Heima er bezt - 01.03.1957, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.03.1957, Blaðsíða 8
bregða sér frá. Hún biður mig að afsaka augnablik. Á meðan lít ég í kringum mig í lítilli en fallegri stofu þeirra hjóna. Kjallaraíbúð getur líka verið snotur, þeg- ar góður smekkur og snyrtimennska ræður þar ríkjum. Ég blaða í gegnum myndasafn Bryndísar í þeim til- gangi að fá nokkrar myndir lánaðar. Mér finnst safnið í rauninni minna en efni standa til, en fæ þá skýringu síðar, að Bryndís safni lítið myndum af sjálfri sér. Aftur á móti fræðir hún mig á því, að hægt muni að fá eitt- hvað lánað hjá tengdamóður sinni eða mömmu. — Ætlarðu að halda leikstarfinu áfram? — Já, það ætla ég að gera, ef það er hægt og þeir vilja hafa mig þarna í Þjóðleikhúsinu. Það er nú einu sinni svona, að þegar maður er búinn að taka bakter- íuna, þá getur maður ekki hætt. Efst, til vinstri: Bryndis Pétursdóttir og Róbert Arnfinnsson i leikritinu „Dular- fulla brosið“ 1957. Til hægri: Ur leikritinu Piltur og stúlka. Að neðan: Hjónin Bryndís Pétursdóttir og Örn Eiriksson með syni sína i lautar- túr. i

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.