Heima er bezt - 01.12.1955, Side 21

Heima er bezt - 01.12.1955, Side 21
Nr. 12 Heima er bezt 373 sýslunefnd eða neinu þesshátt- ar. Hans starf var allt í kyrr- þey. Forfeður hans höfðu búið á Úlfljótsvatni frá því Gísli afi hans keypti það á 9. tug 18. ald- ar, og þegar faðir hans féll frá hafði lítið verið þar aðhafzt, sem hægt var að benda á. Tún- ið fór hann að slétta með bræðrum sínum á þeim árum, sem móðir þeirra var talin fyrir búinu. Hann fór ekkert óðsiega að því, en á hverju ári sléttaði hann eitthvað. Og þegar hann féll frá, var hann búinn að slétta nálægt y3 hl. þess. Húsum hélt hann við í sama formi og þau höfðu verið frá ómuna tíð, að öðru leyti en því, að hann byggði geymsluhús úr timbri 1875. Hús þetta stendur enn (1954). En lítið hefur verið um það hirt á síðustu árum, er það því farið að hrörna vegna hirðuleysis. ■ Fjárborgin, sem faðir hans byggði á Fjárhöfð- anum, hrundi að hálfu leyti eft- ir frostaveturinn 1881. Hún þótti aldrei gott fjárskýli. Vegg- ir allir úr tómu grjóti, og þó þeir væru tvíhlaðnir, þá næddi alltaf í gegnum þá og var því alltaf næðingur í borginni, þeg- ar hvast var. Jón hressti þó borgina við og minkaði hana um i/3. Hún þótti áður óþarflega stór. Jón var ekki nema meðal- maður á hæð, en þreklega vax- inn og rammur að afli, en fór •dult með. Aldrei vildi hann reyna krafta sina á móti öðrum að óþörfu eða til þess að sýna yfirburði íina framyfir meðal- menn. Guðmundur Jónsson, faðir þess, sem þetta ritar og var vinnumaður á Villingavatni frá 1852 — 1860, sagði mér tvær sögur af karlmennsku Jóns. Einn vetur gengu til vers úr Grafningi 6 menn, til róðra, suður á Álftanes. Ógiftir vinnu- menn á bezta aldri, um þrítugt. Þeir lögðu upp frá Nesjavöllum yfir Dyraveg, sem þá var fjöl- farinn leið yfir Mosfellsheiði, bæði sumar og vetur. Gangfæri var svona í meðallagi, hvorki vont né gott, sem kallað var Allir báru þeir eitthvað um 3 fjórðunga, eins og vanalegt var um menn úr þeirri sveit. Þeir lögðu af stað snemma morguns. eins og þá var venja, vestur yfir Dyrafjöll. Það er tveggja tíma gangur. Á þeirri leið var Jón á Úlfljótsvatni jafnan aftastur, stundum álengdar, en náði jafnan samferðamönnunum sínum við og við, helzt í brekk- unum, sem eru nokkrar á þeirri leið. Sumum í hópnum leizt ekki á, að hann mundi halda út að fylgja þeim, ef þeir hægðu ekki gönguna og færu að ganga hægara. Þegar vesturyfir Dyrafjöllin er komið, tekur við Mosfellsheiði slétt og miðhæða- laus, engar brekkur, sem telja má. Nú drógst Jón ekki afturúr lengur. Haldu þeir svo áfram ferð sinni og hvíldu sig í Lækj- arbotnum, sem þá var býli. En suður á Álftanes ætluðu þeir um kvöldið, héldu svo þaðan vestur hjá Elliðavatni og Vatnsenda og Vífilrstöðum. En þegar kom suður á Vatnsendaháls, var Jón orðinn fremstur, „og gat þá alltaf stokkið," eins og sögu- maður minn orðaði það. En hann var orðlagður fyrir, hvað hann var mikill og þolinn göngumaður. En honum fannst mikið um, hvað Jón var út- haldsgóður. Þakkaði hann það, að nokkru því, að hann kunni að haga betur göngu sinni, en margir aðrir, að fara ekki of geyst fyrsta spölinn. Svo var það eitt sinn í Hafn- arfirði, milli sumarmála og loka, að nokkrir sjómenn af Álftanesi voru þar staddir, og var Jón á Úlfljótsvatni einn þeirra. Vöru- skip var þá nýkomið í Hafnar- fjörð, til Knútzens-verzlunar, sem þá var þar stærzta verzlun- in. Ýmsar vörur voru þar þá á þrotum og sumar uppgengnar, þar á meðal sykur. Byrjað var að skipa upp vörum úr skipinu. En ekki var kominn neinn sykur í land, en von á honum þá og þegar, og biðu aðkomumenn eftir því, að hann kæmi. Þeir stóðu því niðri á bryggjunni. En það drógst nokkuð að syk- urinn kæmi. Lok'ins komu syk- urkassar í einum, og þá glaðn- aði yfir öllum, sem biðu eftir honum. En það var fleira í báfnum en sykur, þar á meðal kassi, ekki mjög stór, en all- þungur, og ekki talinn „böru- tækur“ á tveggjamannabörur, var þá leitað til pakkhúsmanns- ins og hann beðinn um fjögra- manna börur. En hann sagði að þær væru hjá smið í viðgerð, og óvíst, að þær væru komnar í lag. Þá var verzlunarstjóri Chr. Zimsen, faðir Knud Zimsen, sem síðar varð borgarstjóri í Reykja- vík. Zimsen var vinsæll verzl- unarstjóri, alþýðlegur og gam- ansamur. Hann var í þetta sinn staddur niðri á bryggju að líta eftir uppskipuninni. Nú leit ekki sem bezt út með að koma kass- anum í hús. Akfæri voru þá eng- in, allar vörur voru bornar ýmist á börum eða á bakinu neðan af bryggju upp í pakk- húsin. Þegar hér var komið, þótti Zimsen fara að vandast málið með að koma þunga kass- anum upp af bryggjunni. Lý;ir hann því þá yfir, að ef einhverjir séu viðstaddir, sem geti borið upp kassann, þá skuli hvor þeirra fá eitt pundið af sykri, vel útilátið, fyrir handtakið. Hér voru staddir sjómenn af Álftanesi, bæði sunnlendingar og norðlendingar, allt knálegir menn, og hann sagðist sjá, að meðal þeirra væru margir menn, sem mundu geta þetta, þetta væri ekki löng leið, 15 — 20 faðmar. Meðalmenn bæru skippund, tveir á börum, en kassinn væri rúmlega vætt þyngri. Eftir örstutta stund gefur sig fram maður, sem býðst til að bera kassann, ef annar vilji gefa sig til á móti. En þá var nokkur bið að nokkur gæfi sig fram. Þá sagði sá, sem búinn var að bjóðast til að bera kas ann, að réttast væri að láta hann á börurnar. Einhver hlyti að koma, sem gæti þetta. Kass- inn var nú settur á börurnar. Þegar það var búið, gengur sá að börunum, sem lét setja á þær kassann, og kallar til Jóns á Úlfljótsvatni, sem þarna var nærstaddur, og segir: „Þú held- ur undir börurnar með mér, Jón.“ Þá kemur Jón og segir: „Reyna má það, en Zimsen á- byrgist börurnar“. Tóku þeir síðan upp börurnar með kass- anum og báru upp að búðardyr- um, og settu þær niður eins og börur með venjulegum þunga. Sykurinn fengu þeir vel úti lát- inn. Sykurpundið mun hafa

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.