Heima er bezt - 01.03.1955, Qupperneq 8
72
Heima er bkzt
Nr. 3
Jóni illa upp, ef hann gleddist
áberandi við jarðarförina.
Eftir því sem gleði lundarinn-
ar verður meiri, eftir því eiga
sorgin, viðbjóðurinn eða örvænt-
ingin óhægara með að komast að,
hinsvegar á þá vonin og trúin á
framtíðina góða daga.
Einn syndari, 99 réttlátir.
Beinist gleði okkar að miklum
hópi, getur sú gleði ekki orðið
upphaf sterkrar geðstefnu, þ. e.
ástar, þeim mun þrengri tak-
mörk, sem gleðin setur sér, þeim
mun sterkari geðstefnu getur
hún verið undirrót að. Frásögnin
um syndarann og hina 99 rétt-
látu er að því leyti í sama anda
og kenningar Shand, að þar er
tekið fram, að gleðin yfir einum
verði meiri en 99; að vísu er þar
talað um þann, sem geri yfirbót,
en sannleikurinn er sá, að það er
ekki hægt að gleðjast eins mikið
yfir 99 og einum. Við sjáum hið
sama í umgengni soldána og
annarra austurlenzkra höfð-
ingja við hinar mörgu konur sín-
ar. Þær geta að vísu skipt tugum
og jafnvel hundruðum, en jafn-
an er þar ein uppáhaldshús-
freyja og nýtur allt annarrar og
meiri ástar en allar hinar. Fá-
tæklingnum blöskrar að vonum
oft, hversu gálauslega auðmaður-
inn fer með verðmæti, sem fá-
tæklingurinn mjmdi vilja eign-
ast, en hefur ekki efni á að veita
sér. Þarna kemur hið sama til
greina. Eftir því sem auðurinn
vex, þarf meira til þess að gleðja
manninn en meðan hann er fá-
tækur. Jakob Thorarensen segir:
„Mér var kúskel mikill fengur,
meðan ég var lítill drengur." En
sama mann lætur hann segja:
„Unz hálfar þurfti og heilar
jarðir hugur minn svo gleddist
við.“ Hins sama verðum við vör
hvað þá menn snertir, sem eiga
fáa vini, þeir eru yfirleitt trygg-
lyndari og vinum sínum meira
virði heldur en hinir, sem þekkja
mjög marga.
Söngur og gleði.
Líkamleg óþægindi og eins vel-
líðan valda því, að maðurinn
sækist eftir návist einhvers
annars. Þessir eggjendur, sem í
fyrstu geta verið allóákveðnir,
valda því, að maðurinn leitar
einhvers annars og þegar þessi
einhver er fundinn, og ef hann
veitir manni gleði, reynir mað-
urinn að halda i gleðivakann.
Þarna erum við komin að einu
mikilvægu í eðli gleðinnar. Gleð-
in reynir að varðveita þann hug-
blæ, sem er einkenni gleðinnar
og þá um leið þann, sem gleðinni
veldur. Þar eð gleðin er þægileg
tilfinning, er það mikils virði
fyrir andlega heilsu mannsins,
að hann sé sem oftast glaður. í
kennslustarfi er gott að minnast
þessa, því það er mikilvægt upp-
eldisatriði ef hægt er að gleðja
börnin sem oftast, enda munu
kennarar kannast við það, að
börn leggja meiri áherzlu á það,
að kennari sé skemmtilegur, en
að hann viti mjög mikið. í þessu
sambandi má benda á sönginn
sem mikilvægt tæki til þess að
vekja gleði og verður honum
varla nokkurntíma beitt um of í
skólum, því að þeir söngvar, sem
barnið lærir í glaðlegum hópi fé-
laga sinna, verða síðar meir
gleðigjafi í lífinu, því þegar þeir
verða sungnir á ný, rifjast
gamli, hugþekki hugblærinn upp
og yljar manni í skapi. Þetta
könnumst við við í sambandi við
jólasálmana, sem fólk hefur
yndi af að syngja jafnvel þótt
það sé ekki trúrækið. Er ástæð-
an sú, að einmitt þessir söngvar
hafa verið sungnir á þeirri há-
tíð, sem flestum börnum mun
verða minnisstæðust.
Ástríða og gleði eyðileggja
hvor aðra. Ástríðufullur maður,
sem leitast við að fullnægja
ástríðu sinni, en veitist það erf-
itt, getur naumast verið glaður
samtímis, a.m.k. hlýtur ástríðan
að dofna að sama skapi og gleð-
in eykst. Eins er það alveg öruggt,
að höggin verða skörð í gleðina,
ef sterk ástríða nær tökum á
manni á gleðistund. Séum við
hinsvegar viss um að ná ein-
hverju marki hvort sem það er í
sambandi við ástríður eða eitt-
hvað annað, þá njótum við með-
ala, sem við beitum til þess að ná
því, mun meira en ella.
Gleðin er ýmist bundin við
eitthvað, sem er utan við okkur
og óháð okkur eða hún er háð
einhverju, sem við gerum sjálf.
Gleðin við að horfa á málverk er
að því leyti óháð okkur sjálfum,
að aðrir geta glaðst yfir sama
málverkinu án þess að við séum
þar nokkursstaðar nærri og aðrir
geta glaðst yfir því löngu eftir
okkar dag. Ef um virkilega gott
listaverk er að ræða, veitir það
okkur því meiri gleði, sem við
skoðum það oftar og vandlegar,
en um alla hluti, sem lítið lista-
gildi hafa, er það svo, að gleðin
við að sjá þá eða heyra verður
því minni, sem við sjáum eða
heyrum þá oftar. Nægir í því
sambandi að minna á örlög dæg-
urlaga og dægursöngva.
Sú gleði, sem er háð okkar eig-
in starfsemi, er t. d. gleðin við
allskonar leiki, gleðin á íþrótta-
vellinum er sem kunnugt er að-
algildi íþrótta og verða þær því
gagnslitlar eða jafnvel skaðlegar
um leið og við hættum að gleðj-
ast af því að taka þátt í þeim.
Sjálfselska og fórnarkærleikur.
Eðlislega er sorgin andstæða
gleðinnar. Glaður maður er
léttur í hreyfingum og fljótur að
hugsa, en hinn sorgmæddi er
seinn og þungur í vöfum. En
hvötin, sem er undirrót gleðinn-
ar, er einnig undirrót sorgarinn-
ar. Þessi hvöt segir okkur að
halda í hvorttveggja. Alveg eins
og við viljum halda í gleðivak-
ann, eins höldum við í minning-
una um þann, sem við syrgjum.
Á þennan hátt verða gleði og
sorg samstæður en ekki and-
stæður. Aðalandstæða gleðinnar
er þó viðbjóðurinn, sú tilfinning,
sem skipar okkur að forðast
eitthvað ákveðið meðan gleðin
segir okkur að halda í það.
Við skulum nú athuga, hvemig
gleðin getur smám saman þrosk-
ast, þannig að úr henni verði
geðstefnan ást. En áður en við
gerum það, skulum við athuga,
að ást eða kærleikur skiptist i
tvo aðalflokka: sjálfselsku og
fórnarkærleik. Ég mun síðar
koma nánar inn á þetta, en get
nú þegar bent á, að ástin milli
kynjanna er yfirgnæfandi sjálfs-
elskufull, en t. d. ástin til ætt-
jarðarinnar eða vísindanna að-
allega fórnarkærleikur. Dæmið,
sem ég nefni um það, hvernig
gleði verður að geðstefnu, er til-
búið og gert eins einfalt og kost-
ur er á, jafnvel svo einfalt, að
vafasamt er, hvort það hlyti ekki