Heima er bezt - 01.03.1955, Side 18
82
Heima er bezt
Nr. 3
svo aS brast í hverju tré. Er mér
enn í fersku minni sá óveðurs-
gnýr. Og einhver annar enn ægi-
legri ótti mun líka hafa læðst
inn í viðkvæma barnssál mína,
þegar ég hugsaði um föður minn
og bróður, sem úti voru og varð
þess var að mamma lá alltaf
andvaka. Það veit ég fyrir víst,
að ekki sofnaði hún blund þessa
eftirminnilegu voðanótt og lang-
ur mun henni hafa fundizt hver
klukkutíminn, sem hún vakti og
bað fyrir ástvinum sínum. Hvor-
ugt okkar mömmu bjóst við að
sjá föður minn lifandi.
Seinnipart nætur mun veðrinu
hafa slotað og komu þá heim
til bæjar þeir menn, sem átt
höfðu dvöl í fjárhúsunum heima,
og um morguninn, þegar byrjað
var að birta, fóru tveir menn
að leita föður míns. Fundu þeir
hann í beitarhúsunum hjá fé
sínu, hressan í bragði og má
nærri geta, að þeim hefir þótt
fundurinn góður. Mátti með réttu
segja, að hann væri úr Helju
heimtur — og líka hjörðin, sem
hann hafði verið settur tii að
annast.
Knútsbylurinn mun ógjarnan
líða þeim úr minni, sem komust
í kynni við ógnir hans. Óhætt er
að fullyrða, að hann hafi verið
eitt hið mesta óveður, sem menn
vita dæmi um og sérstaklega
hvað hann brast skyndilega á,
með þeirri hörku að engum vörn-
um varð við komið.
Skrásett að Þórðarstöðum í
Fnjóskadal, 31. marz 1954.
Úr gömlum blöðum
Um Eskimóa
Nágrönnum lýst.
í „Ingólfi“ birtust fróðleiks-
þættir um ýmsar frumstæðar
þjóðir, svo sem Patagóníumenn
o. fl. Um Eskimóa er frá mörgu
skýrt og þeim borin allvel sag-
an. Þó mun þessi klausa orka
nokkurs tvímælis:
„Norðbúar þessir hafa eigi
hina minnstu hugmynd um það,
sem aðrar þjóðir kalla þrifnað.
Óhreinindi og gor úr slátruðum
dýrum og slor úr fiski láta þeir
safnast í hauga inni hjá sér, og
Blindur skáld
Mörg er gátan í bókmenntum
okkar. Ein er: Hver var Blindur
skáld? Jón Arason telur hann
höfuðskáld Austurlands á sinni
tíð, þ. e. á fyrra helmingi 16. ald-
ar. Seinni tíðar menn sögðu að
hann héti Sigurður og ætti
heima í Fagradal, en margir
menn hétu Sigurðunr og margir
bæir Fagridalur. Vitað er þó eft-
ir gamalli vísu, að Sigurður
blindur var skáld:
Það er að segja af Sigurði blind
samdi hann ljóð um hverja kind,
sá hann hvorki sól né vind,
seggjum þótti hann kveða
með hind.
Hér verða ekki raktar allar
tilgátur um Sigurð, en vísað í
rit Björns K. Þórólfssonar, Rím-
ur fyrir 1600. Víðar má lesa um
þetta.
Nú hafa sumir talið að Sig-
urður blindur væri Sigurður
Þórðarson í Fagradal í Dalasýslu.
Páll Eggert og Björn Karel hafa
talið þetta sennilegt. Ekki er ég
sanntrúaður á þetta, en hef ekki
rök til að mótmæla. En ef þetta
væri rétt, þá er eftir að vita hver
var Blindur skáld, sá er Jón Ara-
son kallar: bragtraustan fyrri
austan. Rögnvaldur blindi var
skáld á þessum tíma, en mál á
rímum hans bendir til vestur-
lands og er því trautt um hann
að ræða.
Bergsteinn blindi hét maður
og skal nú rætt nokkuð um
hann. Fróðir menn segja, að
Bergsteinn sá væri Þorvaldsson
— d. 1635. Hann er talinn hafa
farið um Suðurland með kveð-
skap sinn, Og eru til nokkur
kvæði eftir hann, lítt merk.
Guðmundur Bergþórsson orti
um nokkur skáld í mansöng
fyrir 42. rímu í Olgeirsrímum
danska. Þar er fyrst nefndur
Bergsteinn blindi: ♦
Bergsteinn blindi mattist mest
meður höfuðskáldum,
ímu vindi atti bezt
að yggjar kröfu sáldum.
Næst er nefndur Sigurður
nokkur og er nærri víst, að sá er
Sigurður blindur, skáldið góða.
Síðan koma Hallur Magnússon
og Þórður á Stjúgi, og svo hver
af öðrum, eftir aldri nokkuð.
Nú er furða ef Guðmundur
yrkir svo um nýdáinn mann, eða
svo til. Olgeirsrímur orti hann
1680. Mér þykir sennilegt, að
Bergsteinn blindi sé allur ann-
ar maður en Bergsteinn Þor-
valdsson, sá er kvaddi heiminn
árið 1635. Þessi Bergsteinn hefur
þá lifað á 16. öld og verið skáld
mikið og e. t. v. er hann sá
Blindur, sem Jón Arason getur
um. Langt er frá því að ég telji
þetta nein vísindi, því er slegið
fram sem möguleika. Ekki hef
ég rannsakað mál þetta fræði-
lega, enda óhægt um vik, því fá
gögn eru fyrir hendi.
Gott væri að heyra hvað
fræðimenn segja um þetta.
Þjóðfræðin virðist hafa eignað
Bergsteini blinda rímur nokkr-
ar, sem stundum eru eignaðar
Sigurði, Öndrur fornu og fleira.
Allt er þetta í óvissu og torsótt
að lausninni.
Sveinbjörn Benteinsson.
þegar svo við bætist brælan úr
lýsislampanum, verður daunn-
inn svo sterkur, að enginn út-
lendur maður þolir við. Þegar
þeir gjöra til seli og önnur dýr,
keppa bæði börn og hundar um
að sleikja upp blóðið, sem niður
rennur. Þannig kom einu sinni
Eskimói út á skip til Evrópu-
manna og sá ekki í andlit hans
fyrir selablóði og lýsi. Skipverj-
ar báðu hann um að strjúka
framan úr sér, en honum þótti
það óþarfi og vék sér vinalega
að þeim og mælti: Sleikið þið
framan úr mér! — og honum
þótti það býsn, er hinir fengust
ekki til þess. Hann vék sér þá
að konu sinni, sem var með hon-
um; hún varð eins og sárfegin
og sleikti upp á honum bæði and-
litið og hendurnar; en þeir eru
fúsir á að sýna þess konar hót
hver öðrum.“ (1854).