Heima er bezt - 01.12.1957, Page 6

Heima er bezt - 01.12.1957, Page 6
FÆÐING PADMA SAMBHAVA HELGISAGA FRÁ TÍBET (Meistari sá, sem skrifað hefur bókina Um sjálfsþekking- una og frelsunina miklu, var uppi á 8. öld e. Kr. Hann var upprunninn á Indlandi, og er fæðing hans, æska og ævisaga öll vafin miklum helgisögnum. En það vita menn með vissu, að þegar Thi-Srong-Detsan Tíbetkonungur (740—786) bað um að sér yrði sendur mikill lærimeistari til að kenna Tíbetbú- um Buddhatrú, þá var Padma-Sambhava sendur með atkvæði hinna virtustu manna í Indlandi, og var hann talinn fremstur allra meistara, er þá þekktust, í dulvísindum. Lagði hann af stað frá Bodh-Gaya í desember árið 746 og kom til Tíbet um vorið. Þar dvaldist hann allmörg ár, sumir segja 111, og Nhafði umsjón með byggingu fyrsta Buddha- klaustursins þar. Talið er, að hann hafi komið á miklum siðaskiptum í Tíbet og hafi fyrir hans tilverknað frumstæð og villimannleg trúarbrögð vikið fyrir frjórri andlegri menn- ingu. Hefur Buddhatrú Tíbetmanna ávallt síðan verið með sérkennilegum dulvísindalegum blæ, og þykja klaustramenn þar jafnvel enn í dag hamrammir í hugsun og göldróttir. Megináhugamál Padma-Sambhava var að upplýsa þá, sem fáfróðir voru, en auk þess var hann kraftaverkamaður mikill. Hann vakti menn frá dauðum, rak út illa anda og sló vatn af steini. Vellur þar fram vatn enn í dag, sem hann drap niður staf sínum. Sumir lærisveinar hans fullyrða, að hann hafi lifað 3600 ár. Ævisaga Padma-Sambhava var skrifuð af lærlingi hans: frú Yeshey Tshogyal, sem sögð er hafa verið sjálf vizkugyðjan Saravati endurborin. Telur þessi göfuga kona, að Padma- Sambhava hafi verið æðri sjálfum Gautama Buddha. Svo ginnheilagur var hann, að ekki átti hann sér neitt jarðneskt foreldri, því að hann var fæddur af lótosblómi, og sat á því einn góðan veðurdag, eins og daggardropi stiginn út úr regn- boga. Segist henni frá fæðingu hans á þennan hátt): egar hinn blessaði Buddha var að því kominn að hverfa að fullu frá þessum heimi til hins eilífa friðar, var hann staddur í Kushinagara. Stóðu lærisveinar hans umhverfis hann grátandi. Þá mælti hanm „Veröldin er á hverfanda hveli, og er það hlutskipti allra lifenda að ganga að lokum um dauðans dyr. Nú er kominn tími brottferðar minnar. En grátið ekki. Þegar tólf ár verða liðin frá brottferð minni, mun sá fæðast af lótosblómi á Dhanakoshavatni í norðvestur- horni ríkisins, sem mér verður vitrari og máttugri í andanum. Hann mun nefndur verða Padma-Sambhava (Hinn Lótosfæddi), og mun hann opinbera heiminum hina innri speki.“ Yfir þessu ríki réð í þann tíma voldugur konungur: Indrabodhi hinn blindi. Hann var auðugur að fé, og höfðu guðirnir gefið honum fimm hundruð konur, en ekki nema einn son. Hins vegar hafði hann um sig mikla hirð presta: eitt hundrað Buddhapresta og hundr- að presta annarra trúarbragða, því að konungurinn var mjög guðhræddur. Svo bar við, að einkasonur konungs veiktist og dó, og hallséri kom í landið, er olli mikilli óhamingju. Af þessu öllu varð konungur sorgbitinn og grét ákaflega. Hann kallaði til sín spekinga sína og presta, til þess að þeir mættu kanna hin heilögu rit og færa guðunum fórnir. Gerði hann það heit að gefa fátækum eigur sínar, og voru allar fjárhirzlur hans og kornforðabúr tæmd til þess að lina neyðina. En samt sem áður voru þegnarnir svo hungraðir, að þeir átu kornið óþroskað af ökrunum. Einkum angraði það konunginn, að nú átti hann eng- an lífserfingja, og bað hann sem ákafast og lét færa fórnir guðum allra trúarbragða, að þeir mættu bæta úr þessu böli. En ekki fæddist honum sonur að heldur. Dag nokkurn gekk hann upp á þak hallar sinnar og lét berja trumbur til að kalla saman lýðinn. Og þegar fólkið var saman safnað mælti hann: „Heyrið mig, allir þér! Ég hef beðið til allra guða og landvætta og fært þeim fórnir. Hefur mér samt sem áður ekki verið sonur gefinn. Þess vegna hef ég komizt að þeirri niðurstöðu, að öll trúarbrögð séu skrök og hindurvitni, og skipa ég svo fyrir, að þér skuluð innan sjö daga tortíma líkneskjum allra goða, ella refsing hljóta.“ Við þessi orð urðu prestarnir skelfingu lostnir og færðu guðunum mikla brennifórn til að blíðka þá. En öll himingoð voru hin reiðustu, sendu storm og hagl og Iétu blóði rigna. Hvarvetna í landinu voru þegnarn- ir dauðhræddir eins og fiskar úr sjó dregnir. En er guðinn Avalekiteshvara sá það af óendanlegri miskunn sinni að í óefni var komið, sneri hann sér að Buddha einum að nafni Amitabha, sem þá var staddur í hinum þriðja himni, og bað hann að sjá aumur á fólkinu og leiðbeina því. En til þess varð hann að fæð- ast á jörðu, og gerðist það með þessum hætti: Út frá tungu sinni lét hann ganga rauðan geislastaf, sem snart miðbik vatnsins Dhanakosha eins og loft- steinn. Óðara myndaðist í vatninu ofurlítill hólmi vax- 390 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.