Heima er bezt - 01.12.1957, Qupperneq 15

Heima er bezt - 01.12.1957, Qupperneq 15
hálf 3. Storminn og regnið hafði ég á hlið, og var það bót í máli. Var nú ekki um annað að gera en duga sem bezt, meðan ég entist til að vaða krapið, en það var víða í kné og enn meira. Þannig gekk ferðin all langt út á heiðina. Var ég þá orðinn dálítið þreyttur, svo að ég brá mér út af veginum og settist á vörðubrot, sem þar var rétt hjá, til að láta síga svolítið úr mér. En ég hafði ekki setið lengi, er ég heyri einkennilega suðu skammt frá mér, og er ég lít upp, sé ég hvar heljar- mikið vatnsflóð brýzt fram á milU holtanna og stefnir á veginn rétt fvrir utan mig. Ég þýt á fætur og hleyp í mesta ofboði út á veginn og hugsa mér að komast sem lengst, áður en flóðið næði veginum. Hleyp ég nú eins og ég hefi orkuna til, og sé ég nú, að flóðið rífur með sér snjóinn og hleður honum upp í garða, og eftir litla stund skellur það á veginum. En þá var ég kominn svo langt, að ég lenti utar en í því miðju, en svo var þó straumþunginn mik- ill, að ég átti fullt í fangi með að standa og studdi mig því fast á stafinn minn. Kom sér vel, að hann var sterk- ur og með góðum broddi. Vatnið beljaði þarna fram í kringum mig, og reyndi ég að halda mig á miðjum veg- inum, því ekki langaði mig til að fara útaf honum. Var þá óvíst, hvernig fara mundi, því ekki mátti dýpka meira á mér en orðið var, þar sem ég stóð næstum í klof í krapi og vatni. Ekki gafst mér langur tími til umhugsunar, og varð nú að reyna að komast út úr þessu sem fyrst, og heppn- aðist mér það um síðir, og þeirri stundu varð ég feginn, er ég fann að ég stóð í þurrum snjó. En er ég leit til baka og sá vatnið belja þarna áfram, var ekki hugsan- legt að snúa aftur, þótt allt yrði ófært, sem eftir var leiðarinnar. Þetta var þá fyrsta brúin, sem brotnaði að baki mér. Var mér því engrar undankomu auðið, ef svo illa revnd- ist. En meðan ég gat staðið á fótunum, varð ég að halda áfram, en þeir voru illa teknir að kólna. Ég átti eftir að fara yfir Þórðargil, en ég vonaði, að það væri ekki hlaupið fram. Það reyndist þó eitthvað annað, því löngu áður en ég komst þangað, heyrði ég fossniðinn, svo ekki var um að villast. En nú voru brotnar brýr að baki mér, svo að til- gangslaust var að snúa aftur. Loksins komst ég að gil- inu, en þar var ekkert fagurt um að litast. Vatnið rann þar á stóru svæði ofan á snjónum og myndaði háa straumröst í miðjunni, en rétt neðan við veginn mætti það einhverri viðspyrnu og spýttist vatnið þar hátt í loft upp, svo það var allt annað en árennilegt að fara þarna yfir. En hvað átti ég að gera? Ég sá engin önnur ráð en að reyna að komast þarna yfir. Ég lágði svo á stað, en brátt fann ég, að þetta ætlaði að verða mér ofraun, því þegar ég kom þangað sem straumurinn var mestur, gat ég ekki staðið á móti hon- um. Tók mig nú að hrekja undan, og hvernig sem ég reyndi að veita viðnám, stoðaði það ekkert, ég barst með straumnum niður fyrir veginn og lenti í svelgn- um, þar sem vatnið spýttist hátt í loft upp. Þar stóð ég í klof í vatni, og auk þess gusaðist það yfir mig. Mér fannst lítið varið í að fá yfir mig þetta ískalda steypibað, þar sem ég þóttist orðinn nógu blautur áður, þótt þetta bættist nú ekki við. Hleypti ég því í mig hörku og tók að pikka spor í ísinn, sem lá undir allri krapastorkunni, og 'reyna þannig að feta mig út úr þessu syndaflóði, og eftir allmikið svaml og sull komst ég loks til sama lands aftur. Var ég nú orðinn illa til reika. Vatnið rann niður um mig allan, ég skalf af kulda, og fæturnir voru alveg kaldofnir. Nú sá ég, að þarna var mér lokuð leið, og varð ég því að reyna annars staðar. Datt mér í hug að ganga uppmeð flóð- inu til að athuga, hvort þar væri ekki betra, en ekki var svo að sjá. Hélt ég nú samt áfram, unz ég kom að dálítilli lægð, þar sem straumurinn virtist minni, og var því ekki um annað að gera en að reyna að komast þarna yfir. En nú var komið náttmyrkur, og sást því ekki vel, hvað vatninu leið, en samt lagði ég útí flóðið, því ekki var um annað að gera en reyna að halda áfram, meðan ég gat staðið á fótunum. Yfir komst ég, en illa var ég til reika, þegar ég kom uppúr. Mér fannst máttur- inn vera tekinn að minnka, og kuldinn farinn að ganga allnærri mér. Reyndi ég nú að beina huganum sem mest frá sjálfum mér, en það tókst síður og varð mest allt eintómt rugl og vitleysa. Ástandið var heldur ekki gott. Fætur dofnir uppað hnjám, og hendur litlu betri, svo að ég gat varla haldið á stafnum. En áfram varð ég að halda. Ég hélt nú niður aftur á þjóðveginn, en var alltaf að detta, því ég fann ekki til fótanna. Tók ég nú að hugsa um, hvort þetta myndi nú verða mín síðasta ganga yfir heiðina, og þótti mér það all ömurleg tilhugsun, þar sem líf stúlkunnar litlu væri sennilega í veði, ef ég gæfist upp. En það var einmitt sú tilhugsun, sem öllu öðru fremur hvatti mig til að halda áfram. Mér vannst gangan betur, er á þjóðveginn kom, því snjór var þar grynnri, og víða farið að blána fyrir honum. Hægt og bítandi staulaðist ég áfram eftir veg- inum, unz ég kom að Sæluhúsinu, en þá var heiðin vel hálfnuð. Illviðrið var nú alveg hroðalegt, en nú var þó bót í máli, að ekki þurfti að óttast flóð eftir þetta, því að heiðin var svo flöt. Einn lækur var þó eftir enn, sem yfir þurfti að komast, en hann var niður undir byggð, og óvíst hvort fær væri, því að í leysingum varð hann oft algerlega ófær. Ég opnaði Sæluhúsið og gekk inn, en þar var nú heldur dimmt og draugalegt. Ekki gat ég kveikt á eldspýtu, því þær voru allar orðnar ónýtar af bleyt- unni. Ég settist þar á bekk og reyndi að ná af mér bak- pokanum, en það ætlaði nú ekki að ganga vel. Þó heppn- aðist það að lokum. Með tönnunum leysti ég frá pok- anum og fór svo að kanna innihaldið, og það var nú ekki beinlínis lystilegt: brauð og bréf allt í sóðalegri kássu, gegnsósað af bleytu. Ég náði samt einum bita og stakk honum upp í mig, en það reyndist þá nær eintóm, rennblaut bréfaklessa og fékk því að fara í gólfið. Varð mér nú ljóst, að ætti ég að njóta nokkurs matarbita, yrði ég að éta einnig umbúðirnar, og það Heima er bezt 399

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.