Heima er bezt - 01.12.1955, Qupperneq 5
Nr. 12
Heima er bezt
357
kom því upp, einn og efnalítill.
Einnig var það framúrskarandi
dugnaði hans að þakka og hygg-
indum, að hann efnaðist þar vel
á þessum árum. Hann annaðist
sjálfur að mestu um fé sitt, stóð
yfir því á vetrum og færði það í
beztu hagana og mokaði snjó af
góðum hagablettum, svo að féð
næði til jarðar. Sauðum kom
hann upp og hafði þá vetur og
sumar inni í Kollumúla. Þangað
gekk hann stundum á vetrum,
um langan veg, til þess að vitja
þeirra og kanna, hvernig þeim
liði. Á vorin varð hann að fara
þangað til þess að rýja þá og
koma síðan ullinni heim. Mundi
það ekki einum meðalmanni
fært. Þegar efnin urðu meiri og
bústofninn stækkaði, réði hann
til sín vinnufólk.
Sú saga gekk um sveitina, að
eitt vor, er hann fór með vinnu-
mann sinn áleiðis til Kollumúla
til að rýja sauðina, og þeir komu
að Jökulsá, sem rennur undir
Kollumúlanum, þá var hún í
miklum vexti. Þeir leituðu að
góðu broti, en fundu ekki.
Vinnumaður hans hafði þá orð
á þvi, að áin væri ófær og eng-
in leið að vaða yfir hana. Jón
Markússon kvað hana illvæða,
en sagðist þó mundi reyna, hvort
hún væri ekki væð. Hann hafði,
eins og þá tíðkaðist, er fallvötn
voru vaðin, fjögra álna langa
stöng með broddi og renndum
hnúð á efri enda hennar, svo að
hún rynni ekki úr hendi, þegar
fallvötnin voru reynd á ísi, eða
án hans. Eftir að hann hafði
lengi reynt að rannsaka straum-
þunga og dýpt áriruiar, leitaði
hann að tveimur hellusteinum,
sem sagt var, að verið hefðu að
þyngd um 40—50 pund hvor. Þá
batt hann saman þannig, að
hann hafði annan á brjósti, en
hinn á baki. Reiptaglið, sem
hann batt steinana með, hvíldi
á öxlum hans. Þannig útbúinn
lagði hann út í Jökulsána og
studdist við stöngina. Þessi út-
búnaður átti að varna því, að
hann flyti upp, en gera hann um
leið fastari á fótum. Vinnumað-
urinn stóð á bakkanum og
fylgdist nákvæmlega með til-
raunum húsbónda síns að vaða
yfir ána. Var hann mjög ugg-
andi um hann og tilbúinn að
reyna að bjarga lífi hans, ef illa
skyldi fara, svo að hann missti
fótanna í ánni og afl hans reynd-
ist ekki nægilegt gegn hinu
þunga straumfalli árinnar. Þeg-
ar Jón var kominn út í miðja
ána og straumþungi hennar
skall nærri því á öxl hans, hras-
aði hann lítils háttar. Vinnu-
maðurinn varð óttasleginn og
bað fyrir sér. Heyrir hann þá, að
húsbóndi hans segir ofsareiður:
„Get ég ekki staðið á helvítis
löppunum!“ Lýsa þessi ummæli
hans hörkunni, sem í skapgerð
hans bjó, ásamt djörfung og
kjarki og miskunnarleysi við
sjálfan sig. Vinnumaðurinn vissi
vel af afli Jóns og karlmennsku
og taldi hann allra manna
sterkastan, þeirra, er hann hafði
kynnzt, en þarna hélt hann, að
húsbóndi sinn hefði reist sér
hurðarás um öxl, að reyna að
vaða Jökulsá í vexti, sem ekki
var fær hesti. Hann var því
mjög hræddur um líf Jóns og
mjög feginn, þegar hann var
kominn upp á árbakkann hin-
um megin, og tekinn að losa sig
við steinana, sem meðal annars
áttu að hjálpa honum til að
komast yfir ána.
Ekki er þess getið, hve sauðir
hans voru margir, en honum
hafði tekizt að rýja þá alla án
hjálpar annarra manna, og var
það út af fyrir sig þrekvirki. En
aðalþrekvirkið var þó það að
reisa nýbýli inni á afrétti, einn
síns liðs og nærri efnalaus og
smala saman rekavið hingað og
þangað, til notkunar í bæjar- og
gripahús, og koma þeim húsum
upp án hjálpar. Hitt hefur einn-
ig hlotið að reyna mjög á dugn-
að Jóns og fyrirhyggju, að verða
á þeim tímum svo efnaður mað-
ur, á níu árum þarna, að geta
keypt jörðina Hlíð í miðri sveit
og sezt þar að með sæmilegum
bústofni. Slíkt afrek er ekki
heiglum hent. Sagt var, að bú-
skapurinn að Hlíð hafi gengið
vel og efnin aukizt þar. Mátti
sjá þess merki, er ég kom að
Hlíð, að þar var umhirða og um-
gengni til fyrirmyndar og reglu-
semi svo að af bar.
Jón Markússon flutti að Hlíð
í Lóni árið 1849. En ári seinna,
eða 1850, eignaðist hann son
með vinnukonu sinni, Sigurveigu
Markúsdóttur. Kvaðst hann hafa
gert þetta að gamni sínu. Þessi
barnsmóðir hans var þá 33 ára
að aldri. Drengurinn þeirra hlaut
nafnið Eiríkur og ólst upp að
Hlíð með föður sínum og konu
hans, Valgerði. Á þeim árum var
tekið hart á siðgæðisbrotum og
framhjátökum giftra manna. Þá
var það einnig venjan, að gift-
ar konur snerust illa við
tryggðarofum manna sinna.
Þessu var þó á annan veg hátt-