Heima er bezt - 01.09.1955, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.09.1955, Blaðsíða 11
Nr. 9 Heima er bezt 267 loftið og dagurinn verður dimm- ari en haustnóttin. En Skaftfell- ingurinn hefur búið við þenna voða í 10 aldir og þó aldrei kom- ið til hugar að flýja land. Hann býður gömlu Kötlu byrginn, hreinsar burtu ólyfjanina, sem hún spýr yfir tún hans og engj- ar, og byggir túngarðinn sinn upp aftur, sem flaumurinn úr kjafti hennar hefur jafnað við jörðu. — Skaftfellingurinn er hvort tveggja í senn landvarnar- og landnámsmaður. Það er hans að- alsmark. Vér höfðum farið rólega yfir sandinn. Mýrdalsjökull í norðri og Öræfajökull í fjarska í austri drógu að sér athygli þeirra, sem ekki höfðu fyrr litið þessa fögru og stórfenglegu fjallasýn. Það var því komið undir háttatíma, er vér komum að Flögu, sem er næstvestasti bær í Skaftár- tungu, en þar hafði hinn forsjáli fararstjóri vor, Jón Kjartansson valið oss náttstað. En gestrisn- in íslenzka lítur ekki á klukkuna og telur ekki þá, sem að gerði bera. Fengum við þar hinar á- gætustu viðtökur. Á Flögu búa þau hjónin Vig- fús Gunnarsson og Sigríður Sveinsdóttir, systir Gísla sýslu- manns og þeirra bræðra. Eru þau bæði hin mestu myndarhjón og heimili þeirra hið prýðileg- asta. Fyrir Kötluhlaupið var Flaga ein af engjabeztu jörðunum í Skaftártungu, en hlaupið eyði- lagði þær að mestu. En þrátt fyrir þetta er Vigfús með fjár- flestu bændum héraðsins, en í sveit þessari er sauðfjáreign mikil, enda er hún ágætlega til sauðfjárræktar fallin, afréttir góðir og heimalönd kjarngóð, skógi og víði vaxin. Veðurblíða er þar mikil. Fé er þar mjög vænt og munu dilkar jafna sig upp með 30 pd. skrokk. Efnahagur bænda er góður, kaupstaðarskuldir litlar, bú góð og framfarir allmiklar. Víðast hvar er vel hýst, raflýst sums staðar og tún girt. Áburðarhirð- ing er í góðu lagi og umgengni snyrtileg. Seint var lagt af stað næsta dag, enda skyldi ekki lengra haldið en að Breiðabólsstað á Síðu til Snorra læknis Halldórs- sonar, en þangað er 4 tíma gutl- reið. Liggur leiðin yfir Skaftár- eldahraun, sem er geysistórt að flatarmáli og mun vera 15—20 rastir á breidd. Hraunið er úfið og stórfenglegt, en gróður er þar allmikill. Vér komum ekki að Breiða- bólsstað fyrr en kl. 9. Höfðum farið hægt yfir, enda fagurt um að litast, er Síðan blasti við aug- um. Hún er, eins og kunnugt er, ein af fegurstu sveitum íslands, fjalla- og jöklasýn svipuð og í Skaftártungu, en tign Öræfa- jökuls nýtur sín þó betur og feg- urð Lómagnúps, sem er eitt ris- mesta og fegursta fjall á íslandi úr fjarska að sjá. Sjálf sveitin er öllu fegurri en Skaftártunga, graslendið er samfelldara og gróðurmeira, sléttar grundir hið neðra, en hæðir og fjöll efra, sem bæirnir standa undir. Jafðir eru margar góðar á Síðu, en beitiland er þar þó ekki jafn kjarngott og í Skaftár- tungu. Framfarir í búnaði eru talsverðar byggingar víða sæmi- legar, sumstaðar ágætar. Efna- hagur bænda mun tgepast vera jafngóður og í Skaftártungu. Til Snorra læknis var gott að koma, enda maðurinn alkunnur fyrir prúðmennsku og alúð. Um kveldið gengum vér upp að Prestsbakka til Magnúsar pró- fasts Bjarnarsonar. Hann er höfðingi mikill heim að sækja og gleðimaður. Söng Árni í kirkj- unni, sem er eitt prýðilegasta guðshús á íslandi, einföld og fögur, en séra Björn, sonur pró- fasts, spilaði undir. Um morguninn var haldið til Kirkjubæjarklausturs, því að þar ætluðu stjórnmálagarparnir að leiða saman hesta sina. Kirkjubæjarklaustur er vel þekkt bæði að fornu og nýju. Ketill fíflski, sonur Jórunnar mannvitsbrekku, dóttur Ketils Flatnefs, nam þar land. Ketill var kristinn og nefndi bæ sinn Kirkjubæ, en á undan undan Katli höfðu Papar búið þar, og eigi máttu heiðnir menn þar búa. Hildir Eysteinsson lagði ekki trúnað á þetta og vildi færa bú sitt í Kirkjubæ eftir Ketil dauð- an, en er hann kom nær að tún- inu, varð hann bráðdauður. Þar liggur hann í Hildishaugi. Síðar á öldum var svo staður þessi valinn handa konum, sem helga vildu guði líf sitt og lifa í skírlífi og hreinleika. Og loks hafa þar búið margir veraldleg- ir höfðingjar og sumir all til- þrifamiklir, sem meira hugsuðu um þetta líf en hið tilkomanda. Nú býr þar Lárus Helgason, alþingismaður Vestur-Skaftfell- inga. Svipar honum um margt til fommanna, bæði að yfirlitum og skapgerð. Hann er í meðal- lagi hár og gildur vel, og eru það bein og vöðvar, en ekki kvapfita ýstrumagans. Dökkur er hann yf- irlitum, veðurtekinn, hárið svart, stórskorinn nokkuð málrómur- inn sterkur og dimmur, tungu- takið ekki liðugt. Höfðingi er hann mikill heima að sækja, at- orkusamur i búskap, afskipta- samur nokkuð og ráðríkur inn- an sveitar, ferðamaður ágætur og einlægur fjandmaður tíkar- brands og gutldrykkja, en kann vel að meta ágæti dýrra veiga og höfgra. Myndarlegt er um að litast á Klaustri og stórbýlislegt. Túnið er mikið og rennislétt. Liggur það niður að Skaftá, sem fellur fram breið og þung og vatns- mikil. Timburhús er þar mikið, sem Sigurður Ólafsson sýslumaður byggði. Raflýsing er þar, suða og hitun og mun stöðin hafa kost- að um 17 þúsund krónur. Víðsýni frá bænum og fjallasýn er ekki mikil, en þegar kemur skammt niður fyrir, blasa jöklarnir við og hin margbreytilega og stór- fenglega fegurð þessa héraðs nýtur sín til fulls. Ekki verður í ferðasögu þess- ari greint frá orðasennum stjórnmálagarpanna, og er nú sagan brátt á enda, og mun sennilega sumum þykja, að fyrr hefði mátt vera. Var nú snúið heim á leið eft- ir fundinn á Klaustri og haldið fyrst í Skaftártungu og gist þar. Síðan var farið til Víkur. Skruppum við þaðan upp að Heiði til Páls bónda, sem hafði hestað oss í för þessari og verið hinn ágætasti leiðsögumaður. Framh. á bls. 271.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.