Heima er bezt - 01.12.1955, Side 19

Heima er bezt - 01.12.1955, Side 19
Nr. 12 Heima er bezt 371 lega, ekki neinn sérstakur at- hafnamaður, en hélt öllu föstu i gamla horfinu, hvað búskap- inn snerti. Réðist ekki í neinar framkvæmdir, nema bráð nauð- syn krefði. En mikið eirði hann því illa, þegar honum fannst nágrannar sínir ganga á land ábúðarjarðar sinnar. En það voru einkum bændurnir, Ög- mundur Jónsson á Bíldsfelli og Gísli Gislason á Villingavatni Landaþrætan milli hans og Ögmundar lyktaði þannig, að sýslumaður skipti þirætuland- inu í tvent, úrskurðaði landa- merkin yfir þvert þrætulandið, og hafa þau landamerki hald- izt síðan. Hvorugur aðilinn kom með fullgild rök fyrir því, hvar landamerkin hefðu verið að fornu. Það, sem þeir deildu um, hafði verið notað eins og óskipt land frá báðum jörðun- um marga áratugi. Báðar jarð- irnar höfðu verið í leiguábúð langa tíð. Bíldsfell var stóls- jörð og vitanlega í leiguábúð :á meðan, þar til Jón Sigurðs- son keypti hana 1788. Úlfljóts- vatn var eign Viðeyjarklausturs, 'þar til Arnbjörg Sturludóttir keypti Úlfljótsvatn, 1520. Þau :kaup voru staðfest af biskupi 'Ögmundi 1524, og um sömu mundir lét hann lýsa landa- tnerkjum á milli Bíldsfells og Úlfljótsvatns á alþingi svo víst væri, hvað stólsjörðin ætti. Þetta hefur Þórður ekki vitað, .sem ekkí var von. Fornbréfin voru þá öll geymd í Kaup- mannahöfn, og fáir vissu þá, hvað þau höfðu að geyma, og líklega hefur Þórður ekki vitað, að þau voru til og því síður, hvað í þeim geymdist Hann hafði því ekkert nema munn- mæli fyrir sér og sínum máls- Stað til sönnunar. Þá hefir Ögmundur sjálfragt haft líka, ýmsar sagnir um, hvað hefði verið slegið frá Bíldsfelli í þrætulandinu, og hvað frá Úlf- ljótsvatni. Hvorugur aðili var ánægður með úrskurð sýslu- manns. En Ögmundur þó miklu betur en Þórður, því hann og synir hans eftir hann voru sannfærðir um að þarna hefði Úlfljótsvatn tapað miklu og verðmætu landi, og visiu þeir þó ekki í raun og veru, hvað það var verðmætt, þar sem það var Sogið frá Veiðihól, niður fyrir Kistufoss. Lítið fór betur hjá Þórði, þeg- ar hann lét skipta löndum milli Villingavatns og Úlfljótsvatns. Það lét hann gera árið 1850. Þá hætti búskap á Villingavatni, Gísli Gíslason, sem hafði búið þar nær 50 ár. Þeir, Þórður og Gísli, voru systkinasynir. — Gísli var efnaður bóndi, greind- ur maður og mikilsmetinn á sinni tíð. — Hann hafði meiri fénað á Villingavatni, en fyrir- rennarar hans höfðu haft þar. En lönd jarða þessara voru óskipt, nema tún og engjar að einhverju leyti. Þó gat verið á- greiningur um slægjubletti í beitilandinu, þetta gekk nú svona í nágrannanuddi á með- an Gísli bjó á Villingavatni. En svo hættir hann búskap 1850, og Magnús sonur hans fer að búa þar, án þess að samþykki Þórð- ar, sem var eigandi jarðarinn- ar, kæmi til. Með öðrum orðum, hann sezt í byggingu föður síns. — Sennilega í trausti þess, að Þórður var frændi hans og giftur Sigriði systur hans.Lík- lega hafa þetta verið ráð Gísla. En þetta gat Þórður ekki þolað. Honum fannst Gísli hafa sýnt sér yfirgang á ýmsan hátt, og svo setti hann Magnús son sinn eft- ir sig á jörðina, eins og hann væri eigandi og umráðamaður hennar. Þórður skrifar því Magnúsi bréf. Efni þess var það, að hann hafði enga heimild, til að búa á Villingavatni og verði að fara þaðan á næsta fardag og sjá sér sjálfur fyrir jarð- næði. Þegar hér var komið, leit heldur illa út um samkomulag á milli nábúanna. Þá munu nokkir vinir og frændur beggja aðila hafa skorizt í málið og reynt að miðla málum og koma á sáttum, sem þem tókst furðu- fljótt. Þórður gaf það eftir, að Magnús fengi ábúð á Villinga- vatni með því móti, að landi jarðanna yrði skipt. Og það var gert tafarlaust. Sýslumaður var fenginn til að útnefna 6 menn til að skipta um haustið 1850, og biskupinn látinn samþykkja landaskiptin, svo frá öllu væri gengið sem öruggast. Villinga- vatn var kölluð kirkjujörð, þó að Þórður ætti hana, ásamt Úlf- ljótsvatni og kirkjutúninu. Kirkjan hafði aðeins veiðirétt í Villingavatni, eða tryggingu sér til viðhalds. Ég heyrði ekki annað, en að Þórður sætti sig sæmilega við landaskiptin, þó að mörkin séu ekki vel greinileg á nokkrum kafla. En það var öðru máli að gegna með Gísla, föður Magnú- sar, þó að hann væri það gam- all orðinn og hættur búskap. Hann vildi gera landaskiptin ónýt, og láta aðra menn skipta að nýju. Hélt því fram, að Villingavatn heði misst bezta beitilandið, sem væri Dráttar- hlíð, en fengið mela og gras- lausa móa í staðinn, úti í fjalli. Hann skrifaði sýslumanni nokkur bréf um þetta og sá ég afrit af sumum þeirra á Vill- ingavatni. — Þau voru 50 ára gömul þegar ég sá þau. — En Gísli fékk engu áorkað. Landa- merkin voru samþykkt af Þórði, eiganda jarðanna og Helga biskupi fyrir hönd kirkjunnar, og hafa þau haldizt síðan óbreytt Við landaskiptin kom mest- alt graslendi á Dráttarhlíð í Úlfljótsvatnslandi, en því sá Gísli mest eftir. Það hafði verið notað að mestu leyti frá Vill- ingavatni í búskapartíð Gisla, og þar af leiðandi var Villinga- vatnsféð orðið hagvant og sótti því þangað, einkum framan af vetri. Þetta hefur Þórður séð og vitað. Hann hófst því handa og réðst í að byggja stóra fjár- borg. Þar hafði raunar verið lítið fjárborgarkríli áður. En nú fær hann sér mikinn mannskap og hefst handa og byggir þar fjárborg á svonefndum Fjár- höfðum. Efni til þeirrar bygg- ingar var ekkert annað en blá- grýti, og mikill hluti þess stórt og þungt í meðförum. Vorið 1851 byrjar hann á þessu stórvirki og borgin komst upp fyrir vetur- inn. Oft hafði hann 8—10 menn í þessu starfi. Þetta þótti fólki í nágrenninu heldur nýtt af Þórði, því að hann hafði aldrei áður, eins og það komst að orði, „ráðist i neitt stórvirki.“ Gömlu borgina á Landatúninu lagði hann niður,, og hefir hún aldrei verið notuð siðan. En um sum-

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.