Heima er bezt - 01.12.1955, Side 3

Heima er bezt - 01.12.1955, Side 3
Nr. 12 Heima er bezt 355 Bjarni Sigurbsson: Þáttur af Jóni Markússyni Lón er austasta sveit i Austur- Skaftafellssýslu. Hún er milli Hornanna, Eystra- og Ytrahorns. Vík er á milli Hornanna, sem nefnd er Lónsvík. Dregur hún, eins og sveitin nafn af lóni, sem er skammt fyrir ofan fjöruna. Þetta lón nær allt aS því þvert yfir sveitina, þó ekki alveg frá Horni til Horns. Eystri hluti þess er nefndur Lónsfjörður. í þetta lón renna allar ár sveitarinnar og lækir, ásamt stórelfunni Jök- ulsá í Lóni. Tvö útföll hefir Lón- ið, Papós vestast hjá Syðra-Firði og Bæjaíós nálægt miðri sveit. Við ber að Bæjarós stíflast á veturna, í sunnan foráttubrimi. Stækkar þá lónið og myndast uppistaða á engjum margra bæja, sem frjófgar þær. Þótti þetta heyra til happa, áður fyrr. En fjöldi ára líður oft á milli þess, að bæjarós stendur uppi, sem svo er kallað, eða stíflast. Verður þá meiri hluti engjanna smám saman lélegur, eða með öllu ónýtt engi. Út af engjunum eru þó til svonefndar færir, eða mjög blautar og rotnar engjar, sem bændurnir nýttu, þegar ós- inn stíflaðist ekki. Þegar svo bar við að ósinn stíflaðist, söfnuðust bændur saman, sem hlut áttu að máli, skömmu fyrir sláttinn, all- ir með skóflur, og héldu út á fjörusandinn, til að moka út ós- inn, eins og það var kallað, eða rás í sandinn út til sjávar. Tók þetta ekki mjög langan tíma, því eftir að vatnið fór að renna, ruddi það sér brátt nægilega stóran farveg um lausan sand- inn út í sjóinn. Bæjarós gegndi þá á ný hlutverki sinu, að losa sveitina við óþarft vatnsmagn, sem rann um hana frá fjöllum og jöklum. Auk Hornanna, sem áður er getið, takmarkast sveitin að austan af Lónsheiði, sem er fjall- vegur milli Lóns og Álftafjarð- ar, en að vestan er hið alkunna Almannaskarð, sem birtir á björtum degi sérlega fagurt út- sýni yfir Hornafjörð og yfir sveitir og fjöll allrar Austur- Skaftafellssýslu. Út í Lónsvík- inni er varpeyja, sem Vigur heit- ir (eins og í ísafjarðardjúpi). Heyrir hún til Stafafelli, hinu forna prestssetri, og færði áður fyrr mikla björg í bú, dún, egg og selkópa. Nú munu þessi hlunnindi mjög hafa rýrnað. Norðan við Lónssveitina eru há fjöll, erfið umferðar og fremur gróðurlítil. Þótti því fjármönn- um hér áður fyrr, smalamennsk- an og hirðing fjár í þessum fjöll- um lýja taugar tánna. í þessum bröttu og háu fjöllum, eru þó til nöfn er benda til þess, að áður fyrr hafi skógar klætt þessi fjöll. Austan við Jökulsá í Lóni, í Skaftafellsfjöllum, eru svo nefndir Eystri-Skógar. Bendir það til þess, að vestan Jökulsár, hafi einnig verið skógar, sem nú eru að mestu eyddir, nema skóg- urinn framan í fjallshlíðinni í Kollumúla. Hlíðin sunnan í Kollumúla er með skógi, frá efstu brún og niður að Jökulsá í Lóni, sem ólgar fram kolmórauð við rætur hennar. Frá Kollumúla til jökulsins og upptaka Jökulsár er fremur stutt. Hvanngræn skógivaxin hlíð Kollumúla, eyk- ur mjög á fegurð hinna tignar- legu, en hrikalegu háfjalla í suð- urbrún öræfanna. Ég hefi hér í stuttu máli lýst umhverfi Lónssveitarinnar. Hún er fámenn og eyðir það litlu rúmi, að telja upp nöfn bæjanna. Þeir eru frá austri til vesturs þessir: Hvalnes, Vík, Svínhólar, Reiðará, Hlíð, Stapafell og Brekka. Þessir bæir eru með- fram, eða undir fjöllunum. Nær sjónum eru Bær (margbýli til forna), Hraunkot og Byggðar- holt. Hef ég þá talið bæina austan Jökulsár. Vestan henn- ar voru þessir bæir (1899): Krossaland, Volasel , Þórisdal- ur, Hvammur, Þorgeirsstaðir, Efri-Fjörður og Syðri-Fjörður. Þar var um skeið verzlunarstað- ur, sem nefndur var Papós, stofnsettur um 1860. Seinna fluttist hann til Hafnar í Horna- firði. Þessari lýsingu á sveitinni er ætlað að skýra frásögnina um Jón Markússon og aðra menn, er þar koma við sögu. Jón Markússon er fæddur 1809. Hans er getið í kirkjubók- um Stafafellssóknar árið 1840, þegar hann er 31 árs að aldri. Þá er hann bóndi í Eskifelli, sem er nýbýli, er hann reisti inni í afrétti prestssetursins Stafafells. Þetta nýbýli í Eskifellsfjöllum mun hann hafa reist um svipað leyti. Kona hans hét Valgerður Ólafsdóttir og er þá sögð 10 ár- um eldri en hann Eina dóttur barna áttu þau, er Þórey hét. Var hún þá 10 ára gömul. Nú verð ég eingöngu að styðj- ast við sagnir aldraðra manna í Lóni, er sögðu mér ýmislegt um búskap Jóns Markússonar, manndóm hans og dugnað og konu hans, er þau bjuggu á ný- býlinu Eskifelli. Var ég þá rúm- lega tvítugur að aldri, en man vel það, sem mér var sagt. Auk þess sá ég þá Jón, rúmlega átt- ræðan og kynntist honum. Mér var sagt, að áður en hjónin reistu nýbýlið í Eskifelli og byrjuðu þar búskap, hefðu þau verið vinnu- hjú. Á þeim dögum var mjög torvelt að fá jarðnæði, því eft- irsóknin var mikil. Og þeir, sem ekki nutu vináttu eða frændsemi til að ná í jarðir, urðu að sætta sig við vinnumennsku. Nú gat Jón enga jörð fengið, en undi ekki lengur vinnumennskunni og réðist þess vegna í það, að byggja sér nýbýli inni í Eski- fellsfjöllum. Efnið í nýbýlið, annað en grjót og torf, varð hann að sækja til bænda, er áttu rekafjörur, og reyndist oft erfitt og tafsamt að tína það saman. Væri hægt að fá eitthvað af efnivið í kaupstað, varð að sækja

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.