Heima er bezt - 01.03.1957, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.03.1957, Blaðsíða 14
Sýnisvið með hreinclýrum. Hið fyrsta, er hann sýndi mér, var sýnisvið af háfjalla- gróðri. Fremst á sviðinu var grýtt mosaþemba með strjálum háplöntugróðri, en lengra burtu voru fannir, urðir og vötn, en háfjallaraðir risu í baksýn; voru það málverk, sem runnu saman við sviðið í órofinni heild. Ég sá þarna marga gamla kunningja, svo sem lamba- gras, fræhyrnu, helluhnoðra, skeggsanda o. fl. Plönt- urnar, mosinn, steinarnir og allt sviðið var svo náttúr- legt og lifandi, að ég varð sem orðlaus af undrun, en spurði þó mr. Sella, hvernig í ósköpunum þeir færu að geyma plönturnar svona. „Við geymum þær ekki, við búum þær til,“ var svarið. Hét hann að sýna mér vinnu- brögðin, þegar við hefðum skoðað safnið. Leiddi hann mig síðan um salakynni grasasafnsins. Þar gat að líta sandauðnir Afríku með undraplöntunni Welwitschia, sem einungis hefur tvö sígræn laufblöð, er skipta metr- um á lengd. Þar var frumskógur Amazónlandsins, þar sem Victoriublóm, um metri í þvermál, flutu á vatn- inu. Tré voru þar hlaðin hinum furðulegustu ávöxtum, svo girnilegum á að líta, að maður varð að stilla sig um að grípa þá ekki. Einnig var þarna fjöldi hinna fíngerðustu og fegurstu blómjurta af brönugrasaætt, sem eru allra blóma fíngerðust og litfegurst. Voru þau ljóslifandi að sjá, eða ef til vill væri réttara að segja, að þau litu út eins og þau hefðu stirðnað í allri sinni lit- fegurð og yndisleik. Mér var tjáð, að sum þessara blóma væru þegar orðin yfir 30 ára gömul, og sæi eng- an mun þeirra frá upphafi. Verið var að setja þarna upp nýja trjádeild. Stofnarnir voru náttúrlegir, en blöð, blóm og aldin tilbúin, svo náttúrlega, að ekki urðu mis- smíði á sén. Jafnframt voru þar sýndar lang- og þver- sneiðar af nytjaviðum, en á veggjum voru myndir og uppdrættir. Onnur deild var þar fyrir ræktaðar nytja- plöntur jarðarinnar og afurðir þeirra. A veggjum þar voru málverk, er sýndu ræktun og notkun margra þess- ara plantna, meðal hinna ólíkustu þjóða. Að loknum gangi um salakynni safnsins sýndi mr. Sella mér vinnustofur sínar, en þar vinna þeir þrír sam- an að því að búa til gerviplöntur til sýningar. Efnið í þær er vax, plast og gler. Blöð eru gerð úr vaxi eða plasti, en blóm úr gleri. Svo seirilegt er þetta verk, að það tekur 4—5 mánuði að búa til fullkomið plöntu- líkan með blómum og aldinum. Áður en byrjað er að gera líkanið, er plantan tekin, mæld nákvæmlega, mynd- uð og teiknuð með náttúrulegum litum. Síðan eru gerð gipsmót af hverju einstöku blaði, eftir þeim aftur málm- mót, sem gerviblöðin eru steypt í. Síðan er plantan sett upp af þessum hlutum, og blöðin sett nákvæmlega í 'sömu röð og stellingar og þau höfðu á hinni lifandi plöntu. En tilbúning blóms á ég ekki. Þegar ég lét í ljós undrun mína og aðdáun á þessu handverki, sagði mr. Sella, að allur galdurinn væri vandvirkni, og það að gefa sér góðan tíma. Kvaðst hann hafa starfað að þessu í 30 ár, en líklega náð betri árangri en flestir aðrir, sem við það fást, af því einu, að hann hefði aldrei reynt að flýta sér. En þótt hann gerði ekki meira úr þessu, hygg ég samt, að fyrsta skilvrðið sé listfengi og ást á við- fangsefninu. Eftir að ég hafði kvatt mr. Sella, skoðaði ég aðrar deildir safnsins á eigin hönd, en naut þó nokkurrar leið- beiningar hans. Safnið er geysistórt og fjölbreytt, og held ég því yrði bezt lýst með inngangsorðum úr leiðar- vísi um það: „Hér í Náttúrugripasafninu eru geymdir fjársjóðir samtíðar og fortíðar frá öllum löndum jarð- ar að kalla. Nokkur skref frá ys og skarkala stórborg- arinnar getur gesturinn horfið inn í frumskóga Afríku, auðnir Ameríku, dulheima Austurlanda, undralönd Suð- urhafseyja eða inn í ísbreiður og ördeyðu heimskauta- landanna. Einnig er unnt að hverfa aftur í aldir og dveljast mitt í heimkynnum hinna fornu Egypta, Hell- ena eða Rómverja, og hægt er að hverfa í órafjarlægð aftur í sögu jarðarinnar, og standa augliti til auglitis skrímslum þeim, sem byggðu jörðina á miðöld hennar. Safnið er öllum ætlað. Stúdentinn, kennarinn, vísinda- maðurinn og skólabarnið eiga öll þangað erindi og sækja þangað fróðleik og skemmtun jöfnum höndum. Gestirnir, sem heimsækja safnið, geta öðlast þar dýpri skilning á heiminum, sem vér lifum í, hvernig hann er, og hvernig hann hefur þróazt um aldaraðir.“ Ekkert er þarna ofsagt. Það þýðir lítt að þylja nöfn þess, sem þarna er að sjá, allt frá byrkningaskógum fornaldarinnar, sem kola- lögin eru orðin til af, og forfeðrum vorum á jökul- tíma, þeim, sem kenndir eru við Neanderdal, til nútíma dýrahópa, svo ljóslifandi, að maður gæti búist við að þau stykkju þá og þegar fram úr sýningarsviðunum. Safnið er allt sem heild, furðuverk, listrænt, fræðandi og skemmtandi í senn. Eigi allangt frá náttúrugripasafninu er stjarnfræði- safn með stjörnuhvolfi (Planetarium), einnig er þar fiskabúr (Aquarium), og eru þar geymdar hinar furðu- legustu sjókindur og vatna, svo sem hrökkálar, lungna- fiskar, hákarlar o. s. frv. Eru fiskabúrin ein hin skemmti- legustu söfn lifandi dýra, hvarvetna sem þau er að sjá, þótt nokkru muni um fjölbreytni þeirra. Annað safn í Chicago, nærri enn furðulegra og girni- legra til fróðleiks en náttúrugripasafnið, er iðnfræða- safnið, Museum of Science and Industry. Stendur það 98 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.