Heima er bezt - 01.12.1957, Qupperneq 7

Heima er bezt - 01.12.1957, Qupperneq 7
inn gullnu grasi, en á hólmanum spratt fagurt lótos- blóm. Síðan lét hinn blessaði Buddha Amitabha helgan dóm úr hjarta sér drjúpa í mikilli geisladýrð yfir blómið. Guðir allir og vættir létu spekjast að sinni og hættu að vinna Urgyanbúum tjón. En í þennan tíma dreymdi konunginn, að hann héldi í hendi sinni á helgum dómi, sem ljóma legði af. Þegar hann vaknaði, tilbað hann heilaga þrenningu, og mæltist til að guðir allir gerðust sér hollir í hugum. Um þetta sama leyti dreymdi Buddhapresta, að þeir sæju þúsund sólir á lofti og lýstu þær veröld alla. Dag nokkurn, þegar konungur reikaði í garði sínum, kom til hans engill af himni og mælti: „HeiII vert þú, konungur. — Drottinn Amitabha, verndari manna, mun fæðast guðlegri fæðingu af lótosblómi í miðju Gim- steinavatni, og mun hann nefndur verða sonur þinn. Veit honum vernd þína og gæt þess, að ekkert mein hendi hann, og mun þér þá vel vegna.“ Konungur undrast mjög þennan boðskap og kunn- gerði hann ráðgjafa sínum Trigunadhara og bauð hon- um að fara og svipast um eftir hinum fyrirheitna syni. Fór ráðherrann þegar til vatnsins og leit í miðju þess mikið lótosblóm. En á blóminu sat sveinbarn forkunn- arfagurt, er svara mundi því að vera ársgamalt, og lék um það mikið geislablik. Þótti Trigunadhara það viður- hlutamikið að fá konunginum þetta undrabarn til upp- fósturs og leyndi því uppgötvun sinni um hríð. Með því að enn var mikil hungursneyð í landinu kallaði konungur saman ráðgjafa sína til viðtals um, hvernig afstýra skyldi hallærinu. Vildu sumir að reynt yrði að auka akuryrkju og iðnað, en aðrir vildu að farið yrði í stríð og rænt frá öðrum þjóðum. Konungur kvaðst þá heldur vilja hætta lífi sínu lýðn- um til bjargar og stíga niður í ríki Nagas undir sjávar- djúpinu, til að freista þess að ná þaðan óskasteini. Mundi hann þá bera gæfu til að fæða alla sína þegna. Þetta gerði hann, og tókst för hans að óskum. En óðara og hann hafði fengið steininn í hendur óskaði hann eftir sjón á vinstra auga og fékk hana. Á leiðinni heim í ríki sitt fór konungurinn fram hjá Gimsteinavatni og sér hann þá dýrlegan regnboga eða geislabaug yfir vatninu, enda þótt glaðasólskin væri og hvergi ský á himni. Vakti þetta undrun hans. En er hann fór að gefa því nánari gaum, fann hann barnið. Þegar konungurinn spurði drenginn um ætt hans og uppruna, sagði hann: „Vizkan er faðir minn en víðsýn- ið móðir. Ættland mitt er sannleikurinn. Engrar em ég trúar eða stéttar. En til þess er ég í heiminn kominn að uppræta lesti og heift úr hugum manna.“ Þótti sveinninn mæla vel og skörulega, enda var kon- ungurinn orðinn heill á báðum augurn, er hann lauk máli sínu. Veittu þá allir tignarmenn barninu lotningu, en konungur bauð því fóstur. Þá opnaðist lótosblómið að fullu og skaut sveininum eins og ör á land. Var hann ávallt síðan nefndur: Hinn Lótosfæddi. Eftir þetta var honum fylgt með mikilli viðhöfn til hallarinnar, og hvar sem hann drap niður fæti spruttu lótosblóm úr jörðu. En trönur og villíendur söknuðu barnsins og fylgdu því sorgbitnar á leið. Flugu sumar á undan með hanganda höfði, aðrar sprungu af harmi og féllu til jarðar, en enn aðrar söfnuðust harmþrungn- ar umhverfis vatnið, stungu nefi í gras og grétu. Jafn- vel gammar og flugdrekar eltu konunginn og ráðgjafa hans og kroppuðu í þá í bræði sinni. Óargadýr merkur- innar runnu á snið við þá og urruðu grimmdarlega, af því að þeir höfðu numið Hinn Lótosfædda burt frá þeim. Urðu landvættir allar í standandi vandræðum með þessa uppreist dýranna, og tóku til að hamast með þrumum og eldingum. Benjamín Kristjánsson íslenzkaði. HALLGRÍMUR FRÁ LJÁRSKÓGUM: Jafnlendi Þú gengur eftir glæstum, lögðum vegi, er girðir landið, heflaður og sléttur, enginn Þrándur þvælist hér um götur, þú ert sæll — því gangurinn er léttur. Engin hugsun spyr um næsta sporið, — spyrnulaust er allt á ruddum slóðum, — sem vélrænn gengill veginn hugsnautt troði, — vakan deyfð og slökkt á þreksins glóðum. Beggja megin auga þínu ögrar uppsýn landsins, klifurleið til fjalla! Slævður hugur lágt á flótta flögrar. Heyrirðu ekki eitthvað til þín kalla? Andar hún í svefni, spyrnuþráin? er hún kannski iitlæg gjör — og dáin? Heima er bezt 391

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.