Heima er bezt - 01.12.1955, Side 9
Nr. 12
Heima er bezt
361
SvaÍLnn.
Övö L vœÉi
leika, gat hann ekki fylgt föt-
um. Hann varð að leggjast í
rúmið og lá allan seinnipart
vetrarins. Þegar hann veiktist,
sendi vinur okkar, Þorsteinn í
Tungu, Þoirstein son sinn til
hjálpar við hirðingu skepnanna.
Um þessar mundir bjó á Efra-
Núpi í Miðfirði merkisbóndinn
Hjörtur Líndal. Hann fékkst
talsvert við lækningar, sem fað-
ir hans, Benedikt. Var því sent
til hans í þessum vandræðum.
Eitthvað mun hann hafa sent
af meðölum, en mest voru það
ráðleggingar um mataræði og
annað. Hann ráðlagði honum
að flytja í burtu, þangað, sem
hann gæti haft mjólk allt árið,
ef hann treysti sér ekki að hafa
kú þarna, og éta skarfakál, þeg-
ar það færi að spretta, því bjúg
urinn stafaði af einhæfu og lé-
legu fæði. Þetta voru tildrögin
til þess að við urðum að flytja
frá Tunguseli, okkur öllum að
nauðugu, því okkur vegnaði bet-
ur þarna en búizt var við. Þérð-
ur hálfbróðir minn bjó þá í Gil-
haga, hafði hann eina kú. Bauð
hann foreldrum mínum að flytja
til sín. Hann mundi geta miðl-
að þeim lítilsháttar af mjólk.
Varð því að ráði að við fluttum
árið 1884 að Gilhaga, en ekki
var veran okkar þar lengur en
fjögur ár. Kom ýmislegt þar til,
að veran varð ekki lengri, en
aðallega var, að ÞþrÖur gat ekki
með góðu móti látið okkur hafa
mjólk, þe^ar börnin fjplguðu,
fluttum við þá aftur í Óspaks-
staðasel, en þá bjuggu þar Pétur
Sigurðsson og Sigríður Guð-
mundsdóttir. Höfðu þau eina
kú, sem þau lánuðu okkur á
móti sér.
IX. Óspaksstaðfiselshjónin
Pétur var sonur Sigurðar
Jónssonar bónda á Stóru-Hvalsá
í Bæjarhr. Sigurður var mikil-
hæfur maður, skáld og bar af
öðrum ungum mönnum á þeirri
tíð, lærður bókbindari og lista
skrifari, en mæðumaður mikill.
Hann lézt árið 1860, þá um sex-
tugt. Pétur flutti frá Stóru-
Hvalsá strax eftir dauða föður
síns, og fór sem vinnumaður að
Þóroddsstöðum í Staðarhreppi
til Daníels hreppstjóra Jónsson-
ar, þá tæpt tvítugur. Lét Daníel
LÍFSBARÁTTA.
Við tíðkum það eigi að kvíða né
kvarta,
því karlmennskan stælist í þraut.
Nú ríkir hér lífsgleðin ljómandi
bjarta, —
en léttúðin hrakin á braut.
Þó gæfumanns vegur sé grýttur
á köflum,
er grösugt með brautinni fram;
því sækjum við þrek móti óblíðum
öflum
í algróinn lífsælan hvamm.
hann gegna varðstöðu á Kalda-
dal nokkur sumur, þegar fjár-
kláðavörðurinn var settur, var
hann þar með Sigvalda skáldi
Jónssyni, Skagfirðing, sem var
varðstjóri þar. Hann giftist
tæpt þrítugur Sigríði Guðmunds
dóttur frá Tumastöðum, af
Reykjaætt í Hrútafirði, sonár-
dóttur hinnar mikilhæfu konu,
Sigríðar Guðmundsdóttur, sem
bjó þar rausnarbúi um 40 ára
skeið, og gerði garðinn frægan
með rausn sinni og skörungs-
skap. Var þar aðal gististaður
ferðamanna á því tímabili.
Pétur og Sigríður bjuggu á
Reykjum til ársins 1882, en urðu
að flytja þaðan í Óspaksstaða-
sel hvalvorið. Þá flutti að Reykj
um Þorsteinn Ólafsson („Reykja
Steini“) faðir Hjálmars skálds
á Hofi. Sigríður Guðmundsdóttir
var geðprýðismanneskja mikil
og glaðlynd, mesta dugnaðar-
kona, eins og hún átti kyn til.
Pétur var vandaður maður, glað-
lyndur og svo brjóstgóður, að
hann mátti ekkert aumt sjá, ef
hann gat úr bætt, nokkuð ör
í lund og þá ekki ætíð prúður
í orðum, var þá ekki fyrir alla
að mæta honum í orðasennu.
Hann var bókbindari og vel að
sér eftir því sem þá gerðist,
bókamaður mikill og fróðleiks-
fús, gjarnan hafði hann bók hjá
BOÐSKAPUR.
Hefjast nú bjartir logaleikir,
ljómi fellur á jarðarbraut.
Máninn á Frosta kertum kveikir —
Kaldaljós það er fánýtt skraut.
Leiftrandi mjöllu, hreina, hvíta,
hugfanginn maður starir á;
skammsýnir eigi lengra líta —
ljóma fegurstan ekki sjá. —
Lít þú upp, maður, horfðu hærra,
háloftið glitrar á dýrðarstund;
þar sérðu bjartara blik og stærra:
boða þig vitað á guða fund.
sér meðan hann borðaði mat
sinn, allgóður skrifari og reikn-
ingsmaður nokkur. Þessi hjón
voru fátæk alla sína búskapar-
tíð. Hafði hann sín föng meira
af sjávargagni en landbúnaði,
áður en þau fluttu í Óspaks-
staðasel.
Foreldrar mínir bjuggu á móti
þessum hjónum síðustu árin sem
móðir mín lifði, en hún dó vet-
urinn 1891. í Óspaksstaðaiseli
var gott samkomulag á milli
húsbændanna, svo ég minnist
ekki að þeim yrði sundurorða,
og mátti það merkilegt heita
eins og Pétur var örlyndur.
Pabbi lét Pétur ráða vinnu-
brögðum.samvinna var um slátt-
inn. Þegar bundið var, batt
Pabbi, en Pétur fór með, var
það sízt betra, því oftast varð
að ganga, þar sem hestar voru
fáir. Móðir mín gat þá ekki
lengui- farið á engjar heilsunn-
ar vegna. Ég rakaði með Sigríði,
sem ennþá var drjúg við rakst-
urinn þótt komin væri um sex-
tugt. Ekki man ég eftir að hún
fyndi að við mig. Jón Marteins-
son var þá unglingur hjá þeim.
Hann var dóttursonur Sigríðar,
átti hún þá dóttur löngu áður
en hún giftist; hún hét Anna
Sigríður Jóhannesdóttir, Jónas-
sonar frá Litlu-Ávík. Tóku þau
þennan dreng til fósturs frá