Heima er bezt - 01.03.1955, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.03.1955, Blaðsíða 23
Nr. 3 Heima er bezt 87 Upp á líf og dauða Viðureign við ljón í Afríku Harry Wolhuter var umsjón- armaður með villidýrunum í Kriiger Nationalpark í 44 ár, og þekkir manna bezt lifnað- arháttu villidýranna. Grein þessi er tekin eftir einni af ferðabókum hans. Það var í ágústmánuði. Ég var á leið heim til aðsetursstaðar mins í fjöllunum, eftir að hafa verið á ferðalagi til eftirlits, eins og venja mín var. Ég var hérum- bil tvær dagleiðir frá tjaldstað mínum, og hafði hugsað mér að dvelja hjá vatnsbóli einu, sem ég vissi um, um nóttina. Þá er við náðum þangað, sá ég að vatns- bólið hafði þornað upp. Þá var klukkan um fjögur síðdegis. Hið einasta, sem við nú gátum gert, var að halda áfram að næsta vatnsbóli, sem var tuttugu km. lengra meöfram leið minni. Þrír negrar voru í för með mér. Þeir ráku áburðarasnana og sáu um hundana, sem voru þrír, sterkir Búahundar, sem hafa orð fyrir að vera ómetanlegir á ljónaveið- um. Ég bað fylgdarmenn mína að fylgja mér eftir, en ég ætlaði að ríða á undan að vatnsbólinu. Einn af hundunum, Bull, trygg- ur og árvakur, fylgdi mér, en hinir urðu eftir hjá félögum mín- um. Enda þótt brátt færi að skyggja, hélt ég ótrauður áfram, enda var ég kunnugur leiðinni. Ég hafði oft farið um þessar slóðir, meðan á Búastríðinu stóð — og oftast á nóttunni, til þess að sleppa við kveljandi sólarhit- ann. Ljón komu mér ekki í hug, því að ég hafði aldrei orðið var við þau á þessari leið. Mestur hluti grassins var brunninn, en hér og þar voru þó óbrunnir blettir eftir, með mannhæðarháu grasi. Þegar ég reið framhjá ein- um slíkum grasbletti, heyrði ég þrusk í tveimur stórum dýrum fyrir framan mig. Það var orðið svo dimmt, að ekki var unnt að greina nokkurn hlut, en ég taldi víst, að hér væri um antílópur að ræða, en fjöldi þeirra heldur til á þessum slóð- um. Taldi ég víst, að þær myndu hlaupa yfir stíginn og hverfa, en þess í stað heyrði ég fótatak hlaupandi dýra nálgast mig. Ég reið þó hægt áfram, þangað til ég kom auga á tvo stóra, dökka skugga, sem stönzuðu aðeins i tveggja metra fjarlægð. Þá fyrst sá ég, að þetta voru ljón. Og ég gat ekki verið í neinum efa um áform þeirra. Þau höfðu áreið- anlega ásett sér að ráðast á hestinn minn. Auðvitað var ég vopnaður — ég skildi aldrei riff- ilinn við mig á ferðum mínum — en mér var ljóst, að ég myndi ekki fá ráðrúm til að skjóta, áð- ur en rándýrin réðust á mig og hest minn. Ég sneri hestinum við og sló í hann í örvæntingarfullri tilraun til að sleppa frá ljónun- um. En annað ljónið var komið of nálægt til þess að flótti gæti tekist. Áður en hesturinn gat náð fullum hraða, fann ég þungt högg. Ljónið hafði stokkið upp á lendina á hestinum. Það, sem síðan gerðist, tók að- eins fáeinar sekúndur, en ég minnist ætíð tilfinningarinnar af að finna klær ljónsins í líkama mínum. Hesturinn ærðist, sló og sparkaði svo duglega, að ljónið missti takið — en ég kastaðist úr hnakknum. Það hljómar sem lygi, þegar ég segi, að ég varð svo heppinn að lenda beint ofan á hrygginn á hinu ljóninu, er var að reyna að komast fram fyrir hestinn, til þess að stöðva flótta hans. En hefði ég fallið öðruvísi, eru mikil líkindi til, að ljónið hefði bitið í höfuðið á mér, og bá hefði ég ekki getað sagt frá þessu. f þess stað beit villidýrið í öxlina á mér og tók að draga mig burt. Samtímis því heyrði ég hófatak hestsins á grýttri jörð- inni, þar sem hann var á æðis- gengnum flótta undan því ljón- inu, sem fyrst réðst á hann. Og á hæla hestsins hljóp Bull og hvarf út í myrkrið. Á meðan þessu fór fram dró ljónið mig inn í grasið rétt hjá stígnum. Ég drógst á hryggnum og hékk á milli framfótanna á ljóninu. Þar sem ég hafði spora á stígvélunum, verkuðu þeir svipað og hemlar, með þvi að þeir skárust niður í jörðina, en þegar einhver fyrirstaða varð, rykkti ljónið í, en það olli mér óþolandi sársauka í öxlinni, en tennur ljónsins höfðu sært mig illa á sama stað. Ég minnist þess að mér flaug í hug fullyrðing Livingstones, sem gekk út á, að áfallið eftir bit villidýra verkaði á taugakerfið, svo að sársaukinn deyfðist, en komst nú að raun um, að hann hefði ekki á réttu að standa —. að minnsta kosti ekki hvað mig snerti. Ég fann til óþolandi sársauka, og auk sárs- aukans kom kvölin við að hugsa um, hver afdrif ég hlyti í klóm ljónsins. Myndi það drepa mig hreinlega eða éta mig upp lif- andi? Auðvitað var ég þegar orðinn sannfærður um að það væri úti um mig — að nú ætti ég aðeins eftir að kveðja þetta líf. Allt í einu datt mér veiðihníf- urinn minn í hug. Ef til vill hafði ég hann ennþá á mér. Ég hafði hann hangandi í belti mínu á hægri hlið, en til allrar óham- ingju var hann oft laus í skeið- um og átti það til að falla úr þeim, svo að ég varð að taka hann upp á eftir. Mér fannst nærri ótrúlegt að hann væri í skeiðinni eftir fallið af hestinum og hnjaskið á grýttri jörðinni. Það tók mig talsverðan tíma að læða vinstri hendinni bak við mig, meðan ljónið hélt áfram með mig. En loksins fann ég slíðrið og létti stórum, er ég fann að hnífurinn var á sínum stað. Ég náði í skaftið á honum og var að hugsa um, hvar ég ætti fyrst

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.