Heima er bezt - 01.03.1957, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.03.1957, Blaðsíða 25
bera upp í ofurlitla vík, sem myndast þarna undir klett- unum. — En hvað gerist nú, er Páll stígur út í kláfinnr Kláfurinn rennur viðstöðulaust út á miðja ána, eins og vant var, en þá slitnar annar strengurinn, og Páll steyp- ist á höfuðið ofan í ólgandi strauminn. Honum bregð- ur ekki mjög og missir ekki kjarkinn. Straumurinn hríf- ur hann með sér, en hann beitir snöggum, knálegum sundtökum og tekst að ná landi í örlítilli vík eða viki bak við klettanef. Var þetta eini staðurinn á langri leið, sem nokkur möguleiki var til landtöku. En þetta var einmitt sá staður, sem Páll hafði áður rennt á athugul- um augum. — Páll var hress og óskaddaður eftir þessa svaðilför. — Er það einstakt lán og undraverð hamingja, er menn bjargast á þennan hát't, en þó má það ekki gleymast, að sundkunnáttan reið þarna baggamuninn. Án sundkunnáttu var þrek og hreysti þarna lítils virði. Ég held þá áfram ferðasögunni. Að morgni næsta dags, hinn 8. marz, er ég staddur að Hvanná. Ég þarf að fara yfir að Skeggjastöðum, sem er bær handan við ána, beint á móti. Enn er hlýtt í veðri og leysing mikil til fjalla, — sólskin og suðvestan kul. — Jökulsá rennur allmikið ofan á ísnum, en er þó vel væð á hnéstígvélum. Ég lít á hitamælinn. Hitinn er 12 stig. Skyldi ísinn þola þessa leysingu? Jú, hann var alveg öruggur, sögðu menn. Jökulsá er aldrei vön að ryðja sig fyrsta eða annan hlákudag. En ef hún fer af stað, þá þurrkar hún ísinn úr öllu gilinu. Það ógnarafl fær enginn íshella staðizt. Dagurinn líður að kvöldi á Skeggjastöðum. Vatnið eykst í ánni ofan á ísnum, en öllu er talið óhætt. Um kl. 6 er farið að athuga ána. Hún ,reynist þá óreið á hesti ofan á ísnum. Göt sjást í ísnum á stöku stað, og flugið er mikið á vatninu. Þá er ákveðið að bíða til morguns, enda er nú farið að kólna. Hitinn er aðeins 3 stig. Vatnið sjatnar áreiðanlega í nótt, sagði hver við annan. En hvað skeður þá? Húsfreyjan á Skeggjastöðum lítur út í gluggann og segir: „Sjáið þið til. Hún er þá bara að koma.“ Þá ber stórfenglega sýn fyrir augu. Undan bænum slær áin sér dálítið út. — Gljúfurbarmarnir eru þama mjög lágir, og Skeggjastaða megin eru dálitlir hvammar meðfram ánni. Nú fer Jökulsá hamförum. Jakabreiðan fyllir farveginn og þar sem þrengir að, fleygir áin jök- unum upp á gljúfurbarmana. ísinn stenzt ekki þetta áhlaup, þótt þykkur sé. Hann lyftist, springur, og jak- arnir rísa á rönd 50 til 75 sm þykkir, og áin mylur þá, cins og í vélknúinni ískvöm. Hraðinn er mikill og flug í straumkastinu. Hver getur mælt þetta ógnar afl? Það suðar og brestur, þegar jakamir urgast saman og ísinn springur. Árbakkinn titrar við átökin. Allir horfa undrandi og hugfangnir á þessar hamfarir. — Fyrr en varir er allt fólkið komið niður á árbakkann. Við setj- umst og horfum heilluð á þennan hrikaleik. Engin orð fá lýst að fullu því, sem fyrir augun ber. Við ferða- mennirnir gleymum því í svipinn, að leið okkar lengist óþægilega við þessa breytingu á ánni. Hestarnir okkar bíða á Hvanná. — í morgun var rösldega 10 mínútna Kláfferja. — Oftast er aðeins einn í kláfnum. Granna taugin er cLráttartaug. gangur á milli bæjanna, en nú er það að minnsta kosti þriggja til fjögra tíma ferð eftir því, á hvaða drætti er farið yfir ána. Næsta dag fékk ég að reyna, hvernig það er að húka í grunnum kláf, sem dreginn er á strengjum yfir gín- andi gljúfrið. Traustar hendur toga í dragreipið, og fyrr en varir er kláfurinn kominn að hinum gljúfur- barminum. Þeirri loftferð er lokið. Á hverjum bæ í dalnum er nú rætt um sama efni. Hamfarir Jökulsár eru efni umræðnanna. í byggðar- laginu hefur orðið mikil breyting á þessari dagsstund. í gærmorgun gat fólkið á Jökuldal skotizt yfir ána og spjallað við grannana, en í kvöld er sú leið útilokuð. í stað þéttbýlis er komin einangrun og strjálbýli. — Jökulsá hefur aftur náð völdum í dalnum og missir þau að líkindum ekki aftur fyrr en á næsta vetri. Ekkert vatnsfall á íslandi er eins breytilegt og Jök- ulsá á Dal. í frostum og hreinviðri síðla vetrar getur hún verið blátær, eins og saklaus bæjarlækur, en í vor- leysingum og sumarhitum er vatnið eins og kolmórauð leðja. Ekkert jökulfljót á íslandi er eins ljótt á litinn. Brúin á þjóðveginum hjá Fossvöllum er ef til vill elzta opinbera mannvirkið á íslandi. Fyrsta brúin, sem sögur fara af, brotnaði í svonefndum brúarbyl árið 167IT en ekki vita menn fyrir víst, hvenær sú brú var byggð, en sumir telja, að Hansa-kaupmenn hafi byggt brúna. Heima er bezt 109-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.