gera úr honum
mann eða að minnsta kosti að
kenna honum þann kristindóm,
sem heimtaður var til ferming-
ar. Erfitt verk mun þetta hafa
orðið Sigurði. Má ráða það af
frásögn séra Þorkels í fyrrnefndri
Tímaritsgrein, er hann segir frá
Jóni, enda þótt hann geti ekki
nafns hans. Prestinum fara orð
á þessa leið:
„í mínu minni hefur það og
borið við, að menn hafa þótzt
komast í kynni við kölska og
þiggja af honum gjafir, og skal
ég nú segja um það sögu eina, er
ég heyrði sagða fyrir norðan og
gjörast átti um miðja þessa öld
og menn trúðu þar víst sumir.
Unglingur nokkur var þar í ein-
um hreppi ófermdur og ódæll.
Hann vildi ekki koma til spurn-
inga, en loksins, er hann fékkst
til þess og átti að lesa hjá prest-
inum fyrstu grein 3. kapít., var
sagt, að hann hefði lesið svona:
„Reynslan sýnir, að manneskj-
urnar eru ekki svo góðar, sem
þær ættu að vera; allir hafa sína
bresti: Jón í Kálfárdal er búinn
að selja Lýsing sinn fyrir spað“')
„Saga þessi gekk manna á milli
nyrðra, en hvort hún er sönn, læt
ég ósagt. En hitt er víst, að fyrir
fermingu var honum komið til
góðs og guðhrædds bónda til
undirbúnings í kristinna manna
tölu. Þar þóttist hann, að því er
sagt var, komast í kynni við
kölska, og gjörði heimilisfólkið
fulltrúa með það og hrætt, að
minnsta kosti sumt af því. Kom,
að sögn, svört flygsa á kvöldin á
baðstofugluggann; stökk dreng-
urinn þá út og sagði um leið: „Nú
vill kölski finna mig.“ Einhverju
sinni var sagt, að hann hefði
komið með fjórar spesíur, er
hann kvað kölska hafa stungið
að sér, og þóttist enginn vita,
hvernig hann hefði komizt að fé
þessu. Var það því tekið af hon-
um, og sagt var, að bóndinn hefði
farið með það til prestsins síns
og viljað, að kirkjan ætti þær, og
einkum, að þær væru hafðar í
kaleik, því að á þann hátt, en
eigi annan, mundi kölski sleppa
') Setningin hljóðar svo, að réttu lagi:
„Reynslan sýnir, að mennirnir eru ekki
svo góðir, sem þeir ættu að vera. Allir
hafa sína bresti, og hjá öllum hreyfir sér
einhver syndsamleg tilhneiging, hjá sum-
um meir, en sumum minna." — K. R.
af þeim hendinni og þær bless-
ast. Að lokum komst drengur
þessi í kristinna manna tölu, en
hugarfarið og breytnin virtist þó
eigi stórum kristnari en áður. Þá
er hann var 18 vetra, var hann
þrívegis búinn að stórstela . . . .“
Jón var fermdur árið 1849, og
eru húsbændur hans þá taldir
Sigurður á Heiði og Helga kona
hans Magnúsdóttir. þenna vitn-
isburð fær Jón þá hjá presti sín-
um: „Kann sæmilega, er hálf-
baldinn.“
Ekki hef ég getað fengið stað-
festingu á því, að Jón hafi „þrí-
vegis verið búinn að stórstela“
átján vetra gamall. í manntals-
bók Hvammsprestakalls segir
sóknarpresturinn árið 1855 í
vitnisburði um Jón: „Læs, hegð-
un lakleg, tvisvar uppvís að
þjófnaði.“ Má vera, að grunur
hafi leikið á um frekara misferli
af hálfu Jóns, en naumast hefur
það sannast upp á hann, því að
þá hefði prestur hans átt að vita
það, en Jón var alla tíð á sömu
slóðum.
í Skefilsstaðahreppi var annar
vandræðadrengur um þessar
mundir, Jóhannes að nafni.1)
Móðir hans hét Ingibjörg, dóttir
Einars líflæknis, er kallaður
var.2) Hún átti þá heima á Borg-
arlæk á Skaga, en þar bjó þá
með konu sinni, Arnbjörgu Jóns-
dóttur, Oddur Grímsson. Ingi-
björg þessi var ógift, er hún átti
dreng sinn, og kenndi hún hann
Hallgrími nokkrum Hallgríms-
syni, er kallaður var hinn stutti.
Hann drukknaði í Hrafndalsá á
Skagaströnd 1846. Drengur þessi
fæddist 1830 og var að miklu
leyti alinn upp á Borgarlæk og
talinn tökubarn, en var sonur
Odds. Ingibjörg var á vist með
Oddi, og átti hann við henni
fjölda barna, og voru víst öll get-
') Móðir hans flyzt frá Sauðá að Borg-
arlæk árið 1823. — Gísli Konráðsson seg-
ir í Sögu Skagjstrendinga og Skagaraanna,
að Jóhannes hafi verið yngri en Jón Berg-
þórsson, en það er rangt, Jóhannes var
þremur árum eldri.
2) Ingibjörg kenndi ýmsum börn sín
framan af, en þau voru níu alls, en öll
voru þau feðruð Oddi að lyktum. Átti
Oddur í einlægum útistöðum vegna hór-
dómsbrota. Hann var maður harðdugleg-
ur og að ýmsu merkur. — K. B.