Heima er bezt - 01.12.1955, Síða 11

Heima er bezt - 01.12.1955, Síða 11
Nr. 12 Heima er bezt 363 þær niðri í sveitinni“. Ég lét mér þetta að kenningu verða og hóf matreiðsluna, þó hálf óánægð með að geta ekki taorið þeim kjöt, en með sjálfri mér vissi ég að ekki var margréttað á borðum hjá almenningi, sízt þegar leið að vordögum. En svo ætlaði ég að gugna við að bera á borðið, og fór fram á það við Sigríði að hún gerði það fyrir mig, en fékk sömu svör og áður, og fannst mér þá gamla konan vera dálítið af- undin. Allt tókst þetta slysalaust og var ekki að sjá annað en að gest- irnir væru ánægðir, ekki sízt þegar þeir sáu stóra brennivíns- pelann á borðinu. Þegar þessir lítillátu menn kvöddu mig með þakklæti fyrir frammistöðuna og kysstu mig eins og siður var, þá var eins og þungum steini væri af mér létt. Pétur sambýl- ismaður okkar sagði við mig á eftir, heldur glettnislegur: „Ég hélt, að karlarnir ætluðu að kyssa þig upp til agna, Gudda mín.“ Nú var ég orðin borubrött og svaraði honum, ekki laus við dálítinn reiging: „Þeir hefðu þá þurft að standa við meira en stund úr degi, því ekki er ég svo lítil.“ Þá hló karlinn og var hinn ánægðasti. Uppboð var haldið í Hrúta- tungu snemma þá um vorið og voru seldar þar fáeinar kindur. Faðir minn fór á þetta uppboð. Þegar hann kom heim aftur, var hann orðinn alráðinn í að „hætta þessu hokri“, eins og hann orðaði það, og setja allt á uppboð. „Það fór svo geysihátt á uppboðinu þarna, Tunguféð." Okkur öll setti hljóða við þessa ákvörðun hans, við töldum víst, að það yrði áfram eins og hefði verið, því okkur féll svo vel í sambúðinni. Hann var inntur eftir, hvað hann ætlaðist sjálf- ur fyrir. „Ég fer að Tannstaða- bakka og verð vinnumaður hjá Einari; hann álítur, að þetta sé það langbezta fyrir mig. Einar er svo góður vinur minn, að hann ráðleggur mér ekki annað en heilt.“ „Ætli þann gamla langi ekki til að fá þig til að snúast í kringum rollurnar sínar?“ skaut Pétur inn i. Sú varð líka raun- in á. Uppboðið fór fram litlu síðar. Þann dag var kalsaveður og norðanstormur. Faðir minn lét allt sitt, bæði dautt og lifandi, á uppboðið. Ég innti hann eftir, hvort hann ætlaði ekki að halda eftir nokkrum ám sér til gam- ans, en hann tók því fjarri. „Þær una ekki þarna úti við sjóinn, og það kostar fyrirhöfn og erfiði að snúast við þær.“ Sjálfsagt hefur þetta verið rétt hjá honum. Ég skipti mér þá ekki meira af þessu, enda var ekki laust við, að dálítil þykkja sæti í mér við hann út af þessari ráðabreyttni hans. Hann fékk gott verð fyr- ir féð, eftir því sem þá var talið. Ég tímdi ekki að selja þær 4 ær, sem komu í minn hlut, en leigði þær fátækum manni, með tveggja krónu leigu fyrir ána á ári. Það var hæsta leiga þá, því venjulega fram að þeim tíma voru ær leigðar fyrir 1.50, en á þessu hafði ég þó skaða mikinn. Nú var enginn ótti í mér að taka á móti „axjóns“-körlunum; mér hefði staðið á sama þótt það hefði verið sjálfur kóngurinn, svo stálslegin var ég orðin. All- ir fengu þeir kaffi, þegar þeir komu, og svo þegar dálítið var liðið á uppboðið, bað pabbi mig að hita kaffi fyrir þá þremenn- ingana; þeim væri kalt, sérstak- lega Ásgeiri við bókunina. Mér hugkvæmdist að baka pönnu- kökur. Þegar ég kallaði á þá, sá ég, að Ásgeir var að berja sér; hann var heilsuveill og þoldi illa kulda, en hresstist vel við kaffið. Einhversstaðar gróf ég upp pelann góða og hvatti þá til að láta vel út í kaffið, svo að þeim hitnaði af því, og sá ég, að þeir fylgdu mínum góðu ráðum og varð ég giöð við. Litlu síðar fór pabbi í vistina að Tannastaðabakka til Einars Skúlasonar gullsmiðs; það var fyrir áeggjan hans, að hann lét allt frá sér og hætti sjálfstæðu lífi; hann hefur ef til vill verið orðinn þreyttur á þessu búhokri og lái ég það honum ekki Sjálf- sagt hefur það af góðri mein- ingu verið gert að vissu leyti, en það var samt misráðið, eins og reyndin varð síðar. Móðir mín var búin að biðja mig að fara til systurdóttur sinnar, Elinborgar, sem var bú- sett vestur í Eyrarsveit, eftir beiðni frá henni. Mér var þetta þvert um geð, en vildi þó verða við beiðni móður minnar. Því var það, að maður hennar, Guð- mundur Atanasíusson, kom litlu síðar að sækja mig. Hann var maður miðaldra og vel á sig kominn, þrekvaxinn, með skegg- kampa mikla á vöngum. Hann var víst allvel að sér, eftir því sem bændur voru þá, því oddviti var hann í hreppi sínum. Nú yfirgaf ég sveitina mína í fyrsta sinn á ævinni og lagði út á nýjar brautir sem fáfróður heimalningur. Ekki var ég nema eitt ár fyrir vestan, en þótt vist- in yrði ekki lengri, þá kynntist ég mörgu misjöfnu þar, sem ef til vill væri frásagnarvert, en ég kom aftur auðugri af reynslu og þekkingu á lífinu. Kímnisögur Mamma Kalla hefur eignazt tvíbura og þegar Kalli kemur heim, segir hann frá þvi, að hann hafi fengið frí úr skólan- um daginn eftir. „Jæja, drengurinn minn,“ seg- ir pabbi hans. „Þú hefur þá sagt kennslukonunni frá tvíburun- um.“ „Nei, aldeilis ekki,“ svarar Kalli. „Ég hef bara sagt henni frá öðrum þeirra, hinn læt ég bíða þangað til í næstu viku, skilurðu?“ Mac Gregor frá Glasgow skil- ur ekkert í sjálfum sér að hafa farið að kaupa happdrættismiða af góðgerðafélaginu. Hann sá strax eftir því, en þá var of seint að iðrast, skeð var skeð og hann er einum skildingi fátækari. Hálfum mánuði síðar kemur einn af forstöðumönnum góð- gerðafélagsins til Mac Gregors og segir: „Ég óska yður til hamingju, Gregor! Þér hafið unnið tvær milljónir punda, lífrentu og fallegan hund!“ „Þökk fyrir, það var nú á- gætt,“ svaraði Mac Gregor. „En hver haldið þér að eigi að borga hundaskattinn, góðgerðafélagið eða ég?“

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.