Heima er bezt - 01.03.1955, Page 14
78
Nr. 3
Heima er bezt
TRYGGVI GUNNARSSON
fer niður úr gilinu og kemur nið-
ur á grundina; en er þeir eru
komnir allnærri tjöldunum,
þagnar söngurinn. Álfasveinam-
ir tveir leiddu huldukarl á milli
sín og settu á stól nálægt dans-
sviðinu; báðu þeir orlofs af
honum að mega leika; leyfði
karl það, en þó nokkuð treglega
í fyrstu. Slógu þá álfarnir hring
á danssviðinu og tóku að syngja
og dansa. Þegar því hafði farið
fram nokkra stund, reis karl á »
fætur með stuðningi, og lýsti
heillum yfir landi og lýð, en allt
huldufólkið tók undir. Eftir það
þokaðist það út af dans-sviðinu
út á grundina og söng þar forn-
kvæði með miklum gleðilátum.
Að því búnu hvarf það aftur upp
í gilið og sást eigi síðan: Þá var
komið fast að miðnætti. Voru þá
enn nokkrar skálar drukknar að
skilnaði og eftir það lyktaði há-
tíðin með hringingum.
Þjóðhátlð Húnvetninga.
Húnvetningar héldu hátíð sína
að Þingeyrum 2. júlí og var hún
hvorttveggja í senn, almennur
fundur og skemmtisamkoma,
tókst sú samræming mjög vel.
Höfðu þeir áður kosið sérstaka
nefnd sem m. a. átti að semja
tillögur til umræðu á fundinum
auk skipulagningar hátíðahald-
anna. Það er eftirtektarvert,
hve víða um land hafa verið
útvegaðar fallbyssur, þó senni-
lega smáar, til þe'ss að auka við
hátíðahöldin og gera þau áhrifa-
meiri með skothríð t. d. við setn-
ingu og slit. Hér hófst einnig há-
tíðin með því, að hleypt var af
12 fallbyssuskotum einni stundu
eftir dagmál og munu hátíða-
höldin hvergi hafa byrjað svo
snemma annarsstaðar. Um leið
voru dregnir upp þrír fánar, einn
á bæjarhúsunum með mynd af
sitjandi fálka og tveir á stein-
húsinu, er Ásgeir bóndi Einars-
son hafði þá ekki að fullu lokið
við að byggja, annar hvítur með
rauðum krossi en hinn með
fálka á flugi. Þegar gestir höfðu
safnazt saman var gengið til
kirkju og hlýtt messu hjá Ólafi
Pálssyni prófasti á Melstað. Að
henni lokinni héldu menn í
skrúðgöngu til steinhússins og
gengu fjórir í röð, karlar fyrir
en konur síðar. Var þar fundur
settur og hófust fjörugar um-
ræður. Bar undirbúningsnefnd-
in fram tvær tillögur, var önnur
sú, að reisa skyldi vandað funda-
hús fyrir sýsluna í heild. Hin er
merkileg að því leyti, að hér er
því hreyft í fyrsta sinn, að
stofna sameiginlegan sjóð til
eimskipakaupa fyrir íslendinga.
Skyldu sýslubúar „nú þegar
byrja að leggja í sjóð, er verja
skyldi til þess, að kaupa gufu-
skip fyrir, í þeirri von, að aðrar
sýslur einnig styrktu til þess
að sínu leyti“. Voru báðar til-
lögurnar samþykktar í einu
hljóði og greiddu atkvæði konur
jafnt sem karlar og þótti það
skemmtileg nýlunda. Að siðustu
voru rædd nokkur önnur mál.
Enda þótt fundarsalurinn væri
troðfullur, fóru jafnframt veit-
ingar fram í tjaldi miklu við hlið
hússins og í kirkjunni var söng-
flokkur, er skemmti fólki með
Söng um daginn. Að fundi lokn-
um var slegið upp veizlu í stein-
húsinu, en þar var komið fyrir
borðum í hring með bekkjum
beggja megin. Var þar mælt fyrir
skálum og mörg minni drukkin.
Stýrði Ásgeir bóndi hófinu af
miklum skörungsskap. Var mælt
að um 500 manna hafi sótt há-
tíð þessa.