Heima er bezt - 01.03.1955, Síða 7
Nr. 3
Heima er bezt
71
ÁST og HATUR
Eftir Ólaf Gunnarsson sálfræðing
Hvatir, tilfinningar
og geðstefnur.
Tilfinningalíf mannsins er lít-
ið rannsakað í samanburði við
greind hans, skynjanir og úr-
vinnslu taugakerfisins úr skynj-
uðu efni. Samt hefur tilfinninga-
lífið engu minni þýðingu en vits-
munir mannsins, því að á því
byggist að miklu leyti skapgerð-
in. Mannkynið hefur heldur ekki
skort áhuga á tilfinningalífinu,
þess sjáum við greinileg merki í
bókmenntunum, bæði skáld-
sagnahöfundar, leikritaskáld og
ljóðskáld hafa öldum saman
skrifað bækur um tilfinningalíf
og munu vafalaust halda því
áfram án þess að áhugi almenn-
ings á efninu dvíni. Sálfræðing-
ar hafa líka heyjað sér allmikl-
um fróðleik í bókmenntunum og
enski sálfræðingurinn Alexander
Shand hefur í óvenjulega vel
skrifaðri bók, „The Foundation
of Character“ eða „Grundvöllur
skapgerðarinnar“ birt skoðanir
sínar á tilfinningalífinu.
Meðan rannsóknir á tilfinn-
ingunum eru eins skammt á veg
komnar og raun ber vitni, getum
við með góðri samvizku gert okk-
ur talsvert ómak við að kynnast
kenningum hins mikla Breta, því
vafasamt er, hvort nokkur ein
bók, sem um sálfræði hefur ver-
ið skrifuð, geti talizt eins gagn-
merk og „The Foundation of
Character".
Shand gerir greinarmun á
hvötum, tilfinningum og geð-
stefnum, en þetta kallaði hann á
ensku „appitites, emolions and
sentiments". Það leikur varla
nokkur vafi á því, að „appitites"
og „emotions“ muni vera rétt
þýdd orð með hvatir og tilfinn-
ingar, hinsvegar skal ég ekki
ábyrgjast, hvort orðið geðstefna
geti talist nákvæm þýðing á
„sentiment". Væri mér kærkom-
ið, ef einhver gæti þar um bætt,
þegar við höfum kynnzt því, hvað
í orðinu felst.
Shand notar orðið hvatir um
það, sem okkur er áskapað, t. d.
sult og þorsta. Sjáum við strax,
að þarna er um að ræða frum-
þarfir og ekki ástæða til að ræða
það frekar að sinni. Við skulum
aðeins gera okkur ljóst, að hér er
um allra frumstæðustu hvatir
mannsins að ræða, sem varla
verður breytt með uppeldisáhrif-
um til neinna muna.
Manninum, hinum leitandi
anda, er ekki nóg að þekkja
frumþarfir sínar og fullnægja
þeim, hann leitar stöðugt að
skýringum á æðri öflum, sem í
honum búa. Það eru þau öfl, sem
Ameríkaninn Murray kallar sál-
rænar þarfir, en Shand kallar
geðstefnur. Stundum er lítill eða
enginn munur á því, sem Murray
kallar þörf og Shand geðstefnu,
stundum er munurinn talsverð-
ur. Þessu miklu kerfi, sem þeir
hvor í sínu lagi og án þess að
þekkja hvorir annan, hafa byggt
upp, hafa enn ekki verið borin
nærri því nógu vel saman og
þaðan af síður hefur verið reynt
að bera kenningar þeirra saman
við það, sem rúmar einna mesta
lífsspeki af því, sem skrifað hef-
ur verið á norrænum tungum,
nefnilega Hávamál.
Nýstárleg skýring
á eðli ástarinnar.
Við skulum strax gera okkur
ljóst, að Shand talar allt öðruvísi
um hitt og þetta, sem við þekkj-
um úr daglegu lífi, en við eigum
að venjast. Hann skýrir t. d. eðli
og skipulag ástarinnar á allt
annan hátt en aðrir menn og
gerir hana jafnvel enn virðu-
legri en nokkur rómantískur rit-
höfundur hefur látið sér detta í
hug, hann telur nefnilega ástina
eina aðalgeðstefnu mannsins,
sem geti haft að geyma fjölda-
mörg öfl. Þetta þýðir það, að
Shand telur ekki ástina né kær-
leikann tilfinningar, heldur geð-
stefnu, og er það allt annar
skilningur á þessum hugtökum
en við eigum að venjast. Hann
skýrir líka tilfinningar á annan
hátt en almennt gerist, þótt við
könnumst strax við margt úr
daglegu lífi, af því, sem hann
bendir á.
Við skulum fyrst snúa okkur
að tilfinningum. Shand telur, að
frumskilyrði þess, að hægt sé að
viðurkenna eitthvað í fari
mannsins sem tilfinningu, sé
þetta. Tilfinningin verður einn-
ig að vera þekkjanleg hjá dýr-
um, hún má ekki geta breytzt
þannig, að úr henni verði önnur
tilfinning, hún þarf að sýna sig
í verki sem áskapaður verknaður.
Shand telur, að sex tilfinningar
séu til, sem uppfylli öll þessi
skilyrði, en þær eru: gleði, reiði,
ótti, sorg, viðbjóður og forvitni.
Þótt Shand tali um þessar sex til-
finningar, væri í raun réttri eðli-
legri að nota ekki nafnorð, en
tala þess í stað um hinn reiða
Jón eða sorgmæddu Sigríði o. s.
frv. Ég mun þó halda mér við
málvenju Shand, því hún er
þægileg án þess að vera algerlega
rétt. Við skulum þá fyrst snúa
okkur að gleðinni. Hver einasta
hvöt eða eggjandi, sem á eðlis-
lægan hátt gerir vart við sig í
okkur, er tengdur gleðinni á
þann hátt, að við verðum glöð,
ef hvötinni er fullnægt. Þarna er
aðeins um eðlilæga gleði að ræða,
þ. e. gleði, sem geðstefna hefur
ekki vald yfir, en eðli geðstefnu
er það, að hún sækist eftir að ná
í allar tilfinningar, sem þjónað
geti markmiði hennar. Tilfinn-
ingar þessar temur geðstefnan
eins og góður reiðmaður baldið
tryppi, leggur þeim skyldur á
herðar og innrætir þeim afstæða
siðfræði. Af þessu leiðir, að geð-
stefna banni tilfinningu að fara
eftir því, sem henni er hugþekk-
ast; hún getur bannað Jóni að
gleðjast af því hann er staddur
við jarðarför Sigurðar, sem hann
hefur hatað af heilum hug, en
allir aðrir, sem vlðstaddir eru,
mátu mikils og myndu því taka