Heima er bezt - 01.12.1955, Side 28

Heima er bezt - 01.12.1955, Side 28
380 Heima er bezt Nr. 12 Þáttur af Jóni Markússyni (Framh. af bls. 358) þekkti þó vel hin illu áhrif áfengisins og neytti þess því mjög sjaldan eða neitaði sér um það, nema einstaka sinnum, t. d. í samkvæmum og veizlum. Þá var danskur kaupmaður á verzl- unarstaðnum Papós, er Johnsen hét. Hann var kunnugur Sveini og skapbrigðum hans, er hann neytti áfengra drykkja, og hafði ánægju af því að veita honum, fyrir ofan urðina rís stórt og hátt einstætt bjarg, sem Klfi- haus heitir. Meðan Kristján var að fella tjaldið, lét hann hestinn kroppa í brekkunni rétt hjá sér. Eftir litla stund fer hann að taka eftir því, að hesturinn er alltaf öðru hvoru að góna upp í berg- ig, frýsa og sperra eyrun. Þyk- ir honum þá vissara að binda hestinn, svo að hann tapi hon- um ekki frá sér. En þá samstundis, þegar hann er að enda við að binda hestinn, heyrir hann mikinn hávaða og skvaldur, eins og frá mörgu fólki og kemur hávaði þessi frá berg- inu (Klifhausnum), eins og þar hefðu opnast dyr, og heyrist þaðan þá allt í einu margradd- aður söngur, sterkur og voldug- ur. Fannst Kristjáni, sem hann væri staddur í stórum hljómleikasal. Og lagið, sem sungið var, kannaðist hann ofur vel við. Það var: „f dag er glatt í döprum hjörtum." Kristján hraðaði sér nú af stað sem mest hann mátti, því bæði var það, að hann var ekki laus við geig, og svo gat hann varla hamið hestinn. Hann gekk allur á skjön á leiðinni heim, eins og hann heyrði alltaf eitt- hvað fyrir aftan sig. Og þegar honum var sleppt, hagaði hann sér eins og hann væri sturlaður, hljóp aftur og fram um túnið frýsandi með sperrt eyru og góndi stöðugt fram til fjallsins, þaðan sem hann kom, eins og fyrir eyrum hans hljómaði enn þá söngurinn, sem Kristján heyrði í Klifhausnum. enda gestrisinn maður. Komst hann meðal annars svo að orði um Svein, en var ekki vel að sér í beygingu orða í íslenzku: „Hann Svein ætti alltaf að vera full.“ Sveinn var nú þarna í veizlunni, glaður og kátur og fann upp á ýmsu til að auka glaðværðina. Meðal annars bauð hann veizlugestum í krók. Hann stóð fyrir utan opinn glugga, en stofan var full af veizlugestum. Stakk hann þá hendinni inn um stofugluggann og rétti fram löngutöng og bauð þeim í krók, er þyrðu að reyna við sig þessa afl- raun. Hvatti hann þá sem inni voru og manaði þá til að taka í krókinn. Ýmsir urðu til þess, að fara í krók við hann, en hann reyndist þeim sterkari og dróg þá alla upp. Storkaði hann þeim þá og taldi þá ekki að manni og sagði að þeir yrðu að reyna bet- ur. Þegar á þessu varð hlé, man- aði hann fleiri í krókinn og kvað þá mundu hrædda við aflraun- ina og rétti enn fram kreppta löngutöng. Inni í stofunni var þá staddur Jón Markússon frá Hlíð. Hann læddist eða þokaði sér með fram þilinu í stofuhorn við gluggann, svo að Sveinn sá hann óglöggt, eða veitti honum ekki eftirtekt, og tók í krókinn hjá Sveini. Honum fannst tekið hraustlega í krók sinn og neytti allrar orku, en svo fóru leikar að Jón dró hann upp. Sveinn horfði lengi á löngutöng sína, upp- dregna og var alveg hlessa. Spurði hann síðan hver það hefði verið sem dró sig upp. Því svar- aði Jón Markússon þannig: „Það þurfti nú engan afreksmann til þess; 81 árs gamall karlaumingi dugði.“ Veizlugestirnir hlógu, en Sveinn hætta að bjóða í krók. Þetta mun hafa verið seinasta aflraun Jóns Markússonar. Hann dó 7. júní 1891, þá 83 ára að aldri. Þess má geta, að brúðguminn Ólafur Einarsson, fórst við þriðja mann 1895. Sonur hans Sigurð- ur Ólafsson, dugnaðar- og mynd- armaður, settist að á Höfn í Hornafirði og rak þar útgerð um skeið. Lýkur hér frásögninni um hinn mikla atorkumann Jón Markús í Hlíð og aðra, er við sögu hans koma. Haust í . . . (Framh. af bls. 367) kemur hann óboðinn í skerið, án þess að gömlu brimlarnir og urturnar fái rönd við reist. Drepur litla kópinn með þung- um kepp, hefur heim með sér, og bætir við sláturforða sinn til vetrarins. Foreldrarnir flýja út á sjó í dauðans ofboði, eftir að hafa séð örlög afkvæmis síns, og sjást ekki vetrarlangt. Þetta er selfarið. Viðbót við sláturtíð- ina í eyjunum. Svona líður haustið, við ferðalög og flutninga ýmiskon- ar, selfar og sláturstörf, skógar- högg og þangskurð á skerjum. Þess á milli var svo dittað að húsum og borið á tún. En þar kemur, að sjóferðum fækkar. Sjór verður þungur og kaldur. Fjöllin í fjarska tapa sínum bláma, og klæðast fölum og hvítum hjúp. Auðsæ merki þess, sem koma skal. Og að lok- um er féð, sem flutt var í út- eyjar á réttunum, sótt og tekið á hús og hey. Beitin er búin. Fólkið kemur heim. Karlmenn úr veri, en konur eftir stranga útivist og vökur í úteyjum. Karlmennirnir taka til við gegningar, en konur við ullar- vinnu. Það fjölgar og hlýnar í baðstofunni. Þá er líka liðið nær jólum. Hávetur í Breiðafjarðar- areyjum. Annað líf og rólegra fer í hönd.-------- Kímnisaga Það er r rauninni ekki alltaf, að svokallaðar skemmtisögur eru skemmtilegar. Eftirfarandi get- ur skýrt það nánar: Vísindaleiðangur frá Englandi er að brjótast gegnum myrkvið- inn. Einn foringjanna gengur á undan. Allt í einu kemur spjót þjótandi frá villimönnum og neglir hann fastan við tré. Spjótið hefur farið í gegnum brjóstkassann á honum. Félagar hans koma að og spyrja í ang- ist: „Finnurðu mikið til?“ „Nei, aðeins þegar ég fer að hlæja.“

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.