Heima er bezt - 01.12.1955, Page 14
366
Heima er bezt
Nr. 12
ingum, og linnti þeim leik
venjulega ekki fyrr en formað-
urinn hastaði alvarlega á stóð-
ið. Einhver fór að segja drauga-
sögur eða kveða rímur, og va)
þá stundum langt liðið á nótt.
Eins og nærri má geta flýtti
þessi hlöðuvist ekki fyrir hey-
skaparlokum hjá þeim bændum
er hlöðurnar áttu, þeir gátu
ekki alhirt fyrr en landferðun-
um var lokið. Því mátti stundum
sjá galta úti fyrir hlöðudyrum
á þessum bæjum á göngum og
réttum, þó heyskap annars væri
lokið. Þeir biðu þess að fara í
hlöðurisið, þegar eyjamenn
höfðu bælt heyið að ferðunum
loknum.
— Börn og kvenfólk í eyjun-
um átti þess ekki kost, að ríða
í réttirnar, eins og tíðkast víða
til sveita á landi, og almennt
var hlakkað mikið til. En það
hlakkaði engu að síður mikið til
réttanna og fjárflutninganna.
Það hlakkaði til að sjá kindurn-
ar eftir fjarveruna. Og í stað
þess að raða sér á réttarveggina,
skipaði það sér stundum á var-
arveggina þegar sleppt var upp
úr skipunum, til að koma sem
fyrst auga á kindina sína eða
lambið sitt. Og því var vel fagn-
að, ef til þess náðist.
Og féð — eyjaféð — það
hlakkar líka til landferðanna. Á
vorin, er það nær ört að kom-
ast á land. Og nú, að hausti, vill
það ákaft út í eyjarnar aftur.
Það hefur tileinkað sér eitthvað
af eðli farfuglanna. Þarf því lít-
ið að hafa fyrir því að koma því
í skipin. Það stekkur sjálft út í,
ef aðstaða er góð og kemur sér
svo v_el fyrir, að furðu gegnir.
— Á þessum ferðum hefur orð-
ið mikil breyting á síðustu ára-
tugum.
„Sjást nú ei lengur seglin hvít
sjóndeildarhringinn tjalda.“
Nú mun vera hætt að draga
upp segl í fjárflutningum á
Breiðafirði. í gömlu áraskipun-
um — sem nú raunar flest fúna
í naustunum — er hvorki mast-
ur, árar né segl, máske ekki
stýri, þó þeim sé skotið á flot.
Þau mega muna sinn fífil fegri.
Allslausum er þeim hnýtt aft-
an í skröltandi mótorbáta, og
svo öllu draslað áfram gegnum
þykkt og þunnt. Það er engin
list. Til þess þarf enga kunn-
áttu í sjómennsku. Aðeins dá-
litla þekkingu á vélum. Það eru
leiðinlegar sjóferðir, og óskap-
leg sjón fyrir þá, sem muna
seglin.
3.
Þegar landferðunum var lok-
ið, og féð hafði jafnað sig eftir
volkið, byrjuðu sláturstörfin og
smærri flutningar. Dilkum var
slátrað strax, en ám og geldfé
dreift í úteyjar til bötnunar. Því
var slátrað seinna. Fé fitnar
fram eftir vetri í eyjum, eink-
um gamlar ær. Bezt er beitin
í hólmum, þar sem vex skarfa-
kál og annar safamikill gróð-
ur. —
Líffé var líka flutt í úteyjar,
sumstaðar allt, sumstaðar nokk-
ur hluti þess. Það var gert til
þess að létta á beitinni á heima-
eyjunni. Hún skyldi geymd til
vetrarins. Að nokkru er hún líka
uppurin. Hún hafði orðið að
kviðfylli nautum og beljum yf-
ir sumartímann, enn í útieyjum
er skarfakál og annað lostæti
ósnert.
En oft fylgir böggull skamm-
rifi, svo sem kunnugt er. Og
beitinni í eyjunum fylgdi sá
böggull, að hún varð víða ekki
notuð án mikillar fyrirhafnar og
vinnu, vegna sjávarhættu. Þær
eru teljandi á fingrum sér, eyj-
arnar í Flateyjarhreppi, sem
ekki er meira eða minni hætta
í fyrir sauðfé. Flúðir og tangar
eru áfastir við þær flestar um
fjöru, og verður féð þrásinnis til
á þeim, þegar það sinnir fjöru-
beit, ef ekkert er að gert.
En til að geta notað beitina
eftir föngum, og forða fénu frá
slysum, var fólk látið fylgja því
eftir. Sums staðar var það ekki
yfirgefið allt haustið, en annars
staðar var þess aðeins gætt um
stórstraumana. Fór það eftir
staðháttum. Vegna þessarar
fjárgæzlu, voru byggðir kofar í
nokkrum eyjum fyrir smal-
ana að hírast í, því hlýrra var
að búa í þeim en tjöldum.
Ekki voru þetta mikil hús, síst
á nútíma mælikvarða. Einn kof-
ann þekkti ég gjörla. Hann var í
Langeyjum í Skáleyjum, og not-
aður þar við fjárgæslu í tugi
ára. Nú er hann liðinn undir
lok, og víst allir kofar í eyjum,
er svipuðu hlutverki gegndu. Til
þess að halda uppi minningu
hans enn um stund, ætla ég að
lýsa honum með nokkrum orð-
um. — Hann var byggður upp
við lítinn klett, í Ystulangey,
þar sem heitir Starartangi,
og kletturinn notaður fyrir
hliðarvegg. Hann var þrjár áln-
ir á breidd, lítið eitt lengri og
grafinn niður um eina alin.
Manngengur var hann í risi, en
mikið lægri út við veggina, því
þakið var nokkuð bratt. Fjögra
rúðu gluggi í djúpri tótt var á
þeim veggnum, er frá klettinum
sneri, en enginn á stafni. Öðru
megin við gluggann var skot út
í vegginn, og þar í hlóðir, er
notaðar voru til eldamennsku.
Uppyfir í þekjunni var reykháf
ur, allmyndarlegur. Torfgaflar
voru í báðum endum, á þá lagð-
ur mæniás, og reft af honum
út á veggina. Á vesturgafli voru
dyr. Þær voru svo lágar, að ekki
varð komist inn um þær, nema
beygja sig all verulega, og mjóar
að því skapi. Fyrir þeim var
hurð allramger. G-engt dyrum,
fyrir þverum gafli, var grjót-
bálkur þakinn þurru þangi, og
notaður fyrir rúmstæði, þegar
búið var í kofanum. Framan við
bálkinn var allmikil rekaviðar-
stoð, úr gólfi upp í mæniás. Hún
var löngu svört af sóti og reyk,
þegar ég man fyrst eftir, en stóð
vel í sinni stöðú, og hélt uppi
þakinu með míkíllí prýði. í
stoðinni var haglega gerð ugla,
sem lýsislampinn hékk á, þeg-
ar kveikt var ljós. Að sjálfsögðu
var þarna moldargólf. Að utan
var kofinn vaxinn þróttmiklu
melgrasi, og var því til að sjá,
eins og myndarleg melþúfa.
í þessum kofa bjuggu fjár-
gæzlumenn í herrans mörg
haust, og leið flestum vel. Eldri
konur önnuðust þarna oft fjár-
gæzlu, og höfðu ungling hjá sér
til skemmtunar. — Aðrir við-
legukofar munu sízt hafa verið
betri. Og ekki voru þessir kofar
verri, en verbúðir gerðust á
sama tíma.
Kona hét Svanborg Péturs-
dóttir, Steinssonar í Skáleyjum,
þess er framsýnn var og
rammskyggn, og skráðar sagn-
ir eru til um. Hún var ein-