Heima er bezt - 01.12.1955, Síða 20
372
arið 1852, 27. júní, andaðist
Þórður, svo að þetta mátti
ekki seinna vera fyrir hann, að
koma fram þessu áhugamáli
sínu.
Sigríður, ekkja hans, bjó á-
fram með sonum sínum og
dætrum. Tveir synir hennar
voru fullþroska menn, Jón 27
ára og Guðmundur 25 ára. Hún
bjó svo, eftir dauða manns síns,
ágætu búi í full 19 ár. Þegar
Þórður féll frá, voru húsin á
Úlfljótsvatni í niðurníðslu og
að falli kominn. Varð því að
byggja þau öll upp, baðstofuna
á næsta vori og svo hin jafnóð-
um og við varð komið. Eina hús-
ið, sem Þórður hafði byggt í
sínum búskap, var kirkjan.
Hana hafði hann endurbyggt
skömmu eftir 1830. En þó að
hún væri ekki nema 30 ára
gömul, var hún farin að fúna
og hrörna, svo að 1862 er hún
dæmd svo af sér gengin, að hún
verði að endurbyggjast tafar-
laust. Þá var verið að ljúka við
endurbyggingu Þingvallakirkju.
Sá, sem sá um þá byggingu, var
lærður húsasmiður, Eyjólfur að
nafni. Þann smið fékk Sigríður,
húsfreyja á Úlfljótsvatni til
þess að byggja kirkjuna hjá sér
1863. Kirkjubyggingin kostaði
hana 12—13 hundruð ríkisdali,
— timbur og smíðalaun, auk
skylduvinnu og önnur framlög
frá sóknarbændum og öðrum,
sem lögðu talsvert fram. Hún
átti þá til góða í Hafnarfirði,
nægilegt fyrir timbri og öðru
efni hjá kaupmanni þeim, sem
hún verzlaði við þar. En pen-
inga átti hún heima hjá sér, til
þess að greiða smíðalaunin.
Kirkjuhús þetta stendur enn,
1954, og er i ágætu standi, enda
hefir þvi verið vel við haldið, og
nýlega verið endurbætt, en þó
í engu breytt.
Þetta þótti á þeirri tíð mynd-
arlega gert af ekkju, og bera
vott um skörungsskap og rausn.
Sigriður bjó á Úlfljótsvatni til
dauðadags. Hún andaðist 23.
nóvember 1873.
III.
Jón Þórðarsson
Jón Þórðarson tók við búi á
Úlfljótsvatni eftir móður sína,
Sigríði Gísladóttur, í fardögum
Heima er bezt
1874. Þá var skipt dánarbúi
hennar milli eftirlifandi barna
hennar og erfingja þeirra, sem
dánir voru og áttu erfingja á
lífi. Ekki er mér kunnugt, hvað
þeir voru margir, en fasteign-
inni var skipt í 8 parta. En svo
virðist, að sumir erfingjar hafi
fengið arfshluta sinn í lausafé
að öllu leyti. Fasteignin var
Úlfljóts- og Villingavatn með
skyldu til að sjá um viðhald
kirkjunnar. Þegar þetta var, var
kirkjan nýlega endurbyggð, og
skuldlítil og mun því ekki hafa
verið álitið, að hún væri til
verulega þyngsla. Vera má, að
Jóni væri lagt út, það sem
kirkjan skuldaði, svo hún væri
skaðlaus. Erfingjar skiptu sjálf-
ir, því allir voru þeir myndugir,
eða þeir, sem að þeim stóðu. Og
enginn urðu ágreiningsatriði út
af þeim skiptum.
Jón Þórðarson bjó með ráðs-
konu fyrstu 4 árin. Hún hét
Sólveig Jónsdóttir, ættuð frá
Sogni í Ölfusi. Það sögðu mér
menn, sem mundu þetta vel og
þekktu vel til, að aldrei hefði bú-
skapurinn á Úlfljótsvatni verið
blómlegri í þeirra tið, en 4
fyrstu árin sem Jón Þórðarson
bjó þar. Hann hafði úrvals
vinnufólk, sama fólkið, sem var
hjá móður hans áður. Heldur
var þó færra hjá Jóni, því að
2 bræður hans fóru þá um þær
mundir, Guðmundur, sem
byrjaði búskap í Króki og Gísli,
sem síðar bjó lengi á Ölfusvatni.
En þó bræður Jóns væru farnir,
hafði hann eftir 2 ágæta menn.er
báðir höfðu alizt upp að nokkru
leyti á Úlfljótsvatni hjá Jóni og
móður hans. Þeir hétu Andrés
Guðmundsson, sem síðar flutt-
ist til Hafnarfjarðar, og Guð-
mundur Guðmundsson, sem
flutti til ísafjarðar og gerðist
skipasmiður. Báðir þessir menn
voru merkir og dugnaðarmenn
að hverju sem þeir gengu.
Árið 1877 giftist Jón Þórunni
Magnúsdóttur, Jónssonar Nor-
dal, prests í Meðallandsþingum,
(d. 1854). Tók nú vitanlega við
búsforráðum inninstokks. Þór-
unn var gáfuð kona og margt
vel gefið, en þótti ekki mikil bú-
kona. Og vinnufólkið saknaði
ýmissa gamalla og góðra siða,
sem það hafði vanist og kunni
Nr. 12
ekki við að lagðir væru niður.
Vinnumennirnir, Guðmundur
og Andrés, fóru báðir, giftu sig
og bjuggu með sínum konum í
fjarlægum héruðum. Þeir, sem
Jón fékk í þeirra stað, voru ekki
jafningjar þeirra. Heyskapurinn
fór að ganga verr. Gömlu hey-
fyrningarnar gengu saman og
hurfu svo með öllu. Svo kom,
vorið 1882, sem var eitt hið
harðasta vor; Þá varð Jón hey-
laus. En það mundi enginn
maður, sem þá var á lífi, að
heylaust hefði orðið á Úlfljóts-
vatni. Gamla venjan hefði verið,
að fyrna 2 hey garðföst, eða sem
því nam á hverju vori — um
200 hesta. Jón varð fyrir tals-
verðum halla á fénaði þetta vor.
Heyfyrningar voru ekki eftir
þetta hjá honum. Hann fór líka
heldur að bila á heilsu síðustu
ár æfinnar. Hann andaðist 8.
apríl 1855, eftir stutta legu, 60
ára gamall.
Þau hjónin, Jón og Þórunn,
áttu 1 son barna, Magnús að
nafni. Hann var settur til
mennta og reyndist ágætur
námsmaður, las lögfræði og
varð prófessor við Háskóla ís-
land. Þórunn, ekkja Jóns, lét
strax af búskap um vorið eftir að
maður hennar féll frá. Var síð-
an 1 ár í húsmennsku á Úlf-
ljótsvatni með Magnús son sinn,
en fluttist svo til Reykjavíkur
og bjó þar nær 20 ár. En þá fór
hún til Magnúsar sonar síns til
Kaupmannahafnar, sem bjó þar
þangað til hann varð prófessor
við Háskóla íslands 1920. Þá
kom hún með honum og var
eftir það hjá honum eða á hans
vegum til dauðadags. Hún and-
aðist á Úlfljótsvatni. Magnús
sonur hennar hafði þar þá bú
og bústjóra.
Jón Þórðarson var sérstak-
lega vinsæll í sveitinni og með-
al allra, sem til hans þekktu,
eða höfðu eitthvað saman við
hann að sælda. Ef einhver á-
greiningur varð á milli manna
nálægt honum, hafði hann sér-
stakt lag á, að jafna það, án
þess, að þeir, sem í hlut áttu,
vissu af því fyrr en þá eftir á.
Hann var maður yfirlætislaus,
hygginn gáfumaður. Lítinn þátt
tók hann í opinberum málum.
Aldrei var hann í hreppsnefnd,