Heima er bezt - 01.12.1955, Page 2

Heima er bezt - 01.12.1955, Page 2
354 Heima ib bezt Þ j ó ð I e g t h e i m i I i s r i t | HEIMA ER BEZT • Heimilisblað með myndum . Kemur út mánaðar- lega . Áskriftagjald kr. 67.00 . Útuefandi: Bokaútgafan Norðri . | Heimilisfang: blaðsins: Pósthólf 101 Reykjavík • Prentsm. Edda h.f. Abyrjfðarmaður: Albert J. Finnbotrason . Ritstjóri: Jón Björnsaon . Efnisyfirlit Bls. 355 Þáttur af Jóni Markússyni, eftir Bjarna Sigurðsson. — 359 Kaflar úr endurminningum Guðbj. S. Árnadóttur. — 364 Haust í Breiðafjarðareyjum, eftir Bergsvein Skúlason. — 368 Gísli Svcinsson. — 370 Bændur á Úlfljótsvatni, eftir Kolbein Guðmundsson. — 377 Jólaljósið í augum, eftir Bjama Sigurðsson. — 378 Sagnir Kr. Einarssonar. Myndasagan o. fl. Til lesendanna Sú breyting verður á útgáfu HEIMA ER BEZT nú um áramótin, að Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri hefur tekið við útgáfu blaðsins af Norðra. Vegna flutnings blaðsins norður má því búast við, að útgáfu janúarblaðsins seinki eitthvað, svo að það komizt ekki út fyrr en seint í janúar eða í byrjun febrúar. En reynt verður að sjá um, að hvert blað komi út í byrjun mánaðar í framtíðinni. HEIMA ER BEZT hefur nú komið út í fimm ár. Það var trú þeirra, sem stóðu að stofnun þess, aö blað sem þetta hefði þýðingarmiklu hlutverki að gegna með því að leggja áherzlu á innlendan fróð- leik. Þetta hefur sannazt, því að blaðið hefur átt vaxandi vinsældum að fagna. í það hafa ritað marg- ir merkir höfundar og þar er geymdur margvísleg- ur fróðleikur, sem ekki finnst annars staðar. Um leið og Bókaútgáfan Norðri afhendir blaðið hinum nýja útgefanda þess, lætur hún þá von í ljós, aö það megi njóta sömu vinsælda og velvildar und- ir stjórn hins nýja eiganda, sem það hefur notið hingað til. Sömuleiðis þakkar ritstjóri fyrir mikil og góð kynni við fjölda fólks víðsvegar um landð, sérstaklega þeim, sem sent hafa blaðinu efni til birtingar, og vonar, að þeir haldi áfram samstarfi sinu við það undir hinni nýju stjórn. Að endingu óska útgef. og ritstjóri HEIMA ER BEZT öllum lesendum sínum fjær og nær gleðilegrci jóla og góðs nýárs. Nr. 12 Himnarnir óma, helga hljóma, heilagra jóla senda á jörð. Mannshjörtum ylja, enn á ný skilja, einstaklingarnir þeirra lofgjörð. Alfaðir sendi, frá sinni hendi, soninn heilaga í þjáðan heim. Björtust ljós himna, blindingar skynja, birtuna leggur um víðan geim. Ómar í hjörtum, berast frá björtum, blessuðum verum, gleðinnar raust. Veitast mun öllum, konum og körlum, kærleikur himnanna endalaust. Barnið. sem forðum, með engla orðum, og ómandi gleði var fagnað á storð. Flutti oss mönnum, af mikilleik sönnum, miskunnsemi’ eilífðar, lífsins orð. í aldaraðir, árvakrir, glaðir, ávallt fundust á hverri tíð. Menn er Krist hylltu, frjálshuga fylltu, flokk þann, er sigra á um síð. Senn jörð mun skrýða, friðsama fríða, fagnandi lýðir Meistarans. Allir með einum, háleitum, hreinum huga, byggja upp ríki hans. Sigurlaug Árnadóttir. Itíkarður Júnsson: Jesús blessar börnin

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.