Heima er bezt - 01.12.1955, Síða 7

Heima er bezt - 01.12.1955, Síða 7
Nr. 12 Heima er bezt 359 Kaflar úr endurminningum Guðbjargar S. Árnadóttur Skrásett af Jóni Marteinssyni VI. Kirkjuferðir. Ég ætla nú að geta þess, sem mér er hugstæðast frá veru minni frammi í þessu afskekkta heiðarbýli, en það eru kirkju- ferðirnar. Þær voru ekki marg- ar, venjulega þrjár yfir árið, sú fyrsta, þegar ferming fór fram, önnur um mitt sumar, og hin þriðja einhverntíma að haust- inu. Það var sjaldan svo góð tíð að vetrinum, að lagt væri í að fara til kirkju. Voru þá hús- lestrarnir látnir nægja, en þeir voru lesnir á hverjum sunnu- degi, auk kvöldlestra og föstu- lestra. Oft las mamma kafla upp úr Bíblíunni áður en föstulestr- arnir byrjuðu. Það þótti mér skemmtilegt, því að mér fannst þetta vera eins og hverjar aðrar sögur. Ég beið venjulega með mikilli eftirvæntingu eftir kirkjufterðunum, ekki einungis til að hlusta á prestinn, heldur ekki ræðuna, sem oft hreif mig mikið eða á hinn hrífandi söng, heldur og öllu fremur að lyfta mér upp og koma til fólksins niðri í sveitinni. Var þá venju- lega farið snemma á fætur til að ná í hestana, og búa sig á stað, því að vegurinn var langur og seinfarinn ,en messa byrj- aði venjulega kl. 12 á hádegi. Það voru hátíðlegar og hljóðar stundir. Þegar komið var ofan fyrir bæjarhólinn var stanzað.og pabbi minn tók ofan hattinn og hélt honum fyrir andlitinu og ias ferðabænina í hljóði, eins gerðum við. Við bændum okkur og lásum í hljóði. Mamma hafði kennt mér Reisusálm Hallgríms Péturssonar. Þegar búið var að lesa bænina setti pabbi upp hattinn og sagði: „Guð gefi okk- ur öllum góðar stundir“. Mikill helgiblær ríkti yfir allri ferðinni, ekki nokkurt orð talað fyrst lengi. Mikið fannst mér alltaf birta yfir mömmu minni þegar við komum svo langt, að við sá- um bæinn á Hrútatungu. „Þar sjáum við blessaðan bæinn, þar sem ég hefi lifað mínar sælustu stundir“, sagði mamma. Hún elskaði þennan bæ og alla sem þar voru. Þegar við riðum í hlað, stóðu allir 5 bræðurnir sparibúnir til að taka á móti okk- ur. Það voru ungir og hraustir piltar, synir hjónanna. í því kom húsmóðirin út með stóra mjólk- urkönnu, með þeim ummælum að okkur mundi þörf að bragða á kúamjólk, ekki hefðum við svo mikið af henni þarna fram undir heiðinni. Síðan var farið inn og drukkið kaffi, og urðum við svo öll samferða til kirkjunnar. Þótti mér sá spotti skemmtilegastur, því að þá var hægt að láta hest- ana spretta úr spori, en ekki lötra seinagang eins og alla þá löngu ieið út að Hrútatungu. Séra Páll Ólafsson var þá prestur á Stað og prófastur í Strandaprófastdæmi. Séra Páll var tilkomumikill prestur, bæði í sjón og raun, og ástsæll af sóknarbörnum sínum, barnavin- ur og mannvinur. Raddmaður var hann og ræðumaður ágætur. Minnist ég ekki að hafa heyrt nokkurn prest halda eins hjart- næmar fermingarræður sem hann. Það hefur verið mér gott veganesti á hinni löngu og ströngu æfi minni, hin yndis- lega áhrifaríka ræða hans þegar hann fermdi mig. Meðhjálpar- inn var oddvitinn okkar, Gisli Sigurðsson bóndi á Fossi. Hann las bænina skýrt og með miklum áherzlum. Hann var orðinn nokkuð við aldur. Hann var greindur vel og lét margan brandarann fjúka í samræðum. Hann var afi Jakabs Th. skálds í móðurætt. Þegar messa var úti, var fólkinu veitt kaffi eins og siður er á sveitaheimilum. Þeg- ar að Hrútatungu kom beið okkar matur. Heyrði ég, að hús- bóndinn sagði að ekki væri svo mikill matur í messunni, og við ættum langa og seinfarna leið fyrir höndum. Venjulega fyllt- ist Hrútatungubaðstofan af kirkjugestum, þvi man ég eftir er ég var þar vinnukona síðar. Minntist þá Gísli á að messufært væri orðið, en húsbóndinn svar- aði því, að hann yrði þá að vera presturinn. Kvað Gísli þá ekki standa á sér að prédika yfir þessum söfnuði; sig vantaði ekkert nema hempun/a. „Ekki stendur á að útvega þér ein- hverja flík af kvenfólkinu til að gera þig ögn prestlegan,“ svar- aði húsbóndinn. Var svo rabbað og gert að gamni sínu oft fram undir háttatíma, því að alls stað- ar þar sem Gísli var með, var létt yfir mönnum, því að hann var ætíð hrókur alls fagnaðar. Hann var fróður og minnugur, og sagði manna bezt frá. Voru margar sögur hans skemmtileg- ar, því að hann kryddaði þær með hnittnum orðatiltækjum, ekki sízt ef hann var eitthvað hreifur af víni. Mun þá hús- bóndinn hafa venjulega séð hon- um fyrir einhverri hressingu til að skerpa minnið. Voru sögur hans venjulega af eldri og yngri viðburðum, sumar nokkuð mergjaðar, aðrar hnittnar gam- ansögur. Lét honum vel að segja helzt þannig sögur, ef hann var við skál, og þá ekki ætíð tekinn alvarlega. Hann var einkar vel látinn í sinni sveit og almennt saknað er hann á gamals aldri varð að flytja úr byggðarlaginu. Hann var tvígiftur, fyrri kona hans, Guðbjörg, var ljósmóðir, en seinni konan, Sigríður, var ekkja eftir Sigurð Sigurðsson bónda á Stóra Fjarðarhorni í Kollafirði. Hann flutti úr hreppn um árið 1899 að Hlíð í Kolla- firði. Báðar mestu myndarkon-

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.