Heima er bezt - 01.09.1957, Blaðsíða 22
Skessnhorn í Skarðsheiði í snjó. Þetta er eitt svipmesta og
tigulegasta fjall úr neðanverðum Borgarfirði.
Báðir jicssir staðir eru sögulega merkir fyrir dvöl
Hallgríms þar.
I Saurbæ var í sumar lokið byggingu veglegrar
kirkju, sem ber nafn Hallgríms Péturssonar.
Skammt innan við Saurbæ er mikill steinn einstakur.
Hann er kallaður Hallgrímssteinn. Segja munnmæli, að
sunnan undir jiessum stóra steini hafi Hallgrímur oft
setið á fögrum sumardögum. Var hann þá að yrkja
sálmana, eða hugleiða rök lífsins og vandamál. Bendir
þessi sögn til þess, sem alþekkt er, að trúaðir menn
sjá dýrð guðs í fegurð umhverfisins — í dýrð láðs og
lagar. Útsýn frá Saurbæ er fögur og heillandi.
Rétt fyrir vestan Ferstildu skiptast leiðir. Aðalþjóð-
vegurinn liggur áfram vestur ströndina og inn með
Hafnarfjalli til Borgarfjarðar, en hin leiðin liggur yfir
Ferstikluháls, um Svínadal og Geldingadraga, til
Skorradals. Örnefnið Geldingadragi, eða Draginn, er
allt einkennilegt, en tildrög að því, að hálsinn fékk þetta
nafn, eru sögð í Harðarsögu og Hólmverja.
Það var vetur einn, litlu eftir jól, að Hörður fór með
flokk manna upp í Skorradal. Þeir leyndust þar í skógi
um daginn, en þegar kvöldaði fóru þeir að sauðahús-
um Indriða bónda á Indriðastöðum, og ráku út úr hús-
unum 80 sauði, það er geldinga, og ráku á leið til Svína-
dals, upp á hálsinn.
Indriði var giftur Þorbjörgu, systur Harðar, og voru
þeir því mágar, sem svo er nefnt, en Hörður mat lítils
mágsemdimar.
Er þeir félagar komu upp á hálsinn, með sauðina,
gerði snæfall mikið á móti þeim, og mæddust forystu-
sauðirnir og urðu latrækir. Töldu sumir þetta gjörn-
inga — eða galdraveður, og vildu sleppa sauðunum og
forða sér, en jrað vildi Hörður ekki. Greip hann þá
forystusauðina tvo, sinn með hvorri hendi, og dró þá
þannig yfir hálsinn. Við það myndaðist allbreið braut
í snjóinn, og í þá braut runnu sauðirnir. Er þessi leið
yfir hálsinn síðan nefnd Geldingadragi eða Draginn,
eins og fyrr er sagt.
Þessi leið yfir Svínadal og Dragann, er farin af mörg-
um, vegna þess, hve fallegt er í Svínadal og Skorradal,
fyrir neðan vatnið, hjá Grund og Vatnshorni.
Um byggingu eða landnám á Grund er þessi saga:
Brynjólfur biskup hafði oft á ferðum sínum farið
um Skorradal. Tjaldaði hann þá í landi Vatnshorns, þar
sem nú er bærinn Grund. Honum þótti þama svo fag-
urt bæjarstæði, að hann keypti þarna stórt land og lét
reisa þar býli, er hann nefndi Grund, og lagði svo fyrir
að þar skyldi kona hans búa, ef hún lifði lengur en
hann.
Vel hefur Brynjólfur biskup kunnað að velja bæjar-
stæði, því að margir telja að Grand sé einna fegurst í
Borgarfj arðardölum.
Að lokum vil ég minnast á örnefnið Hvalfjörður.
Vafalaust dregur fjörðurinn nafn sitt af því, að mikið
hefur verið þar um hvali.
En hvaða erindi hefur hvalurinn átt inn í þennan
fjörð? Líklega hefur hann elt þangað síldartorfur, en
á Iandnámsöld var mildu meira af hval við landið en
nú.
Það er einkennileg tilviljun, að eina hvalveiðistöðin,
sem nú er rekin á íslandi, er staðsett við Hvalfjörð.
Era gerðir þaðan út fjórir hvalveiðibátar, sem elta
hvalinn langt vestur í haf, því að varla sjást nú stór-
hveli við strendur íslands.
Annars er til þjóðsaga um það, af hverju Hval-
fjörður fékk þetta nafn. í þeirri þjóðsögu segir svo:
Skrímsli eitt í hvalslíki hélt si? í innanverðum Faxa-
flóa, og grandaði skipum og drekkti mörgum mönnum.
Seinna fór þessi óvættur að halda sig inni á firðinum,
og gerði þar mikil tjón. Var þá farið að nefna fjörðinn
Hvalfjörð, segir sagan.
Um þann tíma bjó aldraður prestur að Saurbæ á
Hvalfjarðarströnd. Hann var blindur, en þó vel ern.
Hann þótti margfróður. Syni átti hann tvo, og reru
þeir oft út á fjörðinn. — Þetta skrímsli í hvalslíki, sem
þá var nefnt Rauðhöfði, drekkti báðum sonum prests-
ins, er þeir vora í fiskiróðri. Presti féll það þungt, að
missa báða sonu sína. Hann bað eitt sinn dóttur sína,
unga, að Icþða sig ofan að sjó. Hann spyr stúlkuna,
hvernig sjórinn líti út. Hún segir, að sjórinn sé spegil-
sléttur. Litlu síðar sér stúlkan dökka rák í sjónum,
eins og þar færi stórfiskavaður. Þegar þessi dökka rák
er komin á móts við þau feðgin, þá segir presturinn,
að hún skuh leiða sig inn með firðinum. Var þarna
hvalurinn Rauðhöfði kominn, og var eins og prestur-
inn teymdi hann inn allan fjörðinn. Er ekki að orð-
lengja það, að prestur teymir hvalinn með ósýnilegu
afli inn í fjarðarbotn, upp eftir Botnsá og alla leið upp
í vatn eitt lítið, sem Botnsá kemur úr, og heitir það
vatn síðan Hvalvatn. — Er hvalurinn kom í vatnið, þá
sprakk hann af áreynslu og gerði engum mein eftir
það.
Sagan segir, að óvenjulega stór hvalbein hafi fundizt
við vatnið, og sanni það þessa sögu.
Þannig segir þjóðsagan að Hvalfjörður hafi fengið
nafn sitt.
Stefán Jónsson.
310 Heima er bezt