Heima er bezt - 01.12.1955, Page 29
Nr. 12
Heima er bezt
381
Gísli Sveinsson...
Framh. af bls. 369.
Sveinsson skipaður sendiherra í
Noregi árið 1947. Var Noregur þá
„ónumið land“ í þessum efnum.
Beið nýja sendiherrans mikið
og vandasamt starf, að koma á
fót eðlilegum samskiptum milli
frændþjóðanna, en Gísli Sveins-
son gekk að þessu starfi með
röggsemi og samvizkusemi.
Heimili hans og konu hans, frú
Guðrúnar Einarsdóttur, stóð ís-
lendingum, sem til Noregs komu,
opið, og var þar tekið á móti
þeim af hinni alkunnu rausn og
gestrisni þeirra hjóna. Sá, er
þetta ritar, hefur af eigin reynd
kynnzt vinsældum Gísla Sveins-
sonar í Noregi á ferðum þangað.
Gísli lét af sendiherrastarfinu
þegar hann varð sjötugur og síð-
an hafa þau hjón átt heima í
Reykj avík.
Einu sinni enn átti Gísli
Sveinsson eftir að koma fram á
sjónarsvið stjórnmálanna. Það
var í forsetakosningunum 1952.
Var hann þá í framboði sam-
kvæmt eindregnum óskum
fjölda manna um allt land, sem
töldu, að framtíð íslenzka lýð-
veldisins væri bezt borgið með
því, að fela einum djarfasta for-
ystumanni sjálfstæðisbaráttunn-
ar æðsta embætti þjóðarinnar.
Þetta fór á aðra lund, eins og
kunnugt er, og skal sú saga ekki
rakin hér. En við þetta tækifæri
hélt Gísli Sveinsson ræðu, sem
mörgum mun kunn, og þegar
saga þessa tímabils verður dæmd
óhlutdrægt í framtíðinni mun
dómurinn aðeins verða á eina
lund. Ræða Gísla Sveinssonar
var rökföst og þó hógvær aðvör-
un um, hvar þjóðin væri á vegi
stödd ef ekki væri höfð fyllsta
aðgát og aldrei hvikað í neinu
frá þeirri íslenzku stefnu, sem
beztu menn fyrr og síðar höfðu
talið heillavænlegasta fyrir ís-
lenzku þjóðina.
Hér hefur aðeins verið drep-
ið á fátt eitt af hinum margvis-
legu og þýðingarmiklu störfum
Gísla Sveinssonar, en þetta
verður ao nægja að sinni. Að
endingu skulu hér tilfærðar vís-
ur, er Bjarni Ásgeirsson sendi-
herra sendi Gísla, þegar hann
varð sextugur:
Þú hefur siglt um sextugt djúp,
sorti huldi ála,
eygðir þú samt yzta núp
okkar frelsismála.
Siglirðu nú á sjötugt djúp.
Senn mun lægja vinda.
Alltaf þynnir þokuhjúp
um þessa fögru tinda.
Sigldu enn um sama djúp,
senn mun dagur lýsa,
og íoldin þráða gróðurgljúp
græn úr hafi rísa.
Aftaka á leiksviðinu
Árið 1549 var fullnægt dauða-
dómi á leiksýningu í leikhúsinu
í Tournai. Var það gert til heið-
urs Filippusi öðrum af Belgíu.
Dauðadæmdur glæpamaður lék
aðalhlutverkið í leiknum. Víg-
ið, sem var hápunktur leiksins,
var framið með pappasverði, eins
og venja var á sýningum og æf-
ingum. En við frumsýninguna
var skipt á pappasverðinu og
venjulegu riddarasverði. Fór það
fram án þess að aðalleikandinn
hefði hugmynd um. Á sýning-
unni var höfuðið höggvið af
honum, eins og við venjulega
aftöku. Sagt var, að áhorfendur
hefðu verið ákaflega hrifnir af
þessu atriði „leiksins“.
Jólapóstur fyrir 100 árum
„Sendiboði miðnefndarinnar
leggur af stað héðan. að Staf-
holit 6. þ. m. Þar mætir honum
sendimaður sýslum. hr. P. Mel-
steðs og tekur bréf þau er lengra
eiga að fara vestur, og ná þau
þannig í hinn reglulega póst frá
Stykkishólmi til ísafjarðar-
sýslu. Að Hraungerði 14. þ. m.
Bréfum og bögglum verður veitt
móttaka í skrifstofu „Þjóðólfs",
til vesturlandsins þar til um
miðaptan 13. þ. m.“
(Þjóðólfur).
/—----------------------------N
Senn er liðið
árið —
Senn er liðið árið
með sárum og gleði.
Sérhver á að stríða
án kvíða í geði.
Eftir liðinn vetur
með hretum og hrönnum,
hressir vorið aftur
lífskraftinn hjá mönnum.
M a g nú s J ó n s s o n
frá Skógi.
\_____________________________/
Leiðrétti ng
Sú villa hefur slæðst inn í
greinina um forsíðumyndina
í októberblaðinu, að myndin
er talin vera eftir Þorvald
Ágústsson, en hún er tekin af
Þorsteini Jósepssyni. Beðist
er afsökunar á mistökunum.
Forsíðumynd
þessa heftis er frá Borgarnesi.
Kímnisögur
Þessi saga er ef til vill al-
kunn, en hún er látin fylgja hér,
vegna þess, að flestir hafa víst
skemmt sér vel, þegar þeir
heyrðu hana í fyrsta skipti.
Þjóðverji, Frakki, Ameríkani
og Skoti voru á ferðalagi úti í
náttúrunni. Þjóðverjinn hafði
með sér öl og pylsur, Frakkinn
ávexti og salat. Ameríkumaður-
inn epli, en Skotinn tók bróður
sinn með sér.
•
Liðsforinginn gengur inn eft-
ir kirkjugólfinu við hliðina á
unnustu sinni. Hann ætlar að
fara að gifta sig. Allt í einu seg-
ir hann hátt og skipandi, svo að
glymur í kirkjunni:
„Hver fjandinn er þetta, Ama-
lía! Geturðu ekki gengið í takt!“