Heima er bezt - 01.12.1955, Qupperneq 17
Nr. 12
Heima er bezt
369
I CjCóíi Sveinóóon óendilierra
Kveðja frá íslandi
íslendingar í alda raðir yrtu á þjóðhöfðingja í ljóði, kunnu vel að mæta manni og mál að reifa í konungs skála. Þágu vist og vegleg sæti völdum meður jöfra höldum. Vörðu stafn á döglings dreka, dugðu bezt í háska mestum. Gamla Fróns á þjóðar þingum þéttur stóðst að máli réttu. Aldrei veill og aldrei hálfur, áttir lausn í mála sáttum. Hvarvetna í stjórn og starfi sterkur lagðir úrskurð merkan. Vörður laga huga heilum, hreinum vildir lyfta skildi.
Ennþá meðal íslendinga íturmenni getur að líta, er í stafni stjórnarkarfa standa fast í mestum vanda. Þú ert, Gísli, gjörr ið bezta, gildur æ og hjartamildur. Alltaf sannur íslendingur, orð þín ganga vart úr skorðum. Meðan þú á feðra foldu fórst með völd, i byggðum hölda, liðsemd góðu léðir máli, lattir sízt, til dáða hvattir. Stóðstu fast um frelsi þjóðar, unz fékk að lokum endi þekkan. Fullveldis á dýrum degi dugðir þú, en vér að búum.
Varstu hverju sviði sannur, sagan geymir það um daga. Framar öðrum fórstu víða, fjör og gleði starfi réðu. — Trúnni helgu traustur kraftur, tál fannst ei í þínu máli. í landsins fornu kristnu kirkju krafðist þú að fólkið trúi. Gæfustund á grundu helgri gullu horn við Lögberg forna. Lýstir þú, sem lýðir minnast, landið undan danskri grundu. - Þinni hönd er hollt að fela heiður lands yfir djúpið breiða, og að tengja traustu bandi Týliland og Noregs-strandir.
Kr. H. Breiðdal.
L. — (Kristján skáld Breiðdal sendi G. Sv. ljóð þetta til Noregs 1948.)
faðir hans, séra Sveinn Eiríksson,
var þá prestur, en hann fluttist
síðar að Ásum í Skaftártungu.
Kona séra Sveins var Guðríður
Pálsdóttir, prófasts í Hörgsdal á
Síðu. Börn þeirra voru sex:
Sveinn, lengi bóndi að Ásum i
Skaftártungu, Guðríður, Páll, yf-
irkennari við Menntaskólann,
Sigríður, kona Vigfúsar oddvita
Gunnarssonar á Flögu í Skaft-
ártungu, Gísli fyrrv. sendiherra
og Ragnhildur á Leiðvelli. Eirík-
ur í Hlíð, faðir séra Sveins, var
kvæntur Sigríði dóttur Sveins
læknis Pálssonar. Þeir bræður,
Gísli og Páll, voru settir í skóla.
Gísli lauk stúdentsprófi árið
1903 og embættisprófi 1910. En
á háskólaárum sínum dvaldi
hann um tíma á Akureyri og var
þá settur sýslumaður í Eyja-
fjarðarsýslu og bæjarfógeti á
Akureyri. Þegar Þingvallafund-
urinn var haldinn 1907, um sjálf-
stæðismálið, var hann einn af
fulltrúunum, en Þingvallafund-
urinn og sú hreyfing, sem Land-
varnarmenn höfðu komið á stað
um fyllri kröfur í sjálfstæðis-
málinu, átti mestan þátt í að
„Uppkastið“ v_ar fellt í kosning-
unum 1908. Árin 1910—18 var
Gísli Sveinsson yfirdómslögmað-
ur og átti þá heima í Reykja-
vík, en um voriö 1918 var hann
skipaður sýslumaður í Skafta-
fellssýslu og var þar, þangað til
hann varð fyrsti íslenzki sendi-
herrann í Noregi árið 1947.
Sama árið og Gísli Sveinsson
varð sýslumaður í heimahéraði
sínu máettu honum vandamál,
sem kröfðust skjótrar og rögg-
samlegrar úrlausnar. Um haust-
ið fór hinn gamli vágestur
byggðarinnar, Katla, að gjósa.
Voru þá fyrirsjáanleg vandræði
meðal alls þorra bænda, því að
sumarið hafði verið óhagstætt,
eitt mesta grasleysissumar, sem
komið hafði lengi. Var því nið-
urskurður á sauðfé knýjandi
nauðsyn, en héraðið var alger-
lega einangrað vegna Kötlu-
hlaupsins. Sýslumaðurinn gekkst
þá fyrir því, að héraðsbúum
voru sendar brýnustu nauðsynj-
ar upp að söndunum þar eystra.
Sama haustið geysaði spanska
veikin syðra. Sýslumaðurinn
kom á sóttvörnum með þeim af-
leiðingum, að sóttin komst ekki
austur. Mun þetta hafa vakið
óánægju einstakra manna fyrst
í stað, en brátt sáu allir, að þetta
framtak hafði forðað sýslunni
frá bráðum voða, eins og ástatt
var fyrir.
Gísli Sveinsson var fyrst kos-
inn á þing fyrir Vestur-Skafta-
fellssýslu 1916 og sat á þingi til
1921, er hann lét af þingmennsku
um skeið. Síðan sat hann á þingi
sem kjördæmakosinn frá 1933—
42. Eftir það var hann lands-
kjörinn alþm. til ársins 1947, er
hann fór af landi burt.
Gísli var með afbrigðum vin-
sæll í héraðinu. Hann var ætið
boðinn og búinn að greiða hvers
manns vandræði og ljá hverju
því máli lið, sem til framfara
horfði innan héraðs og utan.
Hann var sannkallaður manna-
sættir, en eins og allir vita, vilja
oft verða deilur og sundrung
vegna smámuna innan héraðs,
og veltur því á miklu, hvernig
yfirvöldin bregðast við slíku. Þeir
embættismenn eru vandfundn-
ir, sem hafa átt meiri vinsæld-
um að fagna en Gísli Sveinsson
meðan hann var sýslumaður
Skaftfellinga. •
Eins og áður er sagt, var Gísli
Framh. á bls. 381