Heima er bezt - 01.12.1955, Page 18

Heima er bezt - 01.12.1955, Page 18
370 Heima er bezt Nr. 12 KOLBEINN GUÐMUNDSSON frá Úlfljótsvatni: Bændur á Úlfljótsvatni 1788—1902 I. Gisli Eiríksson Gísli var sonur Eiríks bónda á Þjifu í Ölfusi, Brynjólfssonar, lögréttumanns á Ölfusvatni í Grafningi. Eiríkur á Þúfu fékk Úlfljóts- vatn, ásamt Villingavatni, í arf eftir Brynjólf föður sinn; hann keypti þær jarðir um 1720. Leigði hann þær síðan ýmsum ábúendUm, þar til Gísli flutti þangað árið 1788. Áður hafði hann búið í 4 ár á Þúfu. Faðir hans var þá andaður og fékk Gísli Úlfljótsvatn og Villinga- vatn í arf eftir hann. — Þeir, faðir hans og afi, hafa verið vel efnaðir. Gísli Eiríksson flytur að Úlf- ljótsvatni árið 1788, eins og fyrr er sagt, og býr þar til æfiloka, 1824, þá talinn 72 ára. Þegar hann kom að Úlfljósvatni, mun hjáleiga hafa verið þar í byggð. En Gísli losaði hana bráðlega og lagði jarðarnot þau, sem henni höfðu fylgt, undir heima- jörðina, og hefir það haldizt síðan. Gisli bjó rausnarbúi eftir því, sem þá gerðist. Hafði hann í seli á Selflötum, nálægt því, sem Grafningsréttir eru nú. Byggði hann þar stóra fjárborg, syðst á Landabrúnum, vestur af Ýrafossi. Stekkjatún setti hann skammt fyrir ofan Ljósafoss. Rústir af þessum byggingum sjást enn. Svo á vorin lét hann kerlingu vera í tjaldi, nálægt fjárborginni, sem gætti þess, að fénaður frá öðrum, gengi eigi á sitt land. Mjaltakona, sem var í selinu, átti að vera komin til heyskapar við Dælur um dag- mál, það er um hálftíma gangur frá selinu. Ég heyrði gamalt fólk segja, að hann hefði þótt vinnuharður, en vistin með ágætum, svo ekki varð betra á kosið, eins og fólkið orðaði það, enda var Gísli vel efnaður, því að lausafé eftir foreldra Gísla var mikið. Ekki mun Gísli hafa gert neinar verulegar jarða- og húsabætur. Á Úlfljótsvatni sést fyrir allmiklum áveitumann- virkjum og varnargörðum, en það mun allt vera miklu eldra. Líklega er sumt af því frá forn- öld. Kona Gísla hét Margrét Þórð- ardóttir, fædd á Stórahrauni á Eyrarbakka. Um hana heyrði ég ekki annað, en að hún hefði verið dugnaðar- og myndar- kona. Hún andaðist hjá Þórði syni sínum árið 1836, 75 ára gömul. Þau hjón áttu 11 börn, mörg þeirra dóu á unga aldri, en nokkur komust til þroskaaldurs. Ingibjörg, dóttir þeirra, varð elzt. Hún var fædd 1797 og and- aðist 1880. Hún bjó allmörg ár á Litla-Hólmi. Maður hennar hét Ólafur Þóroddsson. Þau hættu búskap 1861. Ólafur var þá þrotinn að heilsu, og efni þeirra lítil. Hann fór þá að Villingavatni og dó þar 1868, 55 ára gamall. Ég sá Ingibjörgu einusinni, þá var hún niður- setningur á Bíldsfelli. Ég var þá 7 ára, foreldrar mínir bjuggu í Hlíð, sem er næsti bær við Bíldsfell. Ég var látinn reka á eftir kú, en vinnukonan, Vilborg að nafni, leiddi kúna. Þetta var í ágætu veðri og ferðin gekk vel. Við komum að Bíldsfelli og okk- ur var boðið inn og látin setjast upp á baðstofuloft. Þar var eng- inn heimilismanna fyrir, nema gömul kona, sem sat þar á rúmi með prjóna í norðurenda bað- stofunnar. En við vorum látin setjast á rúm í suðurendanum. Þegar við vorum sezt, tekur hún sig upp og kemur til okkar og fer að tala við Vilborgu, og tjá henni hvað hún sé orðin hrum og af sér gengin, enda kvaðst hún verða 83 ára á komandi hausti. Vilborg kvað það vera náttúrlegt að henni væri farið að fara aftur, þvi það færi svo fyrir öllum, sem næðu svo háum aldri. Hún sagði, að afturförin væri ekki eingöngu ellinni að kenna, heldur miklu fremur ó- nýtu viðurværi. Fæði það, sem fQlk byggi við nú á dögum væri svoddan léttmeti, að það væri engin von að fólk þrifist af því, aðalmaturinn væri mélmatur og kál, gulrófur og kartöflur. Kjöt væri ekkert langan tíma ársins. Fiskæti væri ekkert annað en þorskhausar. Þetta hefði verið allt öðruvísi á sínum uppvaxt- arárum og langt frameftir sinni ævi. Fjárkláðanum hefði verið kennt um breytinguna. Nú væri hann um garð genginn, sauðfé væri nú orðið eins margt og það var fyrir kláðann, en það sæi enga staði. Máli sínu til sönnunar togaði hún upp ermina á öðrum hand- leggnum og sýndi Vilborgu og sagði, að þarna sæi hún hvað holdgrönn hún væri. Ekkert væri eftir nema sinar og bein. í þessu kom einhver upp stigann. Þá hætti hún talinu og gekk til rúms síns og settist þar. 7. nóv. um haustið andaðist Ingibjörg Gísladóttir. Hún lifði langlengst af systkinum sínum. Ég heyrði fólk segja, sem mundi þá tíð, þegar þau, Ingibjörg og Ólafur bjuggu á Litla-Hálsi, að fólki hefði þótt gott hjá þeim að vera, bæði hvað matarvist og viðmót snerti. H. Þórður Gíslason. Þórður Gíslason tók við búi af föður sínum, Gísla Eiríkssyni, vorið 1823. þá var heilsa Gísla farin að bila, og andaðist hann rúmu ári síðar. Kona Þórðar var Sigríður Gísladóttir frá Villingavatni. Þau giftust 23. júní 1823. Sig- ríður var rausnarkona, gáfuð og mikil búkona. Þórður var hæverskur maður hversdags-

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.