Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1955, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.09.1955, Blaðsíða 8
264 Heima er bezt Nr. 9 legt í Vík, þótt útsýni sé lítið. Liggur þorpið í hvammi einum stórum, rís Reynisfjall að vestan, allhátt en gróðurmikið eins og móbergsfjöllin eru eystra. Skilur þetta fjall þorpið frá hinum eig- inlega Mýrdal, sem liggur að vestanverðu við það, og er mjög fögur sveit, grösug og þéttbýl. Austan megin Víkur eru fjöllin nokkru lægri og gróðurmikil. Fyrir framan Reynisfjall eru Reynisdrangar, sérkennilegir og fagrir og blasa við úr þorpinu; hefur brimið sorfið þá frá fjall- inu. í suðri er opið hafið, en til norðurs líðandi halli upp frá hvamminum, en fyrir ofan hall- ann tekur við allvíðlent gras- lendi, en svo fjöll er lengra dregur. Svo má heita, að allur þessi mikli hvammur sé nú orðinn að sléttu og fögru túni, sem bæ- irnir Suður- og Norður-Vík eiga. Liggur meginhluti þorpsins í túnjaðrinum, en fyrir sunnan það tekur við ægisandur all- breiður. Eru ráðagerðir um það hjá athafnamönnum í þorpinu að byggja garð til varnar sjáv- arágangi og rækta upp sandinn. Fegurð þorpsins mundi aukast mjög við það og mikið land vinnast undir tún og garða. Ömurlegt er fyrir Víkurbúa að vita af sjó fullum af fiski fram- an við landsteinana, en hafa engin úrræði til þess að afla hans sökum hafnleysins. Má til marks um, hvernig lendingin í Vík er, geta þess, að í annarri eins veðurblíðu og var þar s. 1. vetur, mátti svo heita, að aldrei væri hægt að lenda þar. Sjór er þar nær aldrei ládauður nema í norðanátt. Svo munu sérfróðir menn telja, að nær ókleyft muni kostnaðar vegna að gera örugga höfn í Vík, en ómetanlegur væri sá hagnaður, sem hún færði ekki aðeins Víkurbúum heldur og austurhluta Rangárvallasýslu, Vestur-Skaftafellssýslu allri og vesturhluta Austur-Skaftafells- sýslu, því að svo má heita, að öll þessi strandlengja sé hafn- laus með öllu, þótt skip geti endrum og eins athafnað sig á stöku stað með því að sæta hverju færi sem gefst. En það er ekki einungis, að Skaftfellingum sé bönnuð sjó- sóknin, heldur eru og sam- gönguerfiðleikarnir á landi af- skaplegir. Hvert stórfljótið er þar öðru meira og mörg óbrúuð, og á sumum standa ekki brýr, þegar jökulhlaupin ryðjast fram og tröllskapur náttúrunnar kemst í almætti sitt. Sandar, margar tugir rasta á breidd, skilja að sveitirnar, sem hin geigvænlegu jökulhlaup æða yf- ir með nokkurra ára millibili. í Vík er sýslumanns- og lækn- issetur. Sátu sýslumenn fyrrum á Kirkjubæjarklaustri, og mun það hafa verið Sigurður Eggerz, sem fyrstur tók sér aðsetur í Vík. Gísli Sveinsson er nú sýslu- maður, en Guðni Hjörleifsson læknir. Njóta báðir hins mesta trausts hjá sýslubúum. Þótt ótrúlegt megi virðast þeim ferðalöngum, sem Vík gista, þá fullyrða samt Víkurbú- ar og aðrir Skaftfellingar, að minnstu hafi munað, að Kötlu- gosið síðasta, 1918, gereyðilegði þorpið. Undrunin, sem þetta veldur hjá ókunnugum, stafar af því að frá Vík austur á Mýrdals- sand er alllöng leið, líklega 5—7 rastir, en auk þess hlífa há fjöll þorpinu að austanverðu, sem ekkert hlaup getur komist yfir. En hættan mikla, sem þorpinu var búin, lá í því, að sævargang- urinn yrði svo ferlegur af þeim ókjörum, sem ryðjast fram, að hann skolaði burtu húsunum eða græfi þau í sand. En það, sem bjargaði þorpinu að þessu sinni var það, að flóð- ið skall á fjöllunum, sem tak- marka Mýrdalssand að vestan, og við það brauzt hlaupið fram beint til sjávar, en hefði það beinzt í vesturátt, framan við fjöllin, mundi flóðbylgjan hafa skollið á Reynisfjalli, vestanvert við Vík, gengið inn með því og svo sogast yfir þorpið, En þótt þessi stefnubreyting yrði á hlaupinu, þá gekk sjór- inn samt upp að húsum í Vík. Og svo mikill var kraftur flóð- bylgjunnar, að hennar gætti til muna í Vestmannaeyjum. Má af þessu nokkuð marka, hversu tröllslegar hamfarir náttúrunn- ar voru. Sögðu þeir Halldórssynir oss svo frá, en þeir eru menn óljúg- fróðir, að einn daginn — en þá stóð vindur af norðri frá Kötlu — hefðu þeir verið staddir nið- ur við búð sína, en frá henni heim að íbúðarhúsi þeirra er nokkur spölur, lagður vegur. Sáu þeir þá, að sorti mikill færðist yfir Vík úr norðri og varð brátt svo dimmt af vikur- og öskufalli, að ekki urðu greind handaskil. Varð myrkur svo mikið, að þeir fengu eigi haldið veginum heim að húsinu, enda þótt þeir lýstu fyrir sér með ljóskerum. Féll þá ógrynni af ösku og vikri í Vík, en olli ekki mikilli eyðileggingu sökum þess, að þetta var að haustlagi. Um hádegi kom fylgdarmað- urinn, sem Jón hafði kosið oss, með fjölda hesta. Var það Páll Ólafsson bóndi á Litlu-Heiði, föðurbróðir Jóns. Var svo ráð fyrir gert að gista á Flögu í Skaftártungu næstu nótt, en um 6 tíma reið er frá Vík þang- að, og liggur leiðin yfir Mýr- dalssand. Sandurinn er eyðimörk mikil, all ömurleg yfir að líta. Mýr- dalsjökull og Katla hafa frá ó- muna tíð unnið að þessu eyði- leggingarinnar sköpunarverki, og enginn veit hvenær því verki lýkur, því að Katla er dul á fvr- irætlanir sínar, eins og dipló- matar stórveldanna. Ekkert er vitað með sannind- um, hvernig umhorfs var á þessum slóðum á landnámstíð, en svo mikið er þó víst, að víða var byggð þar til forna, sem nú er sandur einn, og landið grasi og skógi vaxið, líkt því, sem Skaftártungan er nú. Getur Landnáma þess, að þeg- ar Hjörleifur kom að landi við höfða þann, sem við hann er kenndur og stendur vestarlega á sandinum, að þar hafi verið fjörður, „og horfði botninn inn að höfðanum.“ En nú er Hjör- leifshöfði alllangt inni í landi, og stafar landauki þessi allur af hlaupum úr Mýrdalsjökli. Hjörleifshöfði er nú um- kringdur af gróðurlitlu sand- hafi, en svo var ekki, er Hjör- leifur nam þar land. Má ráða í, hvernig landkostir munu hafa verið, af eftirfarandi frásögn Landnámu: „Enn um vorit vildi hann

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað: Nr. 9 (01.09.1955)
https://timarit.is/issue/302962

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Nr. 9 (01.09.1955)

Aðgerðir: