Heima er bezt - 01.12.1955, Qupperneq 8
360
Heima er bezt
Nr. 12
ur. Síðar flutti hann að Stóra-
Fjarðarhorni. Þar lézt hann á
stríðsárunum fyrri. Hann var
merkur maður á sinni tíð sökum
andlegra hæfileika, en ekki
vegna auðsældar.
VII. Bóndinn í Hrútatungu
og synir hans.
Þorsteinn Jónsson, Þorsteins-
sonar á Fossi, bjó um 40 ára
skeið á seinni hluta 19. ald-
ar í Hrútatungu, frá því laust
fyrir 1860 til 1895, er Tómas son-
ur hans tók við jörðinni. Hann
má óhætt telja vinsælasta bónd-
ann í hreppnum á þessu tímabili.
Hann var aðal hjálparhella
mörgum kotbóndanum þarna
fram í firðinum, enda reyndi
mikið á það á þessu harðinda-
tímabili. Enginn auðmaður gat
hann talist, en hafði bæði sæmi-
lega gott og gagnsamt bú, sér-
staklega eftir að sauðainnflutn-
nigurinn hófst. Hann hafði all-
marga sauði, því hagagott er í
norðanátt, hagar þvi vel til með
sauðaeign, en er erfið heyskap-
arjörð, því landið er allt á einn
veg, en þá þekktist ekki annað
en að treysta á engjaheyskap
og útibeitina; var því verið 6
tíma með hverja ferð þar sem
lengst var sótt.
Ekki má ég skilja svo við þenn-
an kafla að minnast ekki á
bræðurna, því svo oft hresstu
þeir upp á heimilislífið hjá okk-
ur, sérstaklega Jón. Hann 'var
elztur þeirra bræðra og glæsi-
legastur f sjón og raun, og mun
pabbi hafa metið hann mest, en
þeir voru fimm og urðu 4 þeirra
bændur. Guðmundur bjó allan
sinn búskap á Fossi, Tómas f
Hrútatungu, Jónas á Oddsstöðum
en Þorsteinn lengst af á Hlað-
hvammi í Bæjarhreppi. Allt voru
þetta vandaðir menn og sómi
sinnar stéttar. Þorsteinn bóndi
hafði þann sið, þegar haustann-
ir voru úti, að reka hross sln
til fjalls, er góð var tíð, og lofaði
hann þeim að vera þar, meðan
þau voru að jafna sig eftir sum-
arbrúkunina, því betri hrosshag-
ar voru með kvíslunum á af-
réttinni, heldur enn í Hrúta-
tungulandi, sem mestmegnis
eru flóar. Þá var ekki urinn
upp afréttin af fjallastóði eins
og nú, því að stóðeign var langt-
um minni en síðar varð, og út-
flutningur var á hrossum um
nokkurt árabil. Jón var æfinlega
sendur til að smala hrossunum
ofan, þegar harðnaði að. Kom
hann venjulega eldsnemma að
morgninum til okkar, þegar
hann fór í þessa hrossasmölun,
tók hann sér þá hvíld nokkra og
þáði hressingu, því oft var þá
komin þung færð. Hann kom
sjaldnast til baka fyrr en í
rökkri, því að tafsamt reyndist
að smala þeim saman; gisti hann
þá ævinlega. Þótti okkur fengur
í að fá skemmtilegan næturgest.
Voru það ánægjuleg kvöld, spil-
að og spjallað fram á miðja nótt
og vel það.
Um þessar mundir stóðu
Ameríkuferðir sem hæzt. Greip
þá útþráin hann sem suma aðra,
sem þó ekki þurftu að flýja
landið af nauðsyn. Hann dreif
Sig í þessa Ameríkuferð móti
vilja foreldra sinna og annara á
heimilinu. Lítur út fyrir að það
hafi verið forlög hans að eyða
æfi sinni í annari heimsálfu, en
ekki ættjörðinni til uppbygging-
ar. Honum vegnaði vel í
Ameríku, eignaðist myndarkonu
og nokkra afkomendur, og varð
háaldraður. Aldrei varð faðir
hans sami maður eftir burtför
hans. Móðir hans mun ekki síð-
ur hafa saknað hans, enda fór
að bera á þunglyndi í henni, sem
ágerðist eftir því sem aldurinn
færðist yfir hana
Ekki er mér kunnugt, hversu
mikið hefur kveðið að Þorsteni
i sveitarstjórnarmálum hrepps-
ins, en eftir þeim kynnum, sem
ég hafði af honum á seinni ár-
um hans, geng ég að því vísu,
að hann hafi lagt öllum góðum
málefnum liðsinni sitt, sem
komið hafa upp í hreppnum,
og jafnvel átt frumkvæðið að
sumum. Hann var friðsamur og
óáleitinn, en fastur fyrir og lét
ekki undan síga, ef hann veitti
mót^pyrnu. Til þess bendir saga
ein af viðskiptum þeirra fegða,
Jóns Þorsteinssonar á Fossi, á
fyrstu búskaparárum hans.
Eins og áður er sagt, er haga-
samt í Hrútatungu í norðanátt,
en þá er oft snjóþungt á Fossi.
Einn vetur, þegar þannig
viðraði, var djúpfenni orðið það
mikið á Fosshálsi, að algjör jarð-
bönn voru orðin fyrir sauðfé.
Þótti gamla bóndanum á Fossi
illt undir að búa, að sjá næga
jörð rétt handaín við ána og
geta ekki að gert, en vita af
sínu fé standa inni við fulla
gjöf. En nú víkur sögunni til
Þorsteins. Einn morgun snemma,
sem endranær, rekur hann fé
sitt í haga, þegar hann kemur
móts við Foss, sér hann hvar
Fossféð er að renna til beitar
upp á tunguna, verður honum
skápbrátt, því þetta var í leyfis-
leysi. Sigar hann þá hundi sínum
á féð, svo það tryllist og stekkur
til baka og allt í kring um Jón
gamla, sem var á heimleið, en
gat ekki við neitt ráðið. Þorst-
einn fylgdi fast eftir hundi sín-
um, svo að þeir hittust á miðri
ánni. Sló þarna í allharða brýnu
milli feðganna og varð það hörð
að leiddi til átaka, varð sá gamli
að láta undan síga, því hann
var orðinn aldraður maður og
ekki fær til mikilla átaka. Varð
hann að sætta sig við ósigurinn,
og hugsaði ekki oftar til að beita
yfir í Hrútatunguland. Mun
ekkert hafa verið kært með
þeim feðgum, því í frásögu var
fært, hvað hann var harðbýll
við yngri systkinin.Þorstein og
Guðrúnu, en sá ekki sólina fyr-
ir eldri systurinni, Sigurlaugu,
enda fór hann til hennar, þegar
hann hætti að búa og hjá henni
lést hann í hárri elli á Hreða-
vatni í Norðurárdal.
VIII. Síðustu árin í Tunguseli
Eftir að foreldrar mínir fluttu
í Tungusel, gengu yfir mestu
harðindaárin, frostaveturinn
mikli 1880—81 og mislinga-
sumarið 1882, eitthvert hið
versta sumar, sem menn muna.
Það sumar verður mér minnis-
stætt meðan ég lifi, svo mikið
tók ég þá út af kulda og vosbúð.
Bjargaði það pabba mínum, að
fyrsta árið sem við vorum í
selinu var góðæri, svo að hann
komst farsællega fram úr harð-
indunum og gat örlítið miðlað
heyi til nágranna sinna, og síð-
asta árið hafði hann heldur
fjölgað fénaðinum, því það sum-
ar voru 30 ær í kvíum. En það
var eins og ólánið elti þau.
Fimmta veturinn okkar veiktist
pabbi af skyrbjúg og öðrum las-