Heima er bezt - 01.12.1955, Qupperneq 10

Heima er bezt - 01.12.1955, Qupperneq 10
362 Heima er bezt Nr. 12 fæðingu, og ólst hann upp hjá þeim til 16 ára aldurs. Hún var þénandi hjá Biering verzlunar- stjóra á Borðeyri, þar hafði hún hærra kaup en hjá bændum í sveit. Hún var bráðdugleg og myndarleg til allra verka. Hún elskaði drenginn, sem von var. Þótt hann væri hjá fátækum, fór vel um hann, þau máttu ekki af honum sjá. Við unnum saman á sumrin, smöluðum án- um er Jón hætti að sitja hjá, þegar kom fram á sumar, sótt- um hrossin, hugsuðum um kúna, og vorum svo þess á milli öllum stundum við heyskapinn. Pétur kunni betur við að við værum fljót í snúningum, var ekki laust við að snurða hlypi á þráð- inn, ef ekki var fljótt brugðið við, eða ef við vorum lengur en hann bjóst við, því hann var fljóthuga, en ekki stóð það lengi. Þegar honum líkaði við okkur, sagði hann ævinlega: „Nú voruð þið fljót elskurnar mínar“, og oft klappaði hann á herðarnar á mér, þegar honum líkaði við mig. Fyrir þetta var mér vel við Pétur og vildi gera allt sem ég gat fyrir hann, því ég fann að hann mat það sem vel var gert. Samkomulagið var betra og rólegra heldur en það var í Gilhaga, og nú var ég i gömlu átthögunum mínum, þar sem ég áður hafði leikið mér sem lítið bam. Alltaf bjuggu þessi hjón við þröng kjör, þótt þau væru bæði vinnumanneskj - ur, en það voru líka flestir á þessum harðindaárum. Þau eignuðust fjögur börn, sem til aldurs komust Þau misstu dreng 14 ára, er bar nafn föðurafa síns, bráðgáfaðan efnispilt til sálar.og líkama. Mun hann hafa líkst afa sínum, Sigurði á Hvalsá. Hann dó af slysförum. Ekki fór sorgin utan garðs hjá þessum hjónum heldur en fleirum. Og ennþá máttu þau reyna meira, því að önnur dóttlr þeirra sá aldrei dagsins ljós, hún hafði auk heldur bæklaða fætur og gat ekki gengið nema með stuðningi. En það var huggun harmi gegn, að hún hafði skarp- ar sálargáfur. Hún bókstaflega lærði ailt, sem hún heyrði, oft án þess að farið væri með nema einu sinni. Hún kunni því mikið af bænum og kvæðum. Hún hafði laglega rödd og var fljót að læra lög, og söng mikið, þeg- ar hún var að alast upp, en þó dofnaði yfir því eftir að við komum þangað, enda var þá ekkert sungið á heimilinu nema til húslesturs. Hún lærði Helga- kver. Presturinn fermdi hana heima, og lét í ljós undrun sína yfir gáfum hennar. Hún varð gömul og var þá nokkuð far- ín að hrörna andlega. Hin systkinin voru Ingibjörg hús- freyja á Fossi kona Guðmund- ar Þorsteinssonar og Daníel, hann ólst upp I Huppahlíð, gift- ur Þóru Bergsdóttur, systur Guðmundar Bergssonar póstaf- greiðslumanns á ísafirði. Þau fóru til Ameríku 1902. Pétur lézt á Fossi 1914, 74 ára, en Sigríð- ur þrem árum síðar, 86 ára. X. Þrlr heiðursmenn. Þriðja árið, sem foreldrar mínir voru búsett í Óspaks- staðaseli, urðu miklar breyting- ar á högum mínum. Móðir mín var mörg undanfarin ár mjög heilsulítil, þjáðist hún af brjóst- veiki, elnaði henni veikin þenn- an vetur, svo að hún hætti að fylgja fötum. Ekki lá hún lengi þar til hún lézt um miðgóu 1891, 63 ára. Nú var komið til minna kasta að sjá um innanbæjar- störfin. Ég var nú komin á tví- tugasta árið og vön þessum störfum, sem sagt orðin fullgild vinnukona. En aldrei hafði ég tekið á móti gestum, en nú leið að því að ég varð að taka á móti þeim, ekki smalastrákum, heldur helztu forráðamönnum hreppsins, því faðir minn varð að láta skrifa upp búið til þess að Þórður bróðir minn gæti fengið sinn móðurhlut úrskiptan. Einn kaldan einmánaðardag komu þrír menn í þessum er- indagjörðum. Ásgelr Jónsson hreppsstjóri á Stað, Gísli Sig- urðsson oddviti á Fossi og Þorsteinn Jónsson bóndi í Hrúta- tungu, vinur okkar. Ég minnist ekki á skiptin, þess gerist ekki þörf, en minnist mannanna þriggja, þeir voru mér svo góðir og vildu gjöra allt sem réttast, svq að ekki hallaðist á. Þeir skildu vel einstæðingsskap minn. Þeir vissu, að ég var líka ný- búin að missa systur mína, Sig- ríði. Ég saknaði hennar eigi síð- ur en móður minnar, því við vorum svo samrýmdar, meðan við gátum verið saman. Hún lést úr mislingum eftir barnsburð, þá nýkomin til Ameríku með manni sínum, Gunnari Gunn- arssyni. Áður var mér lítið gefið um Gísla, því ég hafði heyrt eftir honum að, þessar seljastelpur kynnu ekkert annað en að snú- ast í kringum rollur og sitja á merarrössum. Hafði þá Ásgeir tekið málstað minn og sagt að varla tryði hann því, að móðir Guðbjargar litlu hefði ekki kennt henni vinnu, eins vel verki far- in og hún var sjálf. Vissi hann ekki annað en hún væri vel uppalin ung stúlka, til manns og handar. Fyrir þetta var mér hlýtt til Ásgeirs. Ásgeir var föðurbróðir Jóns Finnssonar verzlunarstjóra á Hólmavík, af hinni alkunnu Ennisætt í Bitru. Þegar þeir voru nýkomnir, heyrði ég á tal þeirra. Ásgeir sagði við Gísla: „Viltu ekki vera með mér í því að vera telpunni hlyntur, svo að hún beri ekki skarðan hlut, ég álít hana hafa orðið fyrir þeirri reynslu þetta ár.” „Með gleði skal ég gera það,“ svaraði Gísli. Eftir þessi skipti breyttist álit mitt á Gísla gamla, því ég átti honum ekki sizt að þakka að hlutur minn var ekki rýrari. Nú kom til minna kasta að standa þessum heiðursmönnum fyrir beina, er mér fannst vera höfðingjar. Þorstein í Tungu þekkti ég, en þessir menn — það var annað mál. Ekki var laust við að dálítill uggur væri í mér út af því, svo ég fór til Sigríðar að leita ráða hjá henni. Hún sagðist ekki sjá að það væri mikill vandi fyrir mig, reyndar átti ég ekki kjöt tiltækilegt, „en þú átt salt- fisk í vatni og einhverja píru af kartöflum og nýbakað brauð, gerðu góðan kartöflujafning, þá getur þú borið fram sæmilega fiskstöppu með kaffi á eftir, og ef pabbi þinn ætti eftir einhvem leka í pelanum sínum, þá skil ég ekki að ekki lyftist brúnin á körlunum, og þú getur þá sýnt þeim að seljastelpurnar geti tek- ið á móti gestum ekki síður en

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.