Heima er bezt - 01.09.1957, Blaðsíða 9
að. Og það veit enginn. Þjóðsagan ein gefur það svar,
sem gefið verður.
— Það er óvanalega margt um manninn í Skor þennan
dag, og sumt menn, sem óvanir eru að ráða veður til
sjóferða á Breiðafirði. Eggert Ólafsson varalögmaður
er kominn þar með fríðu föruneyti frá Sauðlauksdal.
Hann hefur borið farm á skip sín í Keflavík og haldið
inn til Skorar. Ferðinni er heitið suður yfir Breiða-
fjörð, til Snæfellsness. Þar skyldi setja saman bú á
fagurri jörð, og búið að hætti höfðingja fyrri alda,
akrar sánir og yrkt tún. Skip hans fljóta á vognum með
mikinn farm. En veður er ótryggt. Það er skýjafar
yfir hinu gneypa fjalli og hregg inn til dala. Hvað á
að gera? — Það er illt verk og seinlegt, að bera farm
af stórum skipum um hina bröttu Skor, og búðimar
era ekki vistarverur heldra fólks. En mildl sigling lög-
mannsins yfir þveran Breiðafjörð mundi verða allfræg
og færð í annála. Það hæfði Eggerti Ólafssyni, breið-
firzka fullhuganum. Honum, sem ferðazt hafði um fjöll
og óbyggðir íslands, þar sem svipþungir útilegumenn
bjuggu í dölum og eldspúandi drekar sveimuðu yfir
fjöllum. Hann hræðist ekki vorvinda á Breiðafirði. —
En gömlu formennirnir bræða veðrið undir lágum
veggjum búðanna og í klöppum við sjóinn. Þeir vita
að stormar og straumar á Breiðafirði eru ekki ævin-
týri, ekki þjóðsögur. Þeir verða á eitt sáttir: — Það rær
enginn frá Skor í þessu veðurútliti. En Eggert Ólafsson
var ekki vanur því, að láta lotna og veðurbitna kot-
unga segja sér fyrir verkum. Hann ræður sinni ferð. —
Allt er gert til að aftra ferð stórmennisins. Síðustu
tilraunina gerir hinn reyndi Jöklaformaður, sá er feng-
inn hafði verið til að flytja Eggert suður yfir fjörðinn.
Hann gengur til Eggerts og segir: —
„Mér ógna þau vinda-ský,“ herra. — Það er betra að
bíða.
„Ég sigli ei skýin, ég sigli sjá,“ svaraði kappinn.
„Þú siglir á guðs þíns fund,“ sagði formaðurinn.
„Hækkið þið seglin,“ svaraði kappinn. —
Og taflið var ráðið. Tveim hlöðnum skipum er siglt
úr lygnunni í Skorarvogi út á drungalegan fjörðinn
í vaxandi norðaustan stormi. —
„Knúðu rastir knerrir tveir,
komið var rok um svið,
síðasti fugl úr fjarri Skor
flögraði á vinstri hlið.“
Það var ógæfumerki, þegar síðasti fugl úr landi flaug
fram með bakborðssíðu bátsins. —
— „og niður i bráðan Breiðafjörð“ sökk þessi ein-
þykki, stórláti maður, með frú sinni og föruneyti.
Aldrei hefur dýrari farmur sokldð í Breiðafjörð.
— Skáldskapur, segið þið. Jú, að vísu skáldskapur.
En styðst þó við ódauðleg munnmæli, jafngömul at-
burðinum.
Þeir, sem guðirnir elska, deyja ungir, segjum við
stundum. Og þar við situr. —
Þær eru heldur skuggalegar og harmiþrungnar minn-
ingarnar, sem tengdar eru við eyðibýlin kring um
Skorarhyrnu. Þó er þarna reginfagurt, og land og sjór
í svo innilegum faðmlögum, að engin orð fá lýst. Kyrrð
og friður umvefur allt. —
— Mér þykir líklegt, að þó Skor sé áfskekkt og tor-
leiði þangað mikið úr öllum áttum, þá hafi fólk kunn-
að þar vel við sig og kotið ekki verið verra ábýli en
mörg önnur, sem byggð voru á sama tíma. Og því
felist nokkurt sannmæli í gömlu vísunni:
Ó, hve farsæl ertu Skor,
öllum, sem þar búa. —
í Skor er maður kominn svo rækilega út úr veröld-
inni sem verða má, án þess þó að flytjast yfir í annan
heim. Vitinn, sem stendur í túninu, er það eina, sem
minnir á líf og starf nútímans. En hann verður sem
sandkorn á sjávarströnd, í hinni hrjúfu, köldu tign
þess frumstæða, stórskorna landslags, sem þarna ríkir. —
Honum er ofaukið í vitund förumannsins, sem hefur
yfirgefið borgina og engu ann meir en kyrrð og ein-
angrun útskagans. Þó stendur hann þarna af brýnni
nauðsyn og í fyllsta rétti að guðs og manna lögum, og
varpar sínum björtu, mildu ljósum úr dimmum Skorar-
hlíðum á vota vegu sjómannsins, og varar hann við þess-
ari sæbröttu strönd. — Skyldi sízt við honum amazt.
Vitinn er byggður árið 1953, að mig minnir. Sagði
ívar mér, að maðurinn, sem byggði hann, hefði verið
einstakt snyrtimenni í umgengni. Þegar byggingin var
fullgerð, og mennirnir komnir burt, sem að henni
unnu, hefði verið því líkast, sem henni alskapaðri hefði
skotið þarna upp úr jörðinni. Hvergi utan veggja hefði
verið skihð eftir svo mikið sem nagli, jámbútur eða
spýta, né matarleifar, umbúðir og ílát. Slíkt ber vott
um meiri umgengismenningu en tíðast er á íslandi,
þar sem fæstir geta sest svo niður utanhúss, án þess
að skíta í bólið sitt á einhvem hátt. — Nú var vitinn
nýmálaður og hurð og gluggar lakkaðir. Það var vel
gert. En hér og þar um völlinn lágu dósir undan máln-
ingu, fataleifar og spýtnabrak. Auðsjáanlega höfðu
aðrir gengið þar um gættir, en hið fyrra sldptið.
— Ég hafði hálft í hvoru ætlað að skilja við ívar í
Skorinni, og ganga þaðan inn Skorarhlíðar, fyrir Stál-
fjall að Siglunesi á Barðaströnd. Sú leið verður að vísu
ekki farin, nema um fjöru, og nú stóð vel í sjó. En
svo brattar sem Sjöundárhlíðar eru, þá eru Skorarhlíðar
þó sýnu brattari og hrikalegri, einkum Geirlaugarskriða,
en hún er yzt í Skorarhlíðum. Ég hafði orð á þessu
við fylgdarmann minn, og réði hann mér eindregið
frá slíku ferðalagi, einum, illa útbúnum og óvönum
slíku torleiði. Hann bætti því líka við, dálítið glett-
inn á svipinn, að Geirlaugarskriða héti eftir konu, er
hrapað hefði þar fyrir mörgum árum. Var mér þá öll-
um lokið. Hætti við áform mitt í skyndi, og fylgdist
með ívari heim að Melanesi. Fórum við þá yfir Land-
brot, og var þar með lokið fyrstu ferð minni í Skor.
— Ég ætla að skjóta því hér að, þó það skipti litlu
í þessari ferðasögu, að ýmsir, sem á fjarlægð búa og
Heima er bezt 297