Heima er bezt - 01.12.1955, Side 25
Nr. 12
Heima er bezt
377
Bjarni Sigurðsson:
JÓLALJÓSIÐ I AUGANU
Þegar ég var barn, sagði
amma mín mér margar sögur,
sem fallið hafa á langri æfi í
gleymskunnar djúp. Einstöku-
sinnum kemur það þó fyrir, að
ég man þær eða eitthvað af
þeim og langar þá til þess að
færa þær í sögulegan búning.
Verð ég þá stundum að geta í
eiður, þegar minningarnar verða
þokukenndar.
Sagan, sem amma sagði mér,
er á þessa leið:
Vinnukonan á Velli eignaðist
barn í lausaleik. Á þeim dögum
var tekið hart á þess háttar sið-
ferðisafbrotum. Barnið var skýrt
Elín. Móðirin gat ekki annast
uppeldi þess og þess vegna fór
það á sveitina eða varð niður-
setningur. Þá var það venja að
bjóða upp niðursetningana á
hreppskilaþingum á hverju vori.
Sá, sem lægst bauð, fékk það
hlutverk, að annast niðursetn-
inginn eitt ár, eða til næsta
uppboðsþings. Niðursetningarn-
ir voru því alltaf í óvissu um
það, hvert yrði heimili þeirra
frá ári til árs. Liði þeim vel,
kviðu þeir fyrir vistaskiptunum,
en hlökkuðu til þeirra, ef illa
íór um þá.
Elínar litlu beið þetta hlut-
skipti. Fátæk hjón að Mosum
urðu lægst bjóðandi og tóku
hana til fósturs. Þau urðu feg-
in að fá meðlagið með barninu,
til þess að bæta lítið eitt af-
komuna, en vissu samkvæmt
venjunni þá, að ekki var vand-
farið með niðursetninga. Elín
litla var svo þarna þangað til
hún var sjö ára. Á heimilinu var
gömul kona, fóstra húsbóndans,
sem falið var að annast barnið.
Hún var aldrei kölluð annað en
Gunna. Barnið lét hún sofa hjá
sér, og sýndi því móðurlega ást-
úð og reyndi eftir mætti að
verja það fyrir hungurvofunni
og ónotum og illkvittni annarra
barna á heimilinu. En samt varð
Elín litla að ætta sig við það,
að vera kölluð niðursetningur-
inn, borða með ljótasta spæn-
inum úr ljótasta askinum,
klæðast karbættum lurfum og
skjóllitlum og verða sífellt fyrr
ónotum og aðkasti. En Gunna
gamla var hér alger undan-
tekning. Þess vegna fékk barnið
mikla ást á henni og lék sér
ekki við önnur börn, eða hætti
þeim leikjum, þegar brígzlin
dundu á henni og hún var
ýmist kölluð Grýla eða drusla.
Hljóp hún þá grátandi til
Gunnu sinnar og leitaði :kjóls
hjá henni. Hin góðgjarna gamla
kona skildi, hve óeðlilegt það
var, að barnið gat ekki notið
leikja, eins og önnur börn. Til
að bæta úr þessu, kenndi hún
henni að prjóna, og nú var
barnið alltaf prjónandi og alltaf
hjá Gunnu sinni. Nafn hennar
var Ellu litlu eins kært, eins og
væri það móðurnafn. Móður
sinni hafði hún aldrei kynnst.
En svo um vorið, þegar Ella
litla var á áttunda ári, og hið
venjulega uppboð hófst á niður-
setningunum, bauð annar mað-
ur lægra í hana, en sá, sem hún
hafði alist upp hjá til þe:sa.
Hann hét Grímur. Elín litla
botnaði ekkert í því, hvernig á
því stóð, að hún átti að skilja
við Gunnu sína, einu mann-
eskjuna, sem henni hafði verið
góð og hún elskaði. Fyrst þver-
neitaði hún að fara, nema
Gunna kæmi líka. En þegar
Gunna skýrði það fyrir henni, að
annað væri ekki hægt, fékk hún
svo mikinn grátekka, að bið varð
á burtförinni.
Þegar hún kom á nýja dval-
arstaðinn, þar sem hún þekkti
engan og aldrei var talað til
hennar hugþekkt orð, en þær
raddir, sem að eyrum hennar
bárust, voru harðar, kaldar og
óvinveittar, leið henni illa. Þrá-
in til Gunnu hennar óx með
degi hverjum og henni fannst
betra að líða sult, en vera án
kærleika hennar. En þarna á
nýja heimilinu fékk hún nóg að
gera og meira en litlir kraftar
voru megnugir að leysa af
hendi. Hún gerði það, sem hún
gat, því það hafði Gunna henn-
ar sagt henni að hún ætti að
gera. Það hafði þó engin áhrif
á húsbændur hennar, þeim
fannst hún alltaf vinna lítið. Um
sumarið hreinsaði hún fjós, rak
og sótti kýr og sat yfir ám. En
þegar hausta tók var hún látin
prjóna allan daginn, frá fóta-
ferðartíma til náttmála, og beitt
hörku, ef hún lagði frá sér
prjónana.
Ein von vakti í brjósti henn-
ar. Gunna hafði reynt að hugga
hana, þegar hún fór að Hnaus-
um með því, að hún skyldi fá
leyfi hjá húsbændum sínum, til
þess að heimsækja sig um jólin.
Barnið taldi sjálfsagt, að svo
sanngjörn ósk yrði látin eftir
henni. Þegar jólin nálguðust,
fór hún fram á þetta við hús-
bændur sína, og bað þá mjög
blíðlega um leyfi til þess að
heimsækja Gunnu sína um jól-
in. Þessu var undir eins þver-
neitað, með þeim forsendum, að
hún ætti engin föt til að vera
í og það yrði ekki farið að senda
hana aftur að Mosum í sömu
lurfunum og hún hefði komið
í þaðan. Hins vegar væru engin
tök á því að gefa henni jólaföt
í þetta sinn.
Vonbrigði Ellu litlu urðu sár.
Hún fór í felur til að gráta. Hún
bjóst við hegningu frá þessu
harðneskjulega fólki, ef hún
léti það sjá, að hún væri hrygg.
Drottinn hafði gætt hana góðri
greind í vöggugjöf. Hún fór
mjög varlega. Þeirri hugsun
hafði skotið upp úr djúpi hug-
ans,að hún skyldi reyna að
strjúka til Gunnu sinnar, rétt
fyrir jólin, þegar jólaannirnar