Heima er bezt - 01.12.1955, Side 26

Heima er bezt - 01.12.1955, Side 26
378 Heima er bezt Nr. 12 Sagnir Kristjáns Einarssonar frá Hróðnýjarstöðum Jóh. Ásgeirsson skrásetti væru mestar. Mest kveið hún fyrir myrkfælni og hálfvegis líka fyrir kulda. Hún var nú að vísu vön við hann. Það var ekki mjög langt á milli bæjanna og hún mundi rata, þótt dimmt væri. Þegar heimilisfólkið hennar var að búa sig undir jólanóttina, hafa fataskipti og kveikja á jólakertunum, lagði Ella litla á stað áleiðis að Mos- um. Hún átti ekki önnur föt en þau, sem hún stóð í og var því ekki lengi að búa sig. Skórnir hennar voru bættir og hún var hrædd um, að þeir mundu bila, en vont að ganga berfætt á frosinni jörð. Hún fór á bak við bæinn og tók svo spettinn á- leiðis að Mosum og hljóp eins hratt og hún gat. Brátt varð hún vör við að frostnæðingur- inn smaug í gegnum lurfurnar, sem áttu að skýla henni og heltók líkama hennar. Hún herti þá á sér, til að halda hita og hugurinn bar hana hálfa leið. Er á leið för hennar að Mosum, fann hún til stings í brjóstinu. Hann var mjög óþægilegur, en ekki mátti gef- ast upp. Þegar líða tók á aðfanga- dagskvöld jóla og fólkið á Mos- um var að búa sig í háttinn, var barið að dyrum. Það var ekki búist við neinum jólagesti, en gengið strax til dyra og spurt hver væri úti. Svarað var í mjög veikum barnsrómi með grátstaf í kverkunum. „Það er ég. Mér er svo kalt.“ Inn í baðstofuna gekk tötrum klætt barn, hríð- skjálfandi af kulda. Skóvarpið á öðrum skónum var komið upp á ristina og sást í berar tærnar. Þetta var Elín litla, strokubarn- ið^Hún gekk rakleitt að rúmi Gunnu gömlu og fleygði sér há- grátandi í faðm hennar. En það kom brátt í ljós, að Elín litla átti erfitt um andar- drátt og kvartaði um sting fyr- ir brjósti. Gunna gamla háttaði hana í snatri og lét hana fara í rúmið sitt og háttaði hjá henni til þess að hita upp hel- kaldan líkama hennar. Nú var liðinn langur timi síðan Elín litla hafði heyrt hlýlegt orð og varð mjög fegin kærleiksatlot- Einar Þorkelsson, faðir Kristj- áns, er nú kominn hátt á tí- ræðisaldur. Hann varð 98 ára 20. apríl síðastliðinn. Hann hefur búið allan sinn búskap á Hróð- nýjarstöðum og systkinin eru þar öll fædd. Einar hefur verið við heyskap á hverju sumri og einnig nú þetta síðastliðna sum- ar, árið 1955. Og munu víst fá dæmi til þess, að svo gamlir menn standi við slátt. Hann hefur enn góða sjón, því að hann les mikið, og er það um Gunnu gömlu. Henni hlýn- aði brátt, en í staðinn fyrir eðlilegan hita, kom nú óvænt- ur gestur til sögunnar. Það var ákafur sótthiti, sem hafði óráð í för með sér. Áður hafði Guð- rún gamla annast um og hlynt - að munaðarlausu barni, sem engan átti að. Nú var þetta munaðarlauasa barn orðið að sjúklingi, sem vakti allar beztu tilfinningar hennar til líknar- starfsemi. Þegar Elín litla byrj- aði að tala óráð, snerist allt óráðshjal hennar um þær vin- konurnar. Hún kvaðst aldrei mundi skilja við Gunnu sína aftur. Meðal annars spurði hún að því, hvernig á því stæði, að öll börn ættu mömmur nema hún. Hún sagði, að Gunna sín væri eins góð mamma eins og hinar, og hvort hún mætti ekki eiga hana fyrir mömmu. Hún sagðist ekkert jólaljós hafa fengið, en sér sýndist vera jóla- ljós í auganu á henni Gunnu um Gunnu gömlu. Henni hlýn- sinni. Skömmu seinna féllu stór tár á brjóstið á líki Elínar litlu. einnig fátítt, að fólk hafi svo góða sjón á þessum aldri, þótt það hafi gleraugu. Kristján er greinargóður mað- ur og ekki þekktur að öðru en sannsögli í allri frásögn. Og hefjast þá frásagnir hans. I. Sólheima-Móri. Þegar þetta skeði var Kristján á fjórtánda árinu og var til heimilis að Hróðnýjarstöðum hjá foreldrum sínum. Þá var það einn dag um haustið, í björtu og góðu veöri, að systur Kristjáns voru að svíða kindahausa í reykhúsi, sem stóð þar skammt frá bænum, og var Kristján að aðstoða þar eitthvað við það starf þá um daginn. Og eitt sinn, er hann var á gangi þar úti við, fór hann fram hjá hesthúsi, sem stóð þar á bak við reykhúsið. Hurðin fyrir hesthúsinu stóð opin og lagði þar inn birtu nokkra. Heyrðist honum þá, sem eitthvað væri þar inni, svo að hann fór að aðgæta það nánar og gekk inn fyrir dyrnar. Varð honum þá mjög bilt við, því að inni á miðju hesthús- gólfi stóð maður, ef mann skyldi kalla. Var hann all ó- frýnilegur útlits, stuttur og sver, loðinn í framan og óhugn- anlega leggjalágur. Hann var í mórauðri úlpu, með hattlurfu á höfði og sneru börnin niður. Þarna stóð þessi mánnvera, svo falleg sem hún var, vagg- andi og vofuleg. Datt þá Kristjáni þegar í hug, að þarna væri sjálfur Sólheima- Móri að líkindum kominn. Á þeim árum hafði Kristján til að

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.