Heima er bezt - 01.09.1955, Blaðsíða 14
270
Heima er bezt
Nr. 9
alþekkti og ágæti alþýðufræðari
Guðmundur Hjaltason. Var hann
þar nokkra vetrarparta, og mun
Björn hafa notið kennslu hjá
honum um 9—10 mánaða skeið.
Mjög voru kennsluaðferðir þess-
ara tveggja aðalkennara ólíkar.
Tómas kenndi mest á bók og hélt
nemendum svo fast að náminu,
að þreytu kenndi hjá þeim. Og
var sem fargi væri af þeim létt,
er námi lauk. Guðmundur
kenndi aftur á móti mikið með
hinu lifandi orði af tungu sinni:
í íyrirlestrum og samræðum við
nemendur sína. Og hann gaf
þeim líka fleiri frístundir. Nám-
ið hjá honum varð því sem leik-
ur, og kviðu nemendur mest
þeirri stund, er því skyldi lokið.
Námsgreinar þær er Björn
fékk tilsögn í á heimili sínu fyrir
fermingu voru þessar: skrift,
reikningur, réttritun, kristin
fræði og danska. Og eftir ferm-
ingu til viðbótar — að kristnum
fræðum fráskildum — landa-
fræði, íslandssögu, mannkyns-
sögu, íslenzku og ensku. Og þótt
samanlagðuT námstími Björns
væri ekki nema sem svarar rúm-
lega tveggja ára námi hinnar
ungu kynslóðar nú, hygg ég að
mér sé óhætt að segja — eftir
þeim kynnum sem ég hefi haft
af nokkrum meðalgreindum
ungmennum, sem setið hafa á
skólabekkjum í 8 vetur, — að
Björn hafi að námi loknu verið
eins vel að sér og þeir í flestum
þeim námsgreinum, er hann fékk
tilsögn í, og sumum mun betur.
Var sá árangur er hann náði við
nám sitt að þakka hans góðu
námsgáfum, en einnig ástundun
hans og fróðleiksþrá. Fyrir ferm-
ingu tók hann t.d. að lesa allar
nýtilegar bækur, sem hann
komst yfir. Einkum voru það
bækur sögulegs efnis, svo sem
Mannkynssaga Páls Melsteds
hin meiri og Noregs-konunga
sögur. Og að námi loknu hélt
Björn áfram að auðga anda sinn
með lestri góðra bóka, ef tóm
gafst. Og það var sem honum
opnaðist nýr heimur, er Lestrar-
félag Keldhverfinga var stofnað
skömmu áðúr. Því a)B félagið
lagði mikla stund á að eignast
sem mest af bókum fræðilegs
efnis og heildarrit skáldjöfra
Norðurlanda á dönsku. Notaði
Björn sér þær bækur, svo sem
ástæður frekast leyfðu. Ferða-
sögur og bækur náttúrufræðilegs
efnis voru honum mjög hug-
stæðar, og þó einkum þær síðar-
nefndu. Hafði hann ætíð augu
og eyru sérstaklega opin fyrir
öllu á því sviði og beitti þar ó-
spart sinni skörpu athugunar-
gáfu. Einkum voru það dýrin, •—
og af þeim fuglarnir — sem
hann lagði mesta alúð við og at-
hugaði gaumgæfilegast. Mun
hann hafa verið orðinn meðal
fróðustu manna hérlendis um
allt það, er snertir líf íslenzku
fuglanna. Og yfirleitt hafði
hann aflað sér svo mikils fróð-
leiks á ýmsum sviðum, að ég
hygg, að síðari hluta ævinnar
hafi hann verið meðal fjölfróð-
ustu manna hérlendra.
Ritfær var Björn í bezta lagi
og skrifaði margar greinar um
fróðleg efni. Veittist honum það
mjög létt og reit hreint og jipurt
mál. Nokkrar af greinum hans
hafa birzt í ýmsum tímaritum,
en aðrar verið fluttar í útvarp-
inu. Eina grein skrifaði hann á
dönsku, og birtist hún í danska
ritinu „Flora og Fauna“ 1935.
Holger Kjær, kennari við lýðhá-
skólann í Askov, skrifaði nokk-
ur orð neðanmáls til skýringar á
grein Björns. En Kjær ferðaðist
hér um landið og gisti í Lóni
tvær nætur sumarið 1929, er
hann var að safna drögum að
bók sinni „Kampen om Hjem-
met“. En í þeirri bók leitast hann
við að sýna uppeldisáhrif heim-
ilanna, gildi vinnunnar á heim-
ilunum og áhrif hennar á þroska
barnsins. Eftir að hafa kynnt
Björn fyrir lesendum ritsins,
farast honum orð á þessa leið:
„Han har aldrig gaaet i Skole,
men har som alle ældre is-
landske Bönder i sin Bamdom
faaet Undervisning i Hjemmet
og deltaget i Gaardens Arbeide.
Han hörer til en Type af is-
landske Bönder, der desværre er
ved at dö ud, en forstandig og
selvlærd Mand, som er rod-
fæstet i gammel islandsk Kul-
tur, og som derved af en stærk
Trang til Oplysning paa egen
Haand har erhvervet sig ret
omfattende Kundskaber paa for-
skellige Felter. Dansk fik han
Begyndelsesgrundene i hos en
Vandrelærer, som kom i Barn-
domshjemmet et par Vintre, men
i Forsættelsen maatte han klare
sig selv. Udtalen lærte han af
danske Sömænd og af Rei-
sende, der tog Natteherberge
paa hans Gaard. Afhandlingen
her er skrevet af ham selv paa
Dansk, og kun mindre Rettelser
er foreatget."1)
Svo sem vænta mátti, voru
Birni falin mörg trúnaðarstörf,
bæði af sveitungum sínum og því
opinberá. Hann var hreppstjóri
Keldhverfinga í nær 30 ár, sat
í hreppsnefnd og sáttanefnd,
var sýslunefndarmaður og end-
urskoðandi sýslureikninga, átti
sæti í yfirskattanefnd og jarða-
matsnefnd og var deildarstjóri
Keldunessdeildar í Kaupfélagi
Þingeyinga í mörg ár. Hann
stjói^iaði sauðfjárböðunum við
útrýmingu fjárkláðans og ferð-
aðist í tvo vetur um Vesturland
sem eftirlitsmaður fyrir Mykle-
stad, vegna fjárkláðans. Hann
var með þeim fremstu við stofn-
un bindindisfélags, ungmennafé-
lags og sparisjóðs Keldhverfinga
og sat í stjórn sumra þessara
stofnana.
Gleðimaður var Björn mikill
og góður heim að sækja. Hafði
hann jafnan einhverjar skrltlur
eða gamansögur á reiðum hönd-
um og sagði þær vel og af mik-
illi frásagnargleði. Áttu því
margir skemmtilegar stundir á
heimili hans, og eins í návist
hans utan heimilis.
Björn var mjög barngóður og
!) Lausleg þýðing: „Hann hefur aldrei
gengið í skóla, en naut kennslu í heimahús-
um í æsku, eins og allir íslenzkir bændur af
eldri kynslóðinni. Tók og þátt í öllum
daglegum störfum. Hann heyrir til þeirri
kynslóð og einkennum hennar, sem því
miður er nú að hverfa, hygginn, sjálflærður
maður, sem er bundinn sterkum taugum
við gamla íslenzka menningu og hefur
vegna þess haft ríka löngun til sjálfs-
fræðslu á ýmsum sviðum. Undirstöðukunn-
áttu í dönsku fékk hann hjá farkennara,
sem kom í tvo vetur á æskuheimili hans,
en eftir það varð hann að læra án til-
sagnar. Framburð lærði hann af dönskum
sjómönnum og ferðamönnum, sem gistu á
heimili hans. Grein þá, er hér birtist, hef-
ur hann skrifað sjálfur á dönsku og hefur
ekki þurft að leiðrétta hana nema á ein-
staka stað.“