Heima er bezt - 01.09.1957, Blaðsíða 11
fegurstu við Breiðafjörð. — Bærinn stendur hátt undir
svipmiklum hlíðum, og hallar stóru túni og grasgefnu
ofan að sjónum. Og ekki skortir land til ræktunar, þeg-
ar skilyrði skapast til að nota þau gæði. En bílfært
er þangað ekki, og fólksskortur stendur jörðinni mjög
fyrir þrifum. — Þar býr nú gamall maður með syni
sínum. Það er of fátt fólk á svo stórum stað. Heyrðist
mér á þeim feðgum, að þeir væru að gefast upp á
baslinu, og skal ég ekki lá þeim það. Fer þá of góður
biti í hundskjaft, ef Siglunes verður eyðingunni að
bráð á næstu áratugum. — Lending er við túnfótinn,
ein hin bezta á Barðaströnd. Var og róið þaðan löngum
til fiskjar, og mátti þar verstöð kallast fram um síðustu
aldamót, einkum á haustin. Oft fiskaðist mikið af lúðu
og ýsu á grunnmiðunum. Hákarlalegur voru líka
stundaðar þaðan á opnum skipum að vetrinum. Síð-
asti hákarlaformaður þaðan mun hafa verið Árni Einars-
son, síðar bóndi í Sauðeyjum og Hergilsey, nú skipa-
smiður í Flatey.
Erfðar samgöngur stóðu Barðstrendingum löngum
fyrir þrifum, því brimasamt er við ströndina, og lend-
ing hvergi góð fyrr en inn á Brjánslæk, innsta bæ sveit-
arinnar. En verzlunarviðskipti löngum mest í Flatey.
Væri skipt við Vestfirðinga, var yfir torsótta fjallvegi
að sækja. Varð ekki úr þessu böli bætt, fyrr en bílfær
vegur var Iagður yfir Kleifaheiði til Patreksfjarðar,
og verzlun héraðsbúa færðist þangað. Víða mátti þó
ýta fleytu á flot, meðan mannskapur var nægur og
bjargast var árum og seglum. Þetta er sýnu verra, síðan
trillurnar komu til sögunnar. Þær eru þyngri í vöfum,
og óhægra fyrir fáa menn að kippa þeim upp úr brimi.
Mér þætti ekki ótrúlegt, að með tiltölulega litlum
kostnaði mætti gera góða lendingu á Siglunesi fyrir
trillubáta, svo þar gæti aftur skapast aðstaða til sjó-
sóknar. Það gæti komið sér vel fyrir Barðstrendinga
og fleiri; því ekki er ósennilegt, að innan tíðar verði
aftur fiskisælt undan Sigluness- og Skorarhlíðum.
Um aldamótin 18 hundruð og fram um miðja 19.
öld, bjó á Siglunesi Bjarni Þórðarson (Siglunes-Bjarni),
ættaður úr Múlasveit, nafnkenndur gáfumaður og skáld
á sinni tíð. Matthías Jochumsson segir um Bjarna í
æviminningum sínum: „Hann hafði verið mesti menn-
ingarfrömuður bænda í Breiðafirði um sína daga.“
Minning hans mun nú farin að fymast í Breiðafirði,
og skáldskapur hans að mestu gleymdur. Þó eru til í
minnum manna stökur eftir hann. — Hann gekk eitt
sinn af skútu, þar sem honum þótti lífið nokkuð sukk-
samt, og kvaddi félaga sína með þessari stöltu:
Á jaktinni eyddist flest,
efnin þurfti að hafa hvur.
En guðsóttinn entist bezt,
því aldrei var hann brúkaður.
í gæftaleysi og aflatregðu, kastaði hann fram þessari
stöku:
Sjóinn þó ég sjái á
og sói ró til neta,
mjó er fró, því fá ei má
úr flóanum nóg að éta.
Afi hans, Eiríkur Snorrason, er mun hafa búið á Skjald-
vararfossi, fór þrjár ferðir á sltipi sínu norður á Horn-
strandir eftir rekavið og flutti til Barðastrandar. Þótti
það vasklega gert, og munu ekki margir hafa leikið
það eftir.
Á unglingsárum mínum var ég samtíða á skútu sér-
kennilega gáfuðum pilti frá Siglunesi. Hann hét Ólafur
Marteinsson. Hann braust til mennta af sárri fátækt.
Lauk prófi frá háskólanum í norrænum eða íslenzkum
fræðum, og mun hafa verið efni í rithöfund og skáld.
Þegar við vorum að velkjast í bugtinni og sáum til
Sigluneshlíða, heyrði ég hann raula við færið sitt:
Austan kaldinn á oss blés,
upp skal faldinn draga trés.
Veltir aldan vargi Hlés,
við skulum halda á Siglunes.
Hélt ég þá og síðan, að vísan væri breiðfirzk. Aðrir
segja að svo sé ekki.
Líkur eru til, að Ólafur hefði varpað ljóma á ætt-
byggð sína og umhverfi, hefði honum enzt aldur og
atgervi. En hann veiktist snögglega og dó ungur, langt
um aldur fram.
Að liðnu hádegi (30. ágúst) kvaddi ég svo hina ein-
mana feðga á Siglunesi, er tekið höfðu mér af ein-
stalai alúð og gestrisni, og hélt inn Strönd.
Næst labbaði ég heim að Fit, til að spyrja um, hvar
bezt væri að fara yfir Haukabergsvaðal. Bóndi benti
mér á tvær sandeyrar úti í vaðlinum, og sagði að ég
skyldi fara eftir þeim. Síðan varð ég að ganga til stofu,
og setjast að kaffidrykkju. — Fit er lítil jörð, en mikil
nýrækt er þar í túni, og skurðgrafa var að þurrka land
skammt frá, til aukinnar túnræktar.
Næsti bær handan vaðalsins, er Brekkuvöllur. Nú
mundi ég allt í einu eftir því, að ívar í Melanesi hafði
beðið mig að láta sig vita, hvernig mér gengi inn fyrir
Sandsheiði. Ég gekk því heim að Brckkuvelli, og fékk
að hringja. Svo gerðist sama sagan og í Fit. Kaffi og
kökur.
Að loknu kaffinu hélt ég af stað. Hingað til hafði
gönguför mín beinst eftir gömlum götuslóðum um
fjöll og heiðar. Nú tók þjóðvegurinn við. Þá var úti
friðurinn. Bílar geystust um veginn, frá austri til vest-
urs og vestri til austurs, og fannst mér ég vera kom-
inn á hættusvæði í hemaði. En ekld hafði ég langt
farið, er jeppi var stöðvaður við hliðina á mér. Var
þar kominn Kjartan Kjartansson frá Fossi, ungur piltur
og gerfilegur, svo sem hann á kyn til. Vildi hann ólmur
taka mig upp í jeppa sinn. Varð það úr, að ég þáði boð
hans, og bar okkur nú fljótt yfir landið.
Eiginlega hafði ég ekki ætlað lengra en að Haga
þennan dag, og skaust ég þar úr jeppanum. Ég bjóst
við að ganga inn Ströndina, og vissi þó, að dagurinn
mundi ekki endast mér öllu lengra. — Mér hafði líka
dottið í hug, að spyrja Hákon bónda um eitt og annað
Heima er bezt 299