Heima er bezt - 01.03.1957, Blaðsíða 11
loft, en farþegum er borið kaffi, og á matartímum er
framreiddur hinn ágætasti matur. Flugfreyjurnar eru
Ijúfar í viðmóti, svo að þær gefa lítið eftir flugfreyj-
unum okkar hér heima, nema varla eins laglegar.
Ég fékk ágætt sæti og naut hins bezta útsýnis, enda
var enn bjart af degi. Flogið var með norðurströnd
Erievatns. Til vinstri handar var ekkert að sjá nema
einn hafsjó, eins og á reginhafi væri, en til hægri var
hin bezta útsýn inn yfir sléttur Canada. Allt land er
þarna byggt, og mátti heita að hver blettur væri rækt-
aður, en þó strjálbýlt. Þarna leit ég í fyrsta sinn sléttur
Norður-Ámeríku, sýn, sem ég átti eftir að hafa fyrir
augum hvað eftir annað næstu vikumar. Bezt verður
landi þessu lýst með því að líkja því við málverk eftir
nýtízku málara, sem einungis málar í ferhyrningum.
Landinu er öllu skipt í ferhymda reiti, misjafnlega
stóra, og suma aflanga, aðra rétta ferninga o. s. frv.
Hver ber sinn lit, gulan, brúnan, gráan eða fagurgræn-
an. Yfir sumarið, þegar allt er ein kornstangamóða,
hlýmr landið að vera mjög tilbreytingarlaust. Tré sjást
varla, nema skjólgarðar umhverfis bæina og meðfram
ám og lækjum, en farvegir þeirra eru ætíð markaðir af
skógargróðri, og eru það einu bognu línurnar í mynd-
inni. Strendur Erievatns eru allháar, en grafnar af ár-
giljum, og var vatnið kolmórautt á stórum svæðum
undan hverju gili.
Flugferðin til Detroit stóð einungis rúman klukku-
tíma. Flogið var yfir borgina þvera, en flughöfnin
liggur 30 mílur vestur frá miðbænum, og var um
klukkustundar akstur þar á milli. Engin borg í Banda-
ríkjunum er önnur eins bílaborg og Detroit. Rétt hjá
flugvellinum blasa við verksmiðjur General Motors, og
nokkru nær borginni var farið framhjá Fordverksmiðj-
unum, sem eru eins og allmyndarleg borg út af fyrir sig.
Hvar sem farið er um útjaðar borgarinnar eru bílasölur,
bæði á notuðum bílum, og söluskálar verksmiðjanna,
að ótöldum öllum auglýsingunum um bíla og aftur bíla.
Umferðin er, sem vænta má, geysimikil, en ég efast
um að hún sé jafnvel skipulögð í nokkurri amerískri
borg og þarna. Aðalvegirnir út úr borginni liggja þann-
ig, að nær hvergi þarf að staðnæmast vegna umferðar-
innar, því að þvergöturnar liggja yfir aðalbrautinni,
sem er niðurgrafin.
Leiðbeinandi minn í Detroit var kona, miss Cassidy
að nafni; veitir hún forstöðu skrifstofu þeirri, sem ann-
ast móttöku gesta Bandaríkjastjórnar þar í borg. Lét
hún hendur standa fram úr ermum, svo að naumast
gafst mér tími til að tylla mér niður þann hálfan annan
dag, er ég dvaldist þar, heldur var þar einn sprettur frá
einu safninu og stofnuninni til annarar undir ágætri
leiðsögu miss Cassidy. Var það í senn bæði fróðlegt
og skemmtilegt, en fullmikið í einu. Þótti henni miður,
að ég skyldi vera þarna einungis yfir helgi, og jafnvel
sem Detroit væri minnkun sýnd með slíkri skyndi-
heimsókn.
Þar í Detroit lágu saman leiðir mínar og fjögurra
Burmabúa, sem einnig voru gestir Bandaríkjastjórnar.
Tók leiðsögukonan okkur öll í einu undir sinn verndar-
Höfuðtorgið í Detroit. Undir torginu er verið að gera
bilageymslu.
væng. Fýrst var okkur sýnt sögusafn borgarinnar. Var
saga borgarinnar sýnd þar í minjum og myndum, allt
frá því að franski herforinginn Cadillac steig þar í land,
og gerði samning við Indíánahöfðingjann Pontiac, létu
nöfnin kunnuglega í eyrum, og fleira lærði maður þar
um uppruna bíiaheitanna, þannig var þar heill salur,
tileinkaður Dodge-fjölskyldunni, að maður ekki tali um
Ford. Mátti segja í styztu máli, að safn þetta væri í
senn saga borgarinnar og þróunarsaga bílanna, enda víst
gefið að mestu af bílakongunum.
Listaverkasafn er þarna ágætt, en ofhratt var farið
um, til þess, að njóta þess verulega. En af því, sem ég
sá þar í borg, þótti mér mest koma til bókasafnsins.
Húsakynni þess eru geysimikil, enda eru þar margar
vistarverur og haglegar. Þar eru margir lestrarsalir,
sem hver um sig eru helgaðir sérstökum viðfangsefn-
um, t. d. einn fyrir tónbókmenntir. Þeir, sem þar vilja
nema, geta samtímis flett nótum eða lesið rit um tón-
fræði og hlustað á tónlistina sjálfa. Við hvert borð er
grammófónn og heyrnartól.FjöIdi manna var þarna inni,
hver með sinn grammófón, en svo vel var urn heymar-
tólin búið, að enginn ómur heyrðist, og var þetta eitt hið
hljóðlátasta herbergi safnsins. En eins og séð var fyrir
tónlistarunnendum, voru og öðrum sérgreinum búin lík
skilyrði. Dálítið var af bókum um ísland í safninu, ögn
af ritgerðum um ísland á enskri tungu, sérstaklega bók-
ritið Islandica.
Merkilegt þótti mér það, sem mér var sagt um þjón-
ustu safnsins við skiptavini sína. Hver borgari getur
pantað bók til láns, og er hún send honum samstundis,
hvar sem hann er í borginni. Ekki þarf hann að ómaka
sig upp á safn, til að skila bókinni aftur, heldur eru
bókakassar, líkt og póstkassar á gangstéttunum á ýms-
um stöðum í borginni, og þar er bókunum fleygt í, og
hirðir safnið þær síðan. Með öðrum orðum, það er litlu
meiri vandkvæðum bundið að ná í bók til lestrar af
safninu, en að taka hana úr skáp heima hjá sér. Svo
vel er frá bókakössunum gengið, að maður, sem er í
bíl, getur rétt bókina í kassann gegnum bílrúðuna, án
þess að hreyfa sig í sæti sínu. Ef menn eru á fundum
Heima er bezt 95